Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 19
Úlga meðal læknanema í nágrannalöndunum Fyrir nokkrum vikum gerðust í Danmörku tíðindi, sem vakið hafa ekki litla athygli meðal þeirra, sem láta sig læknamálefni og heilsugæzlu einhverju varða: Blað læknanema, sem kom út um miðj- an marzmánuð, fjallaði einvörð- ungu um náttúrulækna svokallaða og þá alkunnu afstöðu heilbrigðis- yfirvalda, að þeir einir megi fást við lækningar, er lokið hafa lækna prófi og hlotið lækningaleyfi. Þetta er í fyrsta skipti, að fjöl- mennur hópur lækna og lækna- nema segir opinherlega, að ekki sé með öllu fyrir það sverjandi nema sum ráð ólærðra manna, sem fengízt hafa við lækningar í einhverri mynd, kunni að vera að nokkru hafandi, og þess vegna skylt að gefa þeim gaum og rann- saka þau til hlítar. Hingað til hefur aðeins einstaka læknir látið uppi eitthvað þessu líkt, og hefur þá oft sætt aðkasti vegna slíkra ummæla. Þess eru meira að segja þó nokkur dæmi, að læknar hafa eftir harðar svipt- ingar orðið að segja sig úr lækna- félaginu danska vegna þess, að þeir hafa ekki beygt sig fyrir ítrek uðum kröfum þess að hætta sjálf- ir að beita lækningaaðferðum, er ekki höfðu hlotið almenna viður- kenningu. Fyrir tæpu ári höfðu fáeir 'r þingmenn uppi þá kröfu á þjó5- þingi Dana, að aðferðir náttúru- læknanna yrði rannsakaðar í því skyni að kanna, hvort einhverjar þeirra kynnu í raun og veru að stuðla að lækningu sjúkdóma og meinsemda, sem læknavísindum hefur veitzt torvelt að vinna bug á. Upphafsmennirnir voru fimm, sinn úr hverjum flokki, en seinna urðu fleiri til þess að leggjast á sveif með þeim. Nú hefur þeim komið liðsauki úr þeirri átt, er ólíklegust þótti. í blaði læknanemanna er í all- mörgum greinum vakin athygli á mörgum vafasömum starfsreglum, sem fylgt er við heilbrigðisþjón- ustuna, og dregin voru fram dæmi um það, hvernig læknar sumir hafa lent í miklum útistöðum við kerfið, er þeir hafa viljað beita nýjum lækningaaðferðum, er ekki höfðu hlotið endanlega viðurkenn- ingu, þótt þeir teldu sig hafa feng- ið um það reynslu, að þær gætu komið að haldi. Á náttúrulækna eða annað þess konar fólk er ein- faldlega ekki hlustað, þótt það telji sig hafa eitthvað til málanna að leggja. Menn ættu þó að staldra við, segir í blaðinu, þegar stofnaður hefur verið í landinu félagsskapur fólks, er haldið var höfuðveiki þeirrar tegundar, sem ólæknanleg er, samkvæmt læknavísindum, en eigi að síður hefur hlotið bót meina sinna af hljóðbylgjum hjá ólærðri konu. Kona þessi er ekkja, og var maður hennar yfirlæknir í sjúkrahúsi á Borgundarhólmi, en þegar hann fór að sinna þessum hljóðbylgjulækningum, beitti stjórn læknafélagsins danska sér svo harkalega gegn honum, að hann neyddist til þess að yfirgefa félagsskap starfsbræðra sinna. í blaði læknanemanna er einnig fjallað um sektardóm, sem fyrir skömmu var kveðinn upp í Næst- ved yfir náttúrulækninum Ottó BaDin. Þeirri málsókn er berum orðu - líkt við galdramál fyrri tíða. 1 ð entist þessum manni ekki til sý 'i, þótt flest þau vitni, sem ákær . v Idið lét stefna, fullyrtu, að hjá hon- 1 hefðu þau fengið meiri eða nin : i bót meina, sem lærðir læk»> • höfðu gefizt upp við að b; Dómstóllinn leit á það eitt, 5 Ottó Ballin hafði ekki lækn’n _;í.leyfi. Það nægði til dóms- áfr” i, þó að fram kæmu þó n< 'uir menn, sem töldu hann ha a leyst sig frá þjáningum eða kvillum, er öðrum virtist um megn að ráða bót á. Fyrst og fremst er hin algera fordæming á náttúrulæknunum færð fram til dæmis um það, hve einstrengingslegum og óþjálum reglum heilbrigðisþjónustan er háð. Samþykktir læknafélagsins eru líka iðulega notaðar til þess að þagga niður í læknum, sem eru annarrar skoðunar en trúnað- armenn læknasamtakanna. Eink- um er það ein grein í lögum lækna félagsins, sem mjög er notuð til þess að meina mönnum að túlka skoðanir sínar, en í henni er þeim, sem eru í læknafélaginu, bannað að láta uppi skoðanir, „sem geta valdið ónauðsynlegum ótta eða skert traust fólks á starfsaðferð- um lækna 1 sjúkrahúsum eða ut- an þeirra“ — nema í blöðum læk'i- anna sjálfra. Þessari grein er misk- unnarlaust beitt gegn læknum, sem óánægðir eru með vinnu- brögðin. Þeir geta komið fáeinum orðum í læknablöðin — rúmfrekir mega þeir ekki vera — en skrifi þeir grein í önnur blöð eða láti hafa þar eitthvað eftir sér, bíða þeirra þungar kárínur. Það er ekki nema eitt misseri síðan ungur læknir, Anders Kjeldstrup að nafni, fékk að kenna á þessu, er hann tók að ræða um málefni geð- veikraspítalanna. Vakið er máls á margs konar mótsögnum og furðum ýmsum í dönskum heilbrigðismálum. Það þykir til dæmis skjóta skökku við, að heilbrigðisstjórnin leggur mikla rækt við að kanna, hvort allir pylsuvagnar landsins eru af þeirri stærð og gerð, sem boðið er í lögum og reglugerðum. Aftur á móti er því ekki teljandi gaumur gefinn, hvað er í pylsunum, sem seldar eru. Samt hefur sannazt, að sitthvað er sett í þær, svo að þær séu fallegar útlits og spillist ekki, þó að þær malli lengi í heitu vatni, og meðal þess er fósfat, nitrit og eiturefnið krókein, sem gefur þeim rauða litinn. Þetta litarefni er þó forboðið við alla matvæla- iðju í Svíþjóð, Þýzkalandi og Frakklandi. Blað læknanemanna ber sem sagt fram þá spurningu, hvort kerfi það, sem heilsugæzla og mat- vælaeftirlit lýtur, sé ekki í raun og sannleika stirðnað í dauð.’m ERU HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU SETTAR OF EINSTRENGINGSLEGAR REGLUR? T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 331

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.