Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 22
r- Skvett úr klaufum JAFNRÉTTI KYNJANNA „Sú loðna, sem skipsmenn höfSu náð í, var eintómt karl- síli, sem búið var að hrygna“. (Morgunblaðið, 30. marz). Þar kom loks í leitirnar sam- félag, þar sem karldýrið kemst ekki lengur upp með svivirði- lega sérhlífni og kynferðislega mismunun. Vonandi verður þessu maklegur gaumur gef- inn, og má ekki minna vera en rauðsokkur beri myndarlega loðnu í göngunni 1. maí í vor. BUXNASTRlÐ „George Brown hyrjar nú að tala. . . Hann hysjar öðru hvoru buxunum upp á ístruna með frjálsmannlegum hreyfingum, svo að enginn efast um, að lá- varðurinn er einnig sósíaldemó- krati.“ (Morgunblaðið, 30. marz). Við héma, sem hreytum úr klaufunum ,vitum nú ekki bet- ur en Georg Brown hafi ein- mitt misst buxurnar heldur hast arlega niður um sig ekki alls fyrir löngu. En það er eitt hið versta, sem getur hent, jafnt lávarða sem sósíaldemókrata, því að þá má ekki lengur greina, hver maðurinn er ,eins og Þor- steinn Erlingsson uppgötvaði við kynni sín af JörundL VINNUHAGRÆÐING ,Ferðin yfir Sandvíkurheiði var erfiðasti hjallinn í umræddri ferð, en læknirinn var sex tíma að komast yfir lieiðina á jeppa sínum. Mikill snjór var á heið- inni, og þurfti læknirinn að moka sér leið áfram.“ (Alþýðublaðið, 3. apríl). Þjóðfélagið er sparsamt á lækna og fleiri embættismenn 1 þeim hlutum landsins, þar sem ekki gefur sýn til Faxaflóa. Þess vegna ríður á að nýta þá vel, er enn eru á stangli hing- að og þangað. Þarna sýnir sig, að Vopnafjarðarlæknirinn get- ur sem bezt verið snjóýta hjá vegamálastjóminni á heiðunum á Norðausturlandi. Þá þurfa mannaskrattarnir ekki að kvarta um það lengur, að þeim sé mis- munað í því. ANNÁLSVERÐUR FISKSALI „. . . eftir ábendingu blaða- manna Vísis, sem blöskraði út- gangurinn á fiskflutningabifreið fisksala, sem auk þess að vera með eindæmum skítugur stóð hálfan sólarhring með fiskfarm óvarinn við fjölfarna umferðar- götu.“ (Vísir, 3. apríl). Þrekmenni er þetta, hvað sem öðru líður, að kikna hvorki und- ir skít sinum né fiskfarmi, og þolgóður að standa svona lengi verjulaus. STERKT OG EÐLILEGT „Með því að miða flutning- inn við fjörutíu mínútur fáum við betri pressun á plötuna, sem hefur ákaflega mikið að segja hvað varðar tóngæðin, þannig að sándið verður sterkara og eðli legra.“ (Vísir, 3. apríl). Ja, þó það nú væri! Fjörutíu mínútur er nákvæmlega það, sem sándið og pressunin heimta. 4 Þættir úr Noregsför — Framhald af 321. síSu. um listamönnum skyggnari í þessu efni, því að svo tær sýnist mér hin mannlega fegurð koma fram í mörgu því, sem ég hef séð eft- ir hann. En hvað skyldi þá mega segja um hinn frægasta listamann Nor- egs, Vigeland, sem eins og Thor- valdsen og höggmyndasnillingar fornaldarinnar/fékkst einkum við hið mannlega útlit? Var það næst- síðasta daginn okkar í Osló. að við skoðuðum þennan fræga garð, sem við hann.er kenndur, og sann- arlega er líka hinn veglegasti. Og áhrifamikið þótti mér þar að koma, og hygg ég. að þar sé mikil saga lifenda og þióðar skráð í stein. Niðurinn, sem þarna berst frá gosbrunnum og tilbúnum foss- um, fannst mér leika undir í gam- alli sögu, gömlum minningum, sumum ljúfum, en öðrum beisk- um og sárum. Einni lítilli lágmynd man ég þannig eftir, sem sérstak- lega verkaði á mig á þennan veg, og ekki var þó annað en beina- grind einhvers einstæðings, sem úti hafði orðið, og var hún fallin saman að nokkru og sameinuð um- hverfi sínu. Víðátta þessa garðs er mikil, og gat ég ekki vel gert mér grein fyrir takmörkum hennar. Er þar gróður mikill og fríður, tré og blóm, og eins og fyrr segir, streymandi vatn og tjarnir, þar sem ýmsar endur voru á sundi, Lausn 13. krossgátu en einungis einn svanur. Og rúm- um sólarhringi síðar en við vorum þarna, vorum við aftur komin á loft í flugvél, sem bar okkur heim- leiðis gegnum myrkur og nótt. sr bi T A K A F'A * t> P l Ntt / / í, / HV I HN i K N S/fto i U K n '0 T fl t H A u S t H H ft T * * * Ú L ff L'n H i P'I NH fl nu & ft l t r t n n tt K i R / S 3 fí bÞ A A N Á VINNA OK Mi*A I ÍNWA 6 F fi K I J> M IN NbX I ‘06 N T E l m a ? * p i n nK /? s * v £ fcj ieIRA# ) * B K ft T B L I £ u n l I a i run c u$ V L U R I NN Kb N I N N WiöAífl F 0 P I A/W > n $ - p'n-4 r a r n r 334 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.