Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Page 6

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Page 6
/. þarna, hvar sem lestin stanzaði. Hærra en þetta virtist mér varla um annan gróður að ræða en mosa og skófir, nema á fíatlendi og í lægðum. Þar var held ég einhver víðigróður. Og einhvers staðar þarna sá ég hreindýrahóp, og styggðist hann lítið, þó að lestin brunaði þar hjá í ekki mikilli fjar- lægð. Leiðin frá Osló til Niðaróss var mér sögð vera 543 kílómetrar, en hjá Dumbási er það, að halla fer aftur norðvestur af. Fer landið þá að verða mishæðótt og hrikalegt, og hvarf lestin þar stundum inn f hamra og kom svo ef til vill aftur fram utan í hengiflugi ein- hvers gljúfurs. Var það í Uppdal, 'sem við komum fyrst aftur til byggða og sáum birkiskóg, og heit- ir Drífa sú á, sem eftir honum fellur. Norðar er Orkadalur, þá Sóknardalur og loks Gaulardalur, og rennur eftir honum áin Gaul, sem getið er um í sögu Hákonar Hlaðajarls. Mun sá dalur vera mestur og fjölbyggðastur þessara dala. Það stafar víst af því, að granítbergið er harðara en blágrýt- ið íslenzka, að skriðumyndanir eru þarna miklu minni en í hinum ís- lenzku fjallahlíðum, og þótti mér gaman að sjá í sumum bergveggj- um þarna, hvernig berglögin höfðu svignað og jafnvel undizt upp sums staðar, þegar fjöllin voru að myndast, en þau eru fell- ngafjöll, eins og kunnugt er, og agskipt á allt annan hátt og ógreinilegar en hraunlagafjöll. En þó að hér sé einungis um fornberg að ræða, meira e n hundraðfalt eldra en elzta blágrýti íslands, þá nátti þarna einnig sjá „ganga“ eða merki um sprungur, sem gos- grjót hafði þrengt sér upp í, eins og svo víða má sjá á íslandi. Fátt var það um byggð og bún- að, sem ég hafði getað gert mér grein fyrir í þessari ferð minni. Þó vil ég ekki láta þess ógetið, sem við veittum athygli þegar suð- ur í Guðbrandsdal, en það var ak- urlendi nokkurt, dökkt á að líta. Sýndist mér, sem ég þá naumast trúði, að þarna hefði kartöfluakur orðið fyrir næturfrosti, en komst síðar að, að svo hefði eii'imitt ver- ið. Varð mér þannig ljólft, að víð- ar en á íslandi geta áiík óhöpp komið fyrir og það jafnvel í hin- um hlýja ágústmánuði. í Uppdal og Orkadal vakti það furðu mína, hve btendabýlin sum standa þar utan í bröttum hlíðum. Að vísu er brattinn þarna yfirleitt miklu grónari en slíkur bratti get- ur verið á íslandi. En hvernig unnt væri að hafast nokkuð að utan í svona halla, gat ég ekki vel skilið, eða var þetta ef til vill eitthvað annað en bændabýli? Annað, sem vakti athygli mína í þessum döl- um, var litur nautgripanna, sem ég sá þar á beit. Austan fjalls og eins í Gaulardal og Þrændalögum annars staðar eru nautgripir marg ir með nokkuð öðrum hætti dumb- rauðir en á íslandi gerist, og hefur þó víst verið sannað, að kýrnar ís- lenzku eru af norskum stofni en ekki írskum. En í dölum þessum sýndust mér nálega allir nautgrip- ir vera hvíthryggjaðir, en svart- skellóttir á síðum eða yrjóttir. í Gaulardal og norðar voru það hin- ir bröttu og grasivöxnu hólar og ásar, sem ég einna bezt man eftir, og virtist mér sem engum vélum yrði komið við utan í þeim. Upp í hólkollunum sumum voru akxar, og einhvers staðar skammt þaðan, sem leið okkar lá, sá ég tvo eða þrjá kálfa eða vetrunga tjóðraða við staur utan í skógarjaðri