Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Qupperneq 3
Meðal þeirra dýra, sem dregið hafa að sér vaxandi at- hygli í dýragörðum hin siðari ár, er tapírinn. Fólkl þykir gaman að horfa á hann þramma niður að tjörninni sinni til þess að baða sig. Þar sökkvir hann sér umsvifalaust á bólakaf. í villtum, vatnsauðugum frumskógunum er tapirinn ekki á ferli nema um nætur. Hann drekkur mikið, lifir að mestu leyti á vatnagróðri og eykur kyn sitt í vatni. Höfuðóvinir hans í Suður-Ameríku eru jagúarinn og krókódíllinn, auk mannsins. iimii ' Tapírinn er fimur á sundi, og hann getur gengið á botninum eins og vatnahestur og leitað sér fæðu. Við og við skýtur honum upp á yfirborð- ið. Þá þarf hann að anda. Sjaldgæfastur er fjallatapírlnn, sem er sums staðar i Suður-Ameríku í f jögur þúsund metra hæð yflr sjávar- fiöt. Hann er kafloðinn og þétthærð- ur, því að þarna er kalt um nætur. í Indlandi er tapirtegund með stór- an, hvítan skjöld á baki og niður um síður. Þetta er felulitur, líkt og rák- irnar á tígrisdýrinu, og kemur sér vel á tunglskinsbjörtum nóttum. 'i:- í,íi i'i : Þessi indverski tapír slagar fram og aftur um frumskóginn og gripur blað og blað hér og þar. Undir morg- uninn leggur hann lykkju á leið sína og leitar sér bælis. Þá fer hann ætíð undan vlndi, nema siðasta spölinn. Þó að tapirinn sé friðsamt dýr, er hann ekki með öllu varnarlaus. Ráð- ist rándýr á kú með kálf sinn, flýr kálfurinn undir kviðinn á móðurinni, en hún verst með framfótunum og kjaftinum, sem búinn er sterkum framtönnum. Fá dýr eru vinaiegri en tapír, sem búið er að spekja. Hann eltir gæzlu- mennina í dýragörðunum eins og hundur og rekur stuttan rana sinn niður i vasa þeirra i von um að finna þar ávexti eða annað, sem honum bragðast vel. TfUINN - tKVNNUDAGSBLAÐ 195

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.