Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 8
það svo þar, sem leifar konungs- hersins slógu skjaldborg um kon- unginn, sem að síðustu gekk sjálf- ur fram í bardagann og veitti þá sumum andstæöingum sínum þung högg. En er höggvið var í fót honum, kastaði hann frá sér sverðinu og kneigðist upp við stein nokkurn, þar sem hann svo var veginn. Og þarna var það svo gegn þeirri ríkjandi venju að byggja kirkjur hátt og á áberandi stöðum. að kirkja þessi var byggð 120 árum síðar, og altarið látið koma utan um steininn, sem sið- bótarmenn síðar, samkvæmt frá- sögu kirkjuvarðarins, fluttu út í Þrándheimsfjörð og sökktu þar. Þótt miklu muni á kirkju þess- ari og dómkirkjunni í Niðarósi, þá er þessi þó allvegleg. Sagði kirkju- vörðurinn, sem gekk undir nafn- inu söngstjórinn. að hún rúmaði um sjö hundruð manns í sæti niðri og uppi. Og þó að veggirn- ir væru sléttir og engar steinlíkn- eskjur þar að sjá, þá voru þarna og þó mest í kringum altarið ýms- ar myndir málaðar á veggina, og voru þær. iield ég, allar eitthvað til heyrandi því, sem þarna hafði gerzt. Man ég þar sérstaklega eft- ir einni mynd af Ólafi konungi föllnum. og var hann þar sýndur liggjandi þannig, að sá í andlit honum og iljar. Vakti söngstjór- inn þar athygli okkar á því, sem hann sjálfur sagðist ekki skilja, aö hvar sem staðið var við altarið, en í kringum það mátti ganga, þá fannst manni konungsmyndin horfa þangað. í Stiklastaðakirkju munum við hai'a dvalizt um tvo tíma, og var það mest vegna þess, hve ræðinn söngstjórinn var og hve fróður hann virtist vera um hina fornu sögu. Mat hann, eins og ég held, að margir Norðmenn geri, Ólaf konung Haraldsson mikils, og var því ekki hrifinn af Gerplu Il.K.L. Taldi hann Ólaf verið hafa mikil- menni, sem að vísu er ekki rangt, því að mikinn kjark, samfara viti allmiklu, þurfti vitanlega til þess að brjótast til ríkis í Noregi eins og hann gerði á tvítugsaldri. En um það, hversu góður maðúr hann hefði verið og heilladrjúgur nor- rregum málstað, ræddum við ekki, og skildum því í sátt og samlyndi við söngstjórann, sem ekkert gjald vildi taka af okkur fyrir ómak sitt. Sagði hann okkur njóta þess, að við værum íslendingar, og mun slíkt ekki vera einsdæmi hjá Norð- mönnum við slík tækifæri. Þann 29. ágúst, eftir að liafa notið góðrar gistingar í hótelinu á Veradalseyri varð okkur i fyrstu reikað eitthvað um þorpið. Datt mér þá í hug, að gaman væri að koma við á einhverjum bóndabæ þar nærri, sem við líka gerðum að tilvísan einhver manns, sem við hittum. Var það stórbýli, sem við komum til, og hittist svo á, að bóndi og kona hans voru að koma einhvers staðar að á bíl sín- um. Tóku þau okkur vel, og óku þegar með okkur um landareign sína, sem heita mátti einn sam- felldur akur og þó víðáttumikill. Voru þar kartöflu-, bygg- og hveiti akrar, en sums staðar tún og nokkur trjágróður, sem einkum mun hafa verið tii skjöls. Sagði bóndinn, að uppskeran væri um fimm þúsund tunnur af kartöflum og þúsund tunnur af korni, auk allmikils heys, sem hann seldi til grasmjölsframjeiðslu, og skildist mér, að þessi' mikla kartöfluupp- skera væri árviss, því að miklu minni hætta væri þarna á nætur- frostum en sunnar í landi. Ein- hverja laxveiði sagðist hann hafa