Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Page 5
lands, og var það þó ekki til fulls
ti'vr en flugvélin hafði lent.
Hvers vegna skyldu menn ekki
hugsa tll þess stundum, sem við
tekur að aflokinni þeirri ferð, sem
enginn kemst hjá að fara? Að
minnsta kosti verður mér hugsað
til sliks, þegar ég nú minnlst þess,
er þau Gerða, Þorsteinn og synir
þeirra tóku á móti okkur á flug-
velli Oslóarborgar. Var það líkt og
ég get hugsað mér móttökur á
annarri jörð, hlýrri og sólríkri, því
að ekki var veðrið þarna lakara
en það hafði verið heima, þegar
við fórum þaðan. Og eitt var það,
sem ég lærði þarna að skilja bet-
ui' .en áður. Vegna þess, hve löng-
un mín varð nú rík til þess að
gefa þeim. sem heima sátu. ein-
livern þátt í því.að sjá og njóta
þess. sem ég nú sjálfur sá og naut,
skildi ég, hversu sterk iöngun
framiifendanna geti verið til þess
að gefa eftirlifendum þátt í hinu
nýja lifi sínu og'skynjunum. Hygg
ég, að mörgum þeirra þyki það
vera allmikið mein að geta slíkt
ekki, og mun þeirn ekki sízt finn-
ast svo. sem horfið hafa til hinna
betri staða. En því skyldi slikt þó
ekki geta orðið? Hvers vegna
skyldi ekki einnig þar geta orðið
aukning og fullkoninun sambanda.
eins og þegar hafa orðið hér á
jörðu á milli landa og heimsálfa?
Það, sem ég fyrst veitti athygli
á leið okkar frá flugvellinum til
stúdentabústaðanna. sem vera
skvldi nú heimkynni okkar um
hríð. var gróðurinn og grjótið, og
kann einhverjum að þykja það
skrítið. En byggingar og önnur
mannvirki slík vekja mér sjaldan
mikinn áhuga, nema því aðeins, að
um einhver sögutengsl sé þar að
ræða. Og varðandi gróðurinn og
griótið var einkum tvennt, sem ég
tók þarna eftir. Á vesturströnd-
inni og víðar hafði ég þegar séð
niður á hið ljóslitaða granítberg,
sem er aðalbyggingarefni lands-
ins. En hér í borginni risu sums
staðar upp dökkir eða nálega svart
ir bergkambar, sem hlutu að vera
annarrar tegundar. Berg þelta var
einnig umturnað og brotið, og var
mér síðar sagt, að það væri set-
lagaberg, 600 milljóna ára gamalt,
frá því að sjór hefði legið þarna
yfir, og að það hefði skriðið til
síðan og sporðreist ýmislega. En
hvar gróðurinn snerti vakti það
fyrst furðu mína hve nægjusam-
ur hann virtist vera. Yfirleitt virt-
ist mér jarðvegur vera grynnri í
Noregi en hann er víða bér á landi,
og hafði ég því einhvern tíma orð
á því í gamni, að íslendingar gætu
selt mold þangað austur yfir haf.
En grjótið og þá einkum þetta
dökka berg virtist gera jafnvel
meira en að bæta upp moldarleys
ið, því að víða var svo að sjá, að
tré og annar gróður yxi út úr tyí.
Vafasamt þykir mér, að x írir
staðir Oslóborgar séu viðfeldnari
en stúdentahverfið, þar sem við
nú bjuggum, og er það ekki sízt
vegna þess, að það er í útjaðri.
Eru húsin þar strjál og sums stað-
að nokkurt brattlendi, jafnvel
klettaklungur, sem víðast hvar er
þó meira og minna hulið trjá-
gróðri, svo að mörg hús eru þarna
nálega í kafi. Er þarna vitanlega
um margs konar trjágróður að
ræða, svo sem epla- og perutré,
auk barrtrjáa. reyniviða og vmissa
tegunda annarra. En þó fannst
mér björkin bera þarna af öllu, og
er mikill munur á henni og birk-
inu íslenzka. Þó er eitt, sem björk-
ina þarna skortir á við það' TJmur-
inn af henni er ekki nærri eins
sterkur og af íslenzka birkinu, og
er svo reyndar um margan annan
gróður. Þannig ilmar blóðbergið
norska miklu miður en hið ís-
lenzka. En hokkru stórvaxnara
mun það vera, eins og líka beiti-
berjalyngið, sortulyngið og beiti-
lyngið, sem ég sá allmikið af í
skóginum skanimt frá stúdenta-
bænum, og fórum við stundum
þangað á berjamó, ásamt þeim
Gaut og Steina. sex og fjögra ára.
