Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 20
Loki bundinn, mynd af skeiðum sverðs-
Ins, sem fannst í grennd við Uppsali í
Sví)>ióð. Sverðið er frá sjöundu öld.
Gamlar goðsagnir herma, að Loki hafi
verið fjötraður með þörmum sonar síns.
Hann iiggur á þrem hellum og yfir hon.
um hangir naðra, sem lætur eitur
drjúpa i andlit honum.
á stjaka, ásamt húðinni og fótun-
um, svo sem sumir þjóðflokkar í
Asíu hafa tíðkað til skamms tíma.
Blótin hafa verið á fastsettum
tímum árs, og þangað hefur án efa
komið múgur og margmenni. Þar
hefur verið etið og drukkið dög-
um saman, og mun mega hafa það
f.vrir satt, enda stutt rökum, að
framhald þessara fórnarhátíða hafi
seinna orðið markaðir, sem tíðkuð-
ust til skamnvs tíma, líkt og al-
menningsskemmtanirnar á Bakkan
um norðan við Kaupmannahöfn
eru síðustu leifar marVp^pr sem
þar var lengi haldlnn i námunda
við helga lind. Og kannski hefur
það efcki allt borið ýkjamikinn
helgikeim. er fram fór á þessum
gömlu helgistöðum að blótum O'g
fórnum afloknum. Saxi segir svo
frá, að farnaldarkempan Starkaður
hafi farið í reiði úr blóti í Upp-
sölum, er honum þóttu úr
hófi ganga tilbutðir trúða og
apakattarlæti. Og hver veit nema
þefcta hafi á sinn hátt við eitthvað
að styðjast? í Vimose fannst til
dæmis lítil tréskurðarmynd a£
manni, sem beygir sig svo aftur
á bak, að hnakkinn nemur við ilj-
ar. Það hefði Starkaði eða hans
Iíkum að siðavendni sjálfsagt þólt
óviðurkvæmilegir tilburðir á helg-
um stað.
Þegar fram í sóttj hefur dreg-
ið mjög úr fórnunum. Um 600 hef-
ur verið liætt að fleygja voonum
í dý og vötn, víðast á Norðurlönd-
um. í Hávamálum er líka varað
við óhóflegum blótum:
Betra er óbeðið
en sé ofblótið,
æ sér gjöf til gildis.
Betra er ósent.
en sé ofsóað.
Svo Þundur of reist
fyrr þjóða rök
þars upp of reis,
er aftur of kom.
Lýsing Edduívæða á bardögum
Ása kann að eiga sér stoð í at-
burðum, sem raunverulsga hafa
gerzt: Trúarskiptum eða kannski
öllu fremur einhvers konar siðbót
— kannski reikningsskii.um við
gamla goðastétt, sem orðin
hefur verið frek í álögura sínum.
Viktor Rydberg taldi líklegast, að
sá, sem ósigur hefði beðið, hefði
verið Loki, þá fyrrum virtur guð,
en gerður að skálki, sem settur var
í bönd. Fornfræðinga órar fyrir
einhverjum siðaskiptum, sem ekki
birtast í því einu, að hætt er að
mestu að færa guðunum vopn að
gjöf, heldur verður graffé einnig
mun knappara en áður. Samtímis
þessu koma til sögunnar fyrstu
myndirnar af Óðni á Sleipni átt-
fættum og Loka bundnum.
Auðvitað tók ekki alveg fyrir
það, að menn gæfu guðunum vopn.
Slíkt gerðist allt fram á víkingaöld
— jafnvel fram á miðaldir. Got-
land hefur sérstöðn, því að þar
hefur fundizt mikið rnagn vopna,
sem fórnað heufr verið á víkinga-
öld, og í Lapplandi, sem eiginlega
Fimleikamaðurinn — tréskurðarmynd,
sem fannst I Vimose á Fjónl.
tókst aldrei að kristna, hélzt þessi
siður langt fram á miðaldir.
Þótt menn hættu að fleygja her-
fangi í vötn og fen, guðunum til
vegsemdar, voru vopnin að sjálf-
sögðu ekki látin fylgja föllnum
hermönnum í grafirnar, þegar val-
urinn var ruddur. Hreyknir sigur-
vegarar hirtu þau handa sjálfum
sér, og þegar fram liðu stundir,
var taia hringabrynjanna. sem
dregnar voru af búkum dauðra
fjandmanna, höfð til marks um
það, hversu frækilegur sigur var,
líkt og tala var síðar höfð á fall-
byssunum, sem teknar voru af ó-
vinunum til þess að grobba af í
frásögum og varpa ljóma á her-
foringja.
Þeir sem senda Sunnu
dagsblaðinu efni til
birHngar, eru vinsam-
lega beðnir að vanda
til handrita eftir föng-
um og helzt að láta vél-
rita þau, ef kostur er.
Ekki má þó vélrita
þéttar en í aðra hverja
línu.
68
TÍMINN — SUNNUÐAGSBLAÐ