Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 4
Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum: Þættir úr Noregsför ★ Það var þann 14. ágúst 1964, að hún var hafin þessi Noregsferð okikar Áslaugar, sem mér lengi hafði fundizt ekki ná neinni átt að láta eftir sér að fara um há- bjargræðistímann. Veðrið var hið fegursta, er við lögðum af stað að heiman, og enn var það hið feg- ursta er við árla morguns tveim- ur dögum seinna vorum á þeirri fegurðarsnauðu leið, sem liggur frá Reykjavík til Keflavíkur. Man ég fátt eða ekkert úr nágrenni þeirrar leiðar, enda varð mér miMu tíðlitnara til sævar á hægri hlið. Blasti þar við fjallgarður Snæfellsness handan flóans í fjarska svo miklurn, að varla sá lengra niður en í miðjar hlíðar. Sýndust fjöllin þar því eins og eyj- ar í hafi, og fór ég að hugsa um, hvað menn muni hafa haldið um þetta, meðan ekki var vitað um hnattlögun jarðar. Undarlegt fyr- irbæri hefði það mátt þykja að sjá sjóinn bunga upp og sikyggja á fjarlæg fjöll. En eins og ævin- lega varðandi það, sem fólk ekki skilur, hafa þá sennilega fáir veitt þessu nokkra verulega athygli. Vanti skilning á það, sem fyrir augu ber, festist það naumast í vitundinni og verður því sama og ótséð. Tvisvar áður en i þetta sinn hafði ég hafizt á loft í flugvél. En hvernig sem á því hefur staðið, þá veitti ég því nú fyrst athygli, að í flugvél er maður eins og kom- inn á aðra jörð. Þótt vélin hreyf- ist og halllst á ýmsa vegu, þá fdnn- ur maður það litlu fremur en hreyfingu og flug jarðarinnar um- hverfis sól. Hins vegar finnst manni eða sýnist landið hallast, ef flugvélin hallast, og man ég, að þegar hún var að snúa sér í stefnu austur, rétt eftir að hún var kom- in á loft, þá fannst mér hafflötur- inn rísa upp á rönd eða nálega það vegna þess, hve flugvélin hall- aðist. Og nú var flogið hátt yfir jörð. Sessunautur minn á vinstri hlið var Kóreubúi, miðaldra maður eða varla það, svarthærður, skáeygur og gulbrúnn á hörund, eins og vænta mátti, en allgervilegur. Var hann hinn vinsamlegasti og vildi tala við mig, og gekk það ekki sem bezt. Þó gat hann látið mig skilja, að hann hafði komið hing- að til lands í skipkaupaerindum, sem tekizt hefðu. Útsýn úr flugvélinni höfðum við takmarkaða, því að enginn gluggi var á hlið við ofckur. Þó gátum við skyggnzt út hjá manni, sem sat í næsta sæti fyrir framan, og sá þaðan niður á jörð og út til hafs á hægri hönd. Sex áruni áð- ur en ég fór þessa ferð, hafði ég farið í flugvél frá Reykjavík til Hornafjarðar, og sat þá vinstra megin og hafði því gott skyggni til Iands. Bar þá í einu fyrir sjón- ir Ok, Eiríksjökul', Langjökul og Hofsjökul, auðvitað í mikilli fjar- Iægð, en þó furðu greinilega. Hins vegar er mér minnisstæðust úr þeirri ferð sýn til Öræfajökuls, sem um stund blasti þá við mér úr efcki mikilli fjarlægð, skínandi bjartuT á móti sól. Mun hann á engan hátt njóta sín eins vel og úr líkri hæð og hann er sjálfur, og mun reyndar vera svo um hvað eina, og í öllum skilningi. En nú voru það fyrst Vest- mannaeyjar og hinn rjúkandi Surt ur, sem ég festi sjónir á í fjarska. Niður fyrir mig var að líta Ííkt og á landabréf, dálítið breytilega litt, því að sums staðar var gróður- lendi en sums staðar ekki, og virt- ist mér þó gróðurliturinn minni en ég hafði vænzt á þessu gróðurrík- asta svæði landsins, sem flogið var yfir. Þegar austar kom móts við Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul, breytt ist niðursýnið þannig, að mishæð- ir komu meira í ljós. Sá ég það þó greinilegast, þegar flugvélin þar af einhverjum ástæðum gerð- ist ókyrrari á fluginu en áður. Hallaðist hún þá stundum á hlið, og var þá stundum eins og þetta úfna og hrikalega land risi á rönd upp fyrir hana. Og bráðlega var ekki annað að sjá en himin og haf, og þó öllu heldur einungis himin, því að nú var flogið fyrir ofan skýin. Að vísu var gluggaþykkni, eins og segir í Grettissögu um skýjafar það, sem ríkti, þegar Glámur hóf augu sín á móti tunglinu, og sá því stund- um niður á hafflötinn. Og ein- hvern tíma kom ég þar auga á Færeyjar, sem í fjarlægðinni litu út nokkuð líkt og fuglar á sundi. Að sjálfcögðu gat ég ekki gert mér grein fyrir byggingu þeirra, en dökkvinn benti til þess, sem ég vissi áður, að þær eru leifar þess mikla blágrýtislands, sem ísland og Skotland eru einnig leifar af og nú er að mestu sokkið í sæ. Eins og kunnugt er, þá hallar Skandinavíu frá vestri til austurs, og lendir því hálendið í hluta Nor- egs að mestu. Að sunnan tilheyrir þó Noregi nokkur hluti austurhall- ans — sá hluti, sem þar er kall- aður austanfjalls — og er vestur- ströndin því víða brött og hrika- leg. Og nú fór þessi hluti Noregs að koma í ljós, fyrst eyjar og út- nes, en síðar fjöll að nokkru hul- in snjó, en þó hvergi samfelldum jökulhettum. Skárust þar firðir inn á milli, en þegar austar kom, breyttist niðursýnið. Blöstu þá við skógar, en sums staðar bleikir akr- ar og byggð ból. Og nú fór ég að finna tÚ þess með sjálfum mér, að ég væri kominn til annars 316 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.