í Veradalsá, lax fengist einungis í net vegna þess, hve vatnið í ánni væri morað. Skildist mér, að sá ótærleiki þess stafaði af þvi, hve jarðvegur væri þarna gljúpur og laus, og var það í samræmi við annað, sem hann sagði okkur einn- ig, að undirstöður vega væru þarna ótryggar og landspjöll yrðu stundum í vatnavöxtum. Minnir mig hann segði okkur frá dæmi um slíkt, sem orðið hefði fyrir löngu, og þá valdið miklu mann- tjóni. Ugglaust hefur allt í búrekstri bónda þessa verið samkvæmt nýj- ustu tækni, og man ég að hann sýndi okkur blásturskerfi mik- ið til þess að þurrka kartöfl- ur. Hins vegar var íbúð- arhús hans gamalt orðið 150 ára, eftir því sem hann sagði, og fremur kalt og óhaganlegt. Sagði hann, að miklu meira myndi kosta að endurbæta það og laga en að byggja annað nýtt, og var þó á honum að skilja, að hann myndi fremur taka hinn fyrr- nefnda kost, því að á annan hátt taldi hann sig ekki geta varðveitt fortíðargildi þess. En hverjir svo sem ókostir þessa gamla húss kunna að hafa verið, þá var það allreisulegt að sjá, og í nimgóða dagstofu var okkur boðið, þar sem okkur var borið að íslenzkum sið. Á veggjum stofunnar gaf að sjá myndir af ýmsum ættingjum þeirra hjóna, og á einum stað sá ég lítinn og snotran bókaskáp og var þar rneðal annarra bóka Heims kringla Snorra Sturlusonar. Eitthvað kom það til tals, að við brygðum okkur norður á Mæri til að leita okkur heilla á þeim áshelga stað. En hvernig sem á því stóð, þá varð ekki a f þeirri ferð. Og nú þegar við snerum aft- ur suður á leið, tók heldur að þyngja í lofti og veður að gerast dapurlegra en áður. Var, þegar til Niðaróss kom, komin rigningar- slúð, og kom það okkur úr sömu átt og spilling veðurfarsins, að nú var stóra gistihúsið svo alskipað, að þar var ekki næturskjól að fá. Var því ekki um annað að ræða en að halda áfram með næturlest alla leið til Oslóar, og hefði það mátt minna mig á aðra slíka næt- urferð, sem ég fór eitt sinn löngu áður, og þá um lengri veg. Var það leiðin frá Hamborg til Zúr- ich, og var ég þá i fylgd með nafna mínum öðrum, Þorsteini Jósepssyni. En þó var hér sá mun- ur, að nú var ég á nokkurs kón- ar heimleið, öfugt við það, sem þá var. Á leiöinni til Niðaróss frá Osló, sem við fórum um dag og í bjöftu veðri, var eins og áður getur, margt að sjá út um klefaglugg- ann og þó einkum þaðan, sem stanzað var, og beindist athyglin því ekki mikið að samferðafólk- inu. Þó man ég þar eftir konu nokkurri, sem ég veitti eftirtekt, mest vegna þess, hve litla athygli hún virtist veita þvi, sem á leið- inni mátti sjá. Mókti hún oftast í sæti sínu. milli þess að hún gæddi sér á einhverju matarkyns, og hef- ur það víst fremur verið takmark ferðarinnar en ferðin sjálf, sem hún hefur haft hug á. En nú þeg- ar myrkrið var að leggjast yfir og illviðrið, svo að ekkert var úti að sjá, lilaut athyglin meira að bein- ast að samferðafólkinu. Og þó var það varla nema einn maður, sem þar kom til greina — ungur mað- ur gullbrúnn á hár og skegg, með rýting við hlið og riffil í hönd. Veitti ég manni þessum eftirtekt þegar á járnbrautarstöðinni, þar sem hann var meðal margra ann- arra, og þóttist undir eins sjá, að 320 T 1 M 1 N N' — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.