Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 3
IIQMAIM&Tyi Vatnakarpar eru i fáeinum vötnum i Svíþjóð — fiskur, sem fer mjög huldu höfði, Hann festir sig sjaidan f netum eða gíldrum, og það er ekki nema endrum og sinnum, að hann tekur beitu. Styggari og varkárarl fiskur er varla til. Hann kann betur að varast hættur en aðrlr vatnafiskar. Byrjað var að ala vatnakarpa í Suður-Sviþjóð á sextándu öld. Sennilega hafa munkar verið þar að verkl. Karpinn kann bezt við sig I hlýju vatnl, þar sem gróður er mlktll og leðja á botni. Eitthvað af körpum slapp úr eldls- tjörnunum, og síðan hafa þeir haldizt við á þessum slóðum. Karpaeldi er enn stundað i nokkrum stöðum f Svíþjóð. í Austur-Evrópu er slfkt fiskeldi mikiu tiðara, og I Asíu til dæmis f Japan, veitir karpinn tug- milljónum manna mest af þvf eggja- hvftuefnl, sem þeir þarfnast. Kínverjar byrjuðu að rækta og ala karpa fyrir tvö þúsund og fjmm hundruð árum. Þeir hafa fengið fram margar karpategundir. Meðal þeirra eru leðurkarpinn og spegil- karpinn með stórar hreisturflögur. Á norðlægum slóðum verða karpar sjaldan þyngrl en tuttugu pund. f Kaspíahafi geta þeir orðið fimmtfu pund. Menn hafa líka komizt að raun að karpinn verður eldri en flest önn- ur kvikindi, jafnvel hundrað ára. Karpar f eldistjörnum éta oliukökur, brauð, soðnar kartöflur og grotnaða ávexti. Eðlislægt er þeim að nærast á hálfrotnuðum jurtum og smádýrum, sem þeir sjúga upp úr botnleðju með litium, tannlausum munninum. Náttúran hefur gert þá svo úr garðl, að þeim er sérlega auðvelt að leita sér fæðu f botnleðjunni. Þeir geta teygt fram munninn, og kokið lnk- ast sjálfkrafa, þegar það fyllist af leðju og lirfum. Seint á haustin leggjast karparnir f dvaia í botnleðjunni. Hjartað siær þá einungis einu sinni á mínútu. Vakni þeir að vetrinum við tramp á isnum, og byrji að synda, kafna þeir af súr- efnisskortl á skammri stundu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 31S

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.