Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Síða 10
Hinn 19. febrúar síðastliðlnn
andaðist í Reykjavík Þorgeir
Sveinbjarnarson skáld, sextíu
og fimm ára að aldri. Þorgeir
var Borgfirðingur að uppruna,
íþróttakennari að mennt og
stundaði kennslu í þeirri grein
að Laugum í Þingeyjarsýslu í
hálfan annan áratug. Árið 1945
gerðist hann forstjóri Sundhall-
arinnar í Reykjavík og gegndi
því starfi til æviloka. — Þorgeir
mun hafa fengizt við skáldskap
frá æskuárum, en tók ekki að
Vísur Bergþóru eru ekki með
neinum byrjandabrag. Hér
kvaddi sér hljóðs skáld sem
hafði þroskað ijóðgáfu sína til
hlítar í kyrrþey. Bókin
sýnir býsna gott vald höfundar
á listrænni tækni í meðferð
máls. Hún vakti ekki sízt at-
hygli vegna ljóðformsins sem er
nokkuð sérkennilegt, því að þar
mætast hefðbundinn bragur og
frjálsleg nýstefna. Menn þóttust
eygja hér æskilegan meðalveg,
Aí Hfa steiainn
leggja markvissa rækt við hann
fyrr en eftir lát konu sinnar,
Bergþóru Davíðsdóttur, árið
1952. Fyrstu Ijóðabók sína
nefndi hann einmitt Vísur Berg-
þóru, og kom hún út 1955, þeg-
ar skáldið stóð á fimmtugu. Tíu
árum síðar kom önnur ljóðabók
frá hendi Þorgeirs, Vísur um
drauminn. Skömmu fyrir andlát
sitt hafði hann gengið frá
handriti þriðju bókarinnar sem
nefnist Vísur jarðarinnar, og
kemur hún væntanlega út á
þessu ári. Þá verður fyrst unnt
að leggja fullt mat á framlag
Þorgeirs Sveinbjarnarsonar til
íslenzkrar ljóðlistar. En bækur
hans tvær leiða í ljós að hann
var á ýmsa lund merkilegt og
sérstætt skáld sem verðskuldar
fyllstu athýgli. Vart er að efa
að Vísur jarðarinnar n7 uni stað-
festa þá hiðurstöðu, og er fagn-
aðarefni áð skáldinu skyldi
auðnast að leggja á þær síðustu
hönd.
og slíkt viðhorf féll í góðan
jarðveg um þær mundir: sama
ár og bók Þorgeirs birtist kom
Kvæðabók Hannesar Pétursson-
ar, og þar var farin áþekk leið
í ljóðformi.
Af Vísum Bergþóru er ljóst
að hefðin á sterk ítök í Þorgeiri
sem vænta má af aldri hans.
En bókin hefði varla sætt tíðind
um ef hann færði sér ekki í nyt
þá^möguleika sem felast í frjáls-
um stíl yngri skálda. Ljóðið er
ekki skorðað föstu rími og brag-
línulengd, með hvort tveggja er
frjálslega farið en ljóðstafasetn-
ingu hvarvetna beitt. Mestu
skiptir vitanlega að Þorgeir
Sveinbjarnarson er einkar per-
sónulegt skáld í Vísum Berg-
þóru, hefur náð tökum á þeim
áslætti máls sem ekki er af
hljómborði neins annars:
Hún býr hérna skófin.
Hún kjáir við klettinn
og karpar við mosann.
Okkar skógur er fjalldrapinn,
skakkur af því
að skjóta herðum í rosann.
Af þessu dæmi sést hve nátt-
úran er Þorgeiri eðlileg og nær-
tæk viðmiðun. Segja má að
bækur hans séu samfellt nátt-
úruljóð. Þangað er sótt kveikja
ljóðmáls og líkinga: af landinu,
sveitinni með víða sýn til hafs
og heiða tekur skáldið jafnan
mið. Þorgeir beitir því stíl-
bragði flestum skáldum meira
að persónugera náttúru og um-
hverfi. í ofanskráðu dæmi skýt-
ur fjalldrapinn herðum í ros-
ann. Nýstárleg tengsl hugmynda
og ferska meðferð máls er víða
að finna í bókum Þorgeirs. Þær
eru vitnisburður um frumlega
sýn til umhverfis og jafnframt
um það hve innilegt getur orð-
ið sambýli manns og lands.
Víða í Vísum Bergþóru er
hlýleg kímni, kaldhæðni bregð-
ur varla fyrir. Kímni skáldsins
birtist helzt í fimlegri málnotk-
un sem nefnt var: hnyttin með-
ferð vanabundinna orðtaka
verður einatt kímileg og kemur
lesandanum á óvart. Tök skálds-
ins eru í senn frjálsleg, hófsöm
og örugg:
Vorið
sínum laufsprota
á ljórann ber.
Ég fer
á fund við ástina
í fylgd með þér
og er
aldrei síðan
með sjálfum mér.
Þrátt fyrir glettnislegt yfir-
bragð í Vísum Bergþóru er und-
irtónn ljóðanna af streng harms
og trega. Hér yrkir maður sem
hefur setið í myrkri, þolað von-
322
ItMlNN
SUNNUDAGSBLAÐ