Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 20
' . valdaformum, sem stundum séu beinlínis skaðleg, Meðal þeirra, sem skrifuðu í blaðið, er læknir að nafni Níels Jakob Bang Nielsen. Hann skír- skotar til þess, að Danir eru með- al ivsilbrigðustu og langlífustu þjóða. Eigi að síður eykst kostnað- ur við heilsugæzlu hröðum skref- um, og það hlýtur að vekja þann grun, að eitthvað sé ekki sem skyldi. Samtímis því, að þetta ger- ist, segir hann, eru velviljaðir menn, sem með litlum tilkostnaði og alveg óskaðlegum aðferðum eru að leitast við að liðsinna fólki, er snýr sér til þeirra, gersamiega hundsaðir, ef ekki ofsóttir, þótt ýmsir, er reynt hafa, haldi því fram. að viðleitni þeirra sé ekkl ætið árangurslaus. Fari þeir þess á leit, að lærðir menn fylgist með því og rannsaki. hvers þeir kunna að vera megnugir, er þeim vísað á dyr, og læknar, sem með ein- hverjum árangri hafa haft við þá samstarf. þora ekki að gangast við því opinberlega vegna þeirra við- urlaga, sem þeir eiga þá yfir höfði sér. Yfirvöldin skeyta um þá eina, sem þau gera sér vonir um. að unnt sé að sakfella. Hvers vegna má ekki gefa þessum mönnum gaum? spyr Bang Nielsen. Það ætti að minnsta kosti að vera auð- veldasta leiðin til þess að afhjúpa þá. Þetta blað læknanemanna er að- eins upphafið. Þeir ætla að fvlgja eftir þeirri kröfu. að vinnubrögð náttúrulækna verði rannsökuð til hlitar og starfshættir við heilbrigð- isþjónustuna endurmetnir. í maí- mánuði á að koma út heil bók um þessu efni. í þessu felst ekki, að læknanemarnir hafi mikla trú á því. að þorri náttúrulækna búi yf- ir kunnáttu, sem einhvers er verð, heldur hitt, að þeir telja almenna hundsun varhugaverða, einkan- lega þegar svo virðist, að sumir hafi einhverjum árangri náð. Það er víðar en í Danmörku, að brydd- ir á svipuðum viðhorfum. í Eng- landi hefur fjölmennur hópur læknanema tekið að kynna sér, hvernig sjúklingum sumra þekkt- ustu náttúrulækna þar í landi reið- ir af. Hugsunin bak við afstöðu þeirra er hin sama og í Danmörku: Það er varhugavert að neita því að órannsökuðu máli, að þessir menn séu allir getulausir, jafnvel þótt flestir þeirra kunni að reynast það, þegar til kastanna kemur. VIÐ GLUGGANN Ástralíumenn sæta um þess- ar mundir hörðum dómum fyr- ir meðferðina á landi sínu og náttúru þess. Viðbjóðslegast er þó hvernig þeir murka niður kengúrurnar. Að minnsta kosti ein milljón þessara dýra fellur ár hvert, og hefur svo blint og hemjulaust útrýmingaræði ekki átt sér stað í heiminum síðan Ameríkumenn stráfelldu vís- undana á sléttum lands síns. Driffjöðrin er peningagræðgi. Skinnið af kengúrunum er not- að til iðnaðar, einkum í skauta- skó og fótbóltaskó, og kjötið er soðið niður og selt sem hunda- fóður, mest til Vestur-Þýzka- lands. Veiðiskapurinn fer fram með hrottalegum hætti. Skytt- ur aka um slétturnar í jeppum eða flutningabílum og hafa á þeim föst skotvopn, sem snúa má í allar áttir. Kengúrurnar eru mest á ferli um nætur, og þegar ljóskösturum er beint að þeim, verða þær ringlaðar og gæta þess ekki að flýja. Þannig geta þessir óhugnanlegu skytt- ur útrýmt heilum hjörðum á ör- skammri stundu. Þess eru dæmi, að tíu þúsund kengúrur hafi verið skotnar í Drottningar- landi á einni viku og allt að tultugu þúsund i Nýja-Suður- vels. Veiðimennirnir flá dýrin, þar sem þau hafa hnigið niður, og höggva afturpartinn af skrokknum, því að annað hirða þeir ekki. Er nú svo komið, að kengúrum hefur víða verið ná- lega útrýmt. Eftir sem áður státa Ástralíumenn þó með kengúruna sem þjóðartákn sitt, líkt og fálkinn er þjóðartákn okkar. Ástralskir náttúrufræðingar hafa hafið baráttu gegn þessari ósvinnu. en litla áheyrn feng- ið, þvi að stjórnmálamennirnir vilja ekki missa atkvæði þeirra, sem græða á kengúrumorðun- um. Áhrifameira kann að verða, að háttalag Ástralíumanna hef- ur vakið viðbjóð víða um heim, megnastan þó í Svíþjóð og Þýzkalandi, þar sem mótmæla- bréfum rignlr yflr sendlráð Ástralíumanna og lagt er fast að fólki í blöðum að kaupa ekkl ástralska skautaskó eða fótbolta og velja hundum annan mat en kengúrukjötið, sem stundum hefur líka viljað brenna við, að væri bæði úldið og maðkað. Allt bendir til þess, að keng- úrudráp Ástralíumanna sé að verða jafnillræmt og aðfarir sel veiðimanna í selalátrunum á ísn- um í norðurhöfum. Og það er verðskuldað. Á Jótlandi er háð kartöflu- stríð. Józkir bændur hafa lengi verið harla óánægðir með kart- öfluverðið, sem þeim býðst, og hafa þeir nú uppi þá ráðagerð að aka á dráttarvélum til Vejle, þar sem þrír höfuðvegir mæt- ast, og stöðva alla umferð í því skyni, að vekja athygli á mál- stað sínum og fá tækifæri til þess að koma röksemdum sínum á framfæri við blöð. út- varp og sjónvarp. Mest af öllu sárnar þeim, að dönsk stjórnar- völd hafa leyft innflutning á út- lendum kartöflum, þótt nægar birgðir danskra kartaflna sé til í landinu. Yfirvöldin hóta aft- ur á móti að senda lögregiu- sveit á vettvang, ef bændur gerast aðsópsmiklir. Á undanförnum misserum hafa verið að því nokkur brögð, að portúgalskir flóttamenn biðj- ist hælis í Svíþjóð. Menn þess- ir hafa flúið úr portúgalska hernum í nýlendunum í Afríku, þar sem lengi hefur verið bar- izt af grimmd. Síðasti flótta- maðurinn, sem til Svíþjóðar hefur komizt, er hálffertugur höfuðsmaður, sem leitaði und- ankomu eftir að hafa neitað að framfylgja þeim fyrirmælum yfirmanna sinna að kveikja í þorpi blökkumanna og myrða fólkið, sem þar bjó. Hann seg- 332 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.