Ekki veit ég, hve gömul Oslóar-
borg er, en allmiklu eldri mun
hún vera en hin íslenzka höfuð-
borg, Reykjavík. Og þó að ýmsir
aðrir staðir kæmu meira við
norska sögu og íslenzka fram eftir
öldum, þá gefur þar að líta ýmis-
legt gamalt og sögulegt, og það
líklega fremur en á nokkrum stað
öðrum í Noregi. Þannig hefur þar
á einn stað, Byggðey, sem þó er
ekki eyja, verið komið fyrir ýms-
um gömlum byggingum, sem
reistar höfðu verið i fyrstu á ýms-
um öðrum stöðum. Má þar til
nefna hinar sérkennilegu stafkirkj
ur, sem gerðar eru af timbri og
þó margra alda gamlar, og minn-
ir sumt í skreytingu þeirra meira
á heiðni en kristni. Ennfremur gef-
ur þarna að líta íbúðir fólks frá
ýmsum tímum, ásamt tilheyrandi
búshlutum, og var þar víst ekki
sízt um að ræða íbúðir sumra
kunnra manna. Þannig sá ég þarna
vinnustofu Hinriks Ibsens, og log-
aði þar ljós á lampa þeim, sem
lýsti honum við ritstörf hans, og
var þetta nú að vísu rafljós í stað
olíuljóss, þótt ekki virtist svo fljótt
á litið. Á einhverjum stað þarna
hefur verið byggt yfir skipið Fram,
sem Friðþjófur Nansen fór á áleið-
is til norðurskautsins og síðar bar
Róald Ámundsen til suðurskauts-
ins, og var þar til sýnis margt
það, sem þessir frægu afreks-
menn notuðu í ferðum sínum. og
að sjálfsögðu iivað á sínum stað.
Og ekki skyldi gleyma Gauksstaða-
skipinu. sem á enn öðrurh stað
þarna getur að ljta. en skip það
held ég. að sé meira en 1100 ára
gamalt. og þó að taisverðu leyti
heilt. en að vísu ekki sjófært.
Það var eins og fyrr segir þann
16. ágúst, að við koinum til Osló-
ar, og hafði veðrið jafnan verið
hið fegursta síðan. Stundum kom
þó rigning. svo að um munaði.
Þannig man ég þarna eftirrdembu
meiri en ég áður hafði kynnzt.
Rann vatnið þá eftir götunum eins
og árstraumur, sem þó varaði að-
eins um stund. því að ekki var
þetta nema skúr. Og nú voru tíu
dagar liðnir þarna við hvíld og þó
marga skemmtilega tilbreytingu,
og runninn upp hinn 26. ágúst, en
þann dag var ákveðið að taka sig
upp í nýtt feröalag. Var ferð þess-
ari, sem nú skvldi farin á landi
og með járnbrautarlest. heitið til
Niðaróss (Þrándheims), og fór ég
hana í fylgd með Þorsteini Guð-
jónssyni. Lá leiðin fyrst nokkuö
til austurs. en síðan norður um
Heiðmörk, Upplönd og Guðbrands-
dal, og er land þetta að vísu
ásótt, en þó í heild sinni mikið
til flatt. Eru þarna víða miklir
skógar, en sums staðar akrar og
fögur byggð. í Guðbrandsdal, sem
mér virtist vera ekki sízt fjöl-
byggður, liggur stærsta stöðuvatn
Noregs, Mjösen, og fellur úr því
Lögurinn. Er vatn þetta geysi-
langt, svo að skipta mun
tugum kílómetra ekki allfá-
um, en breiddin er jnis-
jöfn og hvergi ýkjamikil.
Upp af Guðbrandsdal, sem er
þröngur innst, taka við heiðalönd
vaxin víði og birki, sem er lágvax-
ið og kræklótt eins og íslenzka
birkið. Vex það þar í allt að þús-
und metra hæð, og ályktaði ég það
af hæðamerkjum, sem sjá mátti
T ! M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
317