nokkr- um, og benti það til takmarkaðs beitilands. Og nú var það að síð- ustu Niðarósborg, sem tók athygli mína, og hinn glampandi Þránd- heimsfjörður undir sólgylltum skýjum í vestri. Allt að tólf stundir munum við hafa setið í lestarklefanum, og þó ekki alveg hvíldarlaust eða án þess að koma út stöku sinnum, og vorum við því þreyttir orðnir, þeg- ar til Niðaróss kom. Var það því okkar fyrsta verk að fá gististað, sem við líka fengum í stærsta timburhúsi Noregs, að mér var sagt. Sváfum við þar vel, því að þarna var kyrrlátt umhverfi. Og nú var runninn upp hinn 27. ágúst með blíðviðri, svo að ekki var óálitlegt að litast um í borginni. Niðarós, sem okkur var sagður hafa um hundrað þúsund íbúa, er viðkunnanleg borg, og fannst mér, að auðveldara mundi vera að rata um hana en Reykjavík. Veldur þar nokkru, að landið er mishæðótt og í gegnum borgina rennur áin Nið. Ennfremur er það til bóta í þessu efni, að nokkur hluti hennar stend- ur á eyju, sem tengd er megiri- landinu nokkrum brúm, og varð mér nærri hverft við, er við eitt sinn stóðum við eina þeirra og hún reis upp frá miðju til beggja hliða til þess að hleypa skipi gegn- um sundið. Einn dag vorum við um kyrrt í Niðarósi, og þó ekki kyrrir, því að víða fórum við um. Komum við þar meðal annars í dómkirkj- una, sem byggð var á 12. og 13. öld, og flestir hinna fyrri biskupa íslenzkra voru vígðir í. Er hún stórsmíði mikið, hundrað metra löng og fimmtíu metra breið með háum turnum, og er stíllinn víst aðallega gotneskur, en þó að ein- hverju leyti rómverskur. Mikið er þar af líkneskjum úr steini og annað útflúr, og eru sumar líkn- eskjurnar fallegar í líkingu við grískt eða norrænt fólk. Sá ég þau mest í ýmsum afkimum kirkjunn- ar, og rákumst við í einum slík- um afkima á eitt, sem bar mjög af öllum öðrum, svo að okkur birti fyrir sjónum. Var það stór gipsmynd af hinum íslenzka Kristi Thorvaldsens, sem vitanlega var frá miklu seinni tíma en öll hin steinlíkneskin. Sýndist okkur eins og eitt hinna gömlu líkneskja benda á þennan íslenzka Krist sem boðbera ljóss og réttrar hugsunar. En táknrænt fannst okkur það, og í samræmi við margt það, sem ríkir, að á þessa Kristsmynd vant- aði hægri höndina. Hafði hún af einhverjum ástæðum brotnað af. Einhvern tíma dagsins brugðum við okkur norður á Hlaðir, sem Hákon jarl Sigurðsson var kénnd- ur við, og er þangað frá Niðarósi aðeins fárra kílómetra vegur. Er þar að vísu ekkert að sjá til minja um þann merkilega mann, sem átti fyrir niðja hið fríðasta fólk í Noregi. „Eigi er þat logit af yðr frændum, hversu fríðir menn þér eru sýnum“, sagði Ólafur Haralds- son við Hákon Eiríksson, þegar hinn fyrrnefndi hafði náð hinum síðarnefnda á vald sitt og átti kost á að láta taka hann af lífi. Virðist jafnvel sem hinn kaldrifjaði mað- ur, sem Ólafur konungur sýnist stundum hafa verið, hafi kveinkað sér við að láta fremja þann verkn- að á svo fríðum manni, sem Hákon sá var, og fórst honum þannig öðru vísi og miklu betur en nafna hans, Tryggvasyni, tuttugu árum áður, því að hann virðist hafa drepið Erlend Hákonarson mest vegna þess, hve forkunnarfríður Erlendur var. En í ánni Nið var það, sem þeir áttust við, ólafur Tryggvason og íslendingur sá, sem mannvænlegastur var síðar talinn 318 T 1 M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.