Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Side 9
ekki tllheyrði hann smáþjóð, eins
og Norðmenn nú eru, og þó ís-
lendingar ennþá fremur, og ekki
bera það lengur með sér, að sum-
ir Norðmenn og þó einkum íslend-
ingar munu hafa gert á tíundu
öld, eins og líka ýmsir Rómverjar
á dögum Sesars. Gat ég þess til,
að maður þessi væri Englending-
ur og afkomandi norrænna vík-
inga, því að þótt hið enska ríki
sé ekki lengur neitt Rómaveldi,
þá kynni þó þar hjá sumu fólki
eitthvað að eima eftir af því, sem
var fyrir hinar tvær Evrópustyrj-
aldir aldarinnar. Og þegar við svo
komuin í klefa þann, sem nafni
minn hafði útvegað okkur, þá hitt-
ist svo skrítilega á, að maður þessi
var þar fyrir, og varð hann því
klefafélagi okkar alla leið. Kom-
umst við þá að því, að hann var,
eins og ég hafði getið til, Englend-
ingur, og var á margan hátt gam-
an að kynnast honum. En merki-
legast við hann var það, sem
ástæða er til að setja í samband
við áhrif útlits hans, að hann var
samkvæmt sjálfs hans frásögu
gæddur hugboða- eða spágáfu, en
sú gáfa er það nú einmitt, sem
svo mjög þyrfti á þjóðernislegu
sjálfstrausti að halda. Eða hver
ætli saga hinna fornhebreksu spá-
manna hefði orðið, ef slíkt sjálfs-
traust hefði þar ekki verið til
staðar?
Eins og vikið var að í upphafi
þessa þáttar, þá var það naumast,
að ég tímdi að fara þessa Nor-
egsferð. Var ég því, stuttu áður en
ég lagði af stað, að ákveða það
með sjálfum mér að eyða ekki
lengri tíma í hana en svo sem
tveimur vikum, og sýnir það ætt-
lerahátt minn, því að ekki hefði
Egill og aðrir forfeður fyrir níu
til tíu öldum hugsað þannig. En
þegar af stað var komið, mun
þessi smábóndahyggja og tveggja
vikna ákvörðun hafa fokið út í
veður og vind. Og þegar loks kom
að þeim degi, sem við ákváðum
að halda aftur heimleiðis eftir sex
vikna dvöl í Noregi og einum degi
betur, þá var ég jafnvei tregur til
að koma mér af stað. Hefði ég þá
vel getað hugsað mér að dveljast
þarna vetrarlangt eða lengur, og
má af því ráða, hversu ég undi
mér. En þó kann þarna að auki
nokkuð annað hafa komið til
greina. — Ég hef stundum reynt
það, hve afturdrægar vanrækslu-
syndir eru, eða að hafa á vitund-
inni það, að hafa á einhvem hátt
leift af getu minni. Og hér var
nokkuð, sem mér fannst ég hafa
vanrækt og þar af leiðandi ekki
fært mér þessa dvöl í nyt eins og
mátt hefði. Ég hafði vanrækt það
nálega alveg að verða norsktal-
andi, og var þarna því ámóta
ómálga við burtförina og þegar ég
kom. En þrátt fyrir þetta skildi
þó ferðin eftir hjá mér það, sem
hér hefur þegar verið rakin og
meira til, og skal nú enn víkja að
einhverju slíku fremur en hinu,
sem ekki varð.
Fyrst eftir heimkomuna að norð
an hafði ég fremur hægt um mig
í Osló. íslendingur, sem langdvöl-
um hafði verið 1 Noregi, sagði
mér, eftir að ég kom heim, að
fólki væri gjarnt til að kvefast,
sem ferðazt hefði þá leið, sem við
nafnar hefðum nú farið, og taldi
hann orsökina vera ólíkt loftslag
austan fjalls og vestan. Og þetta
er nú einmitt það, sem mér
reyndist. Eftir að suður kom, var
ég nokkra daga slæmur af kvefi,
þó að ekki væri það neitt alvar-
lega, enda fór ég nú stundum að
taka mér alllangar göngur um
suma hluta borgarinnar og út fyr-
ir liana stundum. Fór ég jafnvel
að festa nokkra tryggð við suma
staði og götur, sem ég heimsótti
nærri daglega. Man ég bezt eftir
Sognvegi, sem við bjuggum við og
liggur frá suðri til norðurs, Norð-
bergsvegi, skemmtilegri götu
vegna fjölbreytts landslags, og lá
hún í austur, og Bröttuhlíðum,
sem ekki var síður fjölbreytileg
vegna bratta síns og hálfgerðs
klungurs. Fyrir neðan þá götu var
allvíðáttumikil, grasivaxin slétta,
og sat ég þar stundum, því að
hvarvetna á slíkum stöðum eru
bekkir til að sitja á.
