Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Qupperneq 11
svik og mótgang. Sú lífsreynsla
gefur bók hans fyllingu. Glæst-
ar vonir æskumanns hrekjast
staðfestulausar í sviptibyljum
áranna: efnd fyrirheitsins verð-
ur oft hryggilega smábrotin hjá
liugsjóninni:
Ég lagði reiðing á minn
óskadraum,
og ekkert kemst hann
nema lestaganginn.
Draumurinn er Þorgeiri
Sveinbiarnarsyni hugleikið við-
fangsefni, og því ber önnur bók
hans heitið Vísur um drauminn.
Hún þykir mér á flestan liátt
veigameira verk en hin fyrri.
Nú ber að vísu minna á
kímm skáldsins og leik að orð-
um og hugmyndum. Form þess-
arar hókar er nútímalegra en í
Vísum Beruþóru, og enn meira
agað. Þorgeir hefur nú sveigt
ljóðstí! sinn undir listræn mark-
mið. og lætirr sér ekki lynda að
kveða fimlega fyrir íþróttar
sakir eins og stundum áður.
Hann fvlgir fram stefnu sinni í
Vísum Bergþóru, en Vísur um
drauminn eru augljóslega nýr
áfangi á skáldferli hans. Bókin
ber vott um ærinn hæfileika til
endurnýjunar og þrotlausa
ástundun skáldskapar. Og nú
færist skáldið stærri viðfangs-
efni í fang en áður. í þessari bók
eru tveir ljóðaflokkar, Landslag
og Kiarvalsstemma Hinn fyrr-
nefndi er stærsta verk Þorgeirs
sem enn hefur birzt og ort af
kunnáttu og miklum stórhug.
Hér er reynr að orða algilda
sköpunarsögu lands og þióðar
í einföldu Hóðmáli en þó ærið
djúnu og margræðu. Flokkur
þessi er mjög eftirtektarverður
og víða fagurlega kveðinn, tii að
mynda er málsmeðferð skálds-
ins hvergi glæsilegri. Þó hefur
Þorgeir naumast ætlað sér af í
þessu verki. Á ljóðmálið er lagt
meira en það rís undir svo vel
sé: hugmyndir og tilvísanir eru
margslungnari en svo að öllu
verði til skila haldið. En vissu-
lega er Landslag metnaðarfull
tllraun og geymir mikla skáld-
lega fegurð. — Kjarvalsstemma
er einfaldari í sniðum og lánast
að því skapi betur. Hin indæla
náttúrumynd skáldsins lifnar
fyrir hugarsjónum lesanda: hér
njóta sín beztu kostir Þorgeirií.
Vísur um drauminn túlka
glögglega lífsskoðun skáldsins:
eins og í öðrum góðum skáld-
skap er persónuleiki höfundar
að baki ljóðanna auðgreindur.
Og Þorgeir lætur dýpstu sann-
færingu sína uppi í ljóði. 1
kvæðinu Hvítt myrkur er greint
frá manni sem vildi finna hjarta
sínu hlé, — og hann reisti veg-
legt hús með hlýja veggi og
ríka glugga:
Um hvítar stofur reika
hvítir skuggar.
Skyldi þér takast
að lifa steininn,
lyfta draurn þínum
yfir þakið?
Draumur mannsins, hver er
hann? Þeirri spurningu má
svara á margan hátt eftir lífs-
viðhorfi hvers og eins, en svar
Þorgeirs er hiklaust og opin-
skátt: Draumur mannsins er
vaxinn af rót trúarinnar. Trú-
arlegt viðhorf skáldsins kemur
hér hvarvetna í ljós, og dylst
engum að það er hið dýpsta og
persónulegasta mark í lífi hans
og list. Gleggst birtist það ef til
vill í Ijóðinu Að velja manninn:
Maðurinn eða Kristur, hið for-
gengilega og eilífa Kristur er
hinn frumlægi guðdómsneisti í
manninum:
Hann er löngun þyrstra
eftir vatninu.
Kristur er ástin,
draumur mannsins.
Að velja manninn
er að hafna
draumi hans.
Þessi boðskapur verður ekk-
ert tildur í Ijóðúm Þorgeirs,
glamuryrtur predikari verður
hann aldrei. Til þess er hann of
Þorgeir Sveinbjarnarson.
heilstevptur og gáfaður lista-
maður. Trúarþörf sína og him-
inþrá er skáldeðli hans nauð-
syn að leggja rækt við, og liann
er ekki slíkur að hann bregðist
s.iálfum sér né því sem honum
er til trúað. Engin svik verða
fundin í munni þess manns sem
yrkir eins og skáld draumsins.
Skáldferill Þorgeirs Svein-
bjarnarsonar varð ekki langur,
aðeins rúm fimmtán ár. Á þeim
tíma skilaði hann þó verki sem
ekki verður framhjá gengið þeg
ar meta skal íslenzka ljóðlist
síðustu áratuga. Þorgeir hafði
margt það til brunns að bera
sem gerði hann að góðum
verkamanni í víngarði skáld-
skapar: smekkvísi, kunnáttu og
formskyn sem hann agaði til
fullnustu. Beztu ljóð hans
geyma ósvikinn lýrískan seið er
ekki gleymist. Meiru varðar þó
djúpskyggni og heiðríkja and-
ans sem Ijóð hans eru til vitnis
um. í skáldskap Þorgeirs er sið-
ferðileg alvara sem nær tökum
á hug lesandans, — og slíkt er
fáum skáldum hent. Þorgeiri
Sveinbjarnarsyni auðnaðist að
lyfta draumi sinum yfir þakið,
— gefa hlutdeild í honum öll-
um þeim sem vilja leggja hlust-
ir við góðum skáldskap.
Gunnar Stefánsson.
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
323