Norðvestur af heimkynni okkar og
talsverðan spöl utan við borgina
man ég sérstaklega eftir bjarka-
lundi einum, sem heillaði mig.
Voru það nokkrar bjarkir í þyrp-
ingu, háar og beinvaxnar, sem
báru laufgreinar sínar uppi af mik
illi tign. Fannst mér alltaf, þegar
ég horfði á þennan bjarkalund, að
ég væri þar að horfa á draumsýn,
sem einhvern tíma hefði borið fyr-
ir mig áður, og er ekki heldur
óhugsandi, að svo hafi raunveru-
lega verið. Einhver Norðmaður,
sem verið hefði að virða fyrir sér
þennan lund einhvern sumarmorg-
un, getur vel hafa orðið mér
draumgjafi, meðan ég svaf mina
síðnæturblund heima á íslandi, og
þykir mér þó hitt líklegra, að
daumsýn mín hafi verið lengra að
komin, þó að bjarkalundur þessi
minnti mig á hana.
Og ein var sú hæð í norðaustri,
nokkuð langt frá heimkynni mínu,
sem ég horfði gjarnan til, þegar
sól fór til vesturs, því að hún
roðnaði þá stundum svo fagurlega.
En þó var það ekki nema í eitt
skipti, að ég gekk þangað alla leið, •
og skrifaði ég þá þetta í dagbók
mína:
„Eg sit hér á brattri brekku-
brún móti austri. En þar fyrir neð-
an mig í nokkuð kröppum dal
Maríudal, eru nokkur stórhýsi.
Gegnt mér blasir við brött hlíð
móti vestri, og rís hún allmiklu
hærra en brekkubrúnin, þar sem
ég sit. í hlíð þessari sé ég mörg
hús, og eru sum stór, en þar fyr-
ir ofan er skógur, ýmist dökk-
grænt barr eða haustbleik lauftré.
Efst er trjágróðurinn strjáll. Suð-
vestast er hlíð þessi mjög brött og
blasa þar við hamrar, og' eru þó
sums staðar byggingar og trjágróð
ur. Þar fyrir neðan í dalbotninum
sé ég bleika akra og slegin tún.
TJpp af hlíð þessari er hæðarkoll-
ur, lítt byggður, en þó sé ég ali-
mikið stórhýsi eitt bera þar við
loft efst uppi, og veit ég ekki,
hvers konar hús það er. Ekki sé
ég þaðan, sem ég sit, neinn veg
liggja upp á hæð þessa. Og nú
kemur til mín lítil stúlka, þangað
sem ég sit, og horfir á mig dálít-
ið forvitnislega. Hún fer ekki, og
loks yrðir hún eitthvað á mig, og
verður þó lítið úr samtali. Ég segi
henni, að ég eigi heima mjög langt
í burtu — að ég sé íslendingur
og kunni illa að tala norsku. Loks
kveð ég hana og sný heimleiðis.“
Einhvers staðar mun Jón bisk-
up Vídalín komsta þannig að orði,
að maðurinn sé hið ypparlegasta
alls á jörðinni, og er það í sam-
ræmi við, að mest augnayndi alls
þess, sem fyrir mig bar í Osló, svo
sem reyndar annars staðar, var
æskan og bernskan. Tímum sam-
an rápaði ég þar um götur, mest
til þess að virða fyrir mér ungu
stúlkurnar og þó ekki síður
bernskufa, því að þar er fegurð-
in allra ferskust og bendir bezt
tii þess, sem verða mætti. Hygg
ég, að listamaðurinn, Bertel Thor-
valdsen, hafi verið flestum eða öll-
Framhald á 334. síðu.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
321