Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Page 12
'i Grein sú, >em hér birtist, er tekin úr riti því, sem íslenzkir háskúiastúdent-
ar í Skctiandi gefa út. Höfundorinn, John Simpson, kennir skozku sögu i
Edinborgsrháskóla og hefur unnið að rannsóknum á menningartengslum
Skota og Norðurlandabúa á siðari öldum. Hér er meðal annars vikið að
skáldskap Walters Scotts, en eins og kunnugt er varð hann fyrir miklum
áhrifum af forníslenzkum békmenntum. Á hinn bóginn gætti áhrifa hans
aftur hérlendis eins og ráða má af skáldsögum Jóns Thoroddsens — braut-
ryðjandans í ísfenzkri sagnagerð á síðari tímum.
JOHN SIMPSON:
ÍLEITAÐ BLÓÐ-
ÞYRSTUM VÍKINGUM
immmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmammmmmmmmmmm
Mönnum hættir ávallt við að mis
skilja framandi tungur og jafnvel
torknnnileg afbrigði af móðurmál-
inu, eins og margar skrýtlur sýna.
Ýmsir rithöfundar vilja endur-
vekja skozka tungu með því að
nota mállýzkur, sem emn eru við
lýði í Skotl.andi, og orð, sem nú
teljasí úrelt. Á marga lund er
hægt að bera þá saman við ívar
Aasen, sem hratt nýnorskunni af
stað. Skotar voru eitt sinn við öl-
teiti á drykkjukrá og ræddu sín
á milli á skozku. Er þeir höfðu
tænvt glösin, báðu þeir um some
mair í staðinn fyrir some more, á
enska vísu, en þjónninn flýtti sér
að opna alla >glugga, því hann hélt,
að þeir þyrftu some air.
En jafnvel þótt einstök orð féu
rétt þýdd, getur það komið fyrir,
að það, >sem felst í einstakri setn-
ingu á erlendu máli, sé rangtúlk-
að, og öllu fremur á þetta við um
heil kvæði og sögur. Snjall þýð-
andi getur komizt mjög nálægt
andamum í útlendu bókmennta-
verki. En hvað gerist, þegar rithöf-
undur, sem skortir sérþekkingu á
erlendum tungumálum, fer að
fræðast um bókmenntir framandi
þjóðar og verður gripinn eldlegum
áhuga? Til áhuga hans liiggja sér-
stakar, persónulegar ástæður: Iðu-
lega mun hann skynja, eimis og rit-
höfundum er títt, að það, sem
áhuga hans vekur, geti orðið hon-
um efniviður í ný verk. Skáldinu
Ezra Pound hefur verið álasað fyr-
ir margt — meðal annars það, að
víðfeðm þekking hans á erlendum
tungumálum og sögu mannkyns
birtist í verkum hans líkt og í spé-
spegli. Ég er þeirrar skoðunar, að
það sé næsta óréttlátt að lasta höf-
und fagurbókmennta fyrir þetta.
Hlutverk skáldsins er frábrugðið
hlutverki þýðandans. Það er lofs-
vert, ef skáld notar erlendar bók-
menntir sem kveikju til sjálfstæðr-
ar listsköpunar.
Sem gott dæmi um bókmennta
legan misskilning myndu margir
nefna meðferð rómantískra höf-
unda á siðari hluta átjándu aldar
og fyrri hluta nítjándu aldar á
norrænum miðaldabókmenntum.
Þessir höfundar hrifust af öllum
þeim bókmenntum, sem framand-
legar virtust, og sóttu yrkisefni til
fjarlægra Aust>urlanda, norður-
slóða og fyrri alda — og stundum
reri sami maður á fleiri en eitt
Mið. Skotar hrifust engu síður
en Englendingar af því, sem þeir
litu á sem annarlegt í fornnorræn-
um bókmenntum. Þar eð þeir litu
á bókmenmtir þessar sem fram-
andi fyrirbæri, kærðu mangir
þeirra sig ekki um að vita (og ef
til vill vissu margir þeirra ekki), að
enn mátti finna leifar „dan-skrar
tumgu“, sem víkingar höfðu forð-
um flutt með sér yfir hafið, mjög
nálægt meginlandi Skotlands. Hér
er átt við Orkneyjar og Hjaltland,
þar sem enn var við lýði fjöldi
orða úr tungu þeirri, sem nefnd-
ist Orkney Norn og Shetland Norn
— orkneyska og hjaltlenzka —
og enn lifðu nokkur kvæði
á þessu máli.
Eitt af því, sem stuðlaði mest
að áhuga brezkra lesenda á forn-
norrænum bókmenntum, voru tvö
ljóð eftir Thomas Gray, sem voru
ort eftir fornnorrænum fyrirmynd
um og komu út 1768. Annað var
The Fatal Sisters (Örlaganornirn-
ar), byggt á Darraðarljóði. Presfur
no'kkur, sem átti eintak af þessu
Ijóði Grays, las það fyrir gamalt
fólk í Rínansey í Orkneyjum. Fólk-
ið sagðist þekkja þetta ljóð á sínu
eigin máli og oft hafa sungið það
fyrir prestinn, þegar hann bað um
að fá að heyra gamla söngva. Það
kallaði kvæðið The Magicians eða
The Enchantresses (Töframenn-
irnir/Seiðkon>urnar).
Þessi áhuigi bókmenntamanna á
fornnorrænum bókmenntum
grundvallaðist sjaldnast á þekk-
ingu á „danskri tungu“ að fornu.
Enn sjaldgæfara var, að þeir
skildu allt, sem þeir lásu eða létu
lesa fyrir sig. Þeir gerðu sér ein-
hliða og stundum alrangar hug-
myndir um þjóðfélagshætti, þar
sem þessar bókmenntir höfðu orð-
ið til. Rithöfundar á dögum róm-
antísiku stefnunnar héldu flestir,
að þjóðfélag það, sem fæddi af
sér fornkeltneskar bókmenntir,
hefði eingöngu verið samsett af
skáldum sem sátu í steypiregni
undir feysknum trjám og fóru
með harmatölur um tapaðar orr-
ustur og ástmeyjar, sem lát-
izt höfðu eða horfið á braut.
Á sama hátt ímynduðu menn
sér , að allir norrænir menn
til forna hefðu verið grimm-
ir víkingar, sem óttuðust ekkert
og allra sízt dauðann og skemmtu
sér bezt við að drekka mjöð úr
hauskúpum óvina sinna. í báðum
tilvikum var um að ræða rangan
skilining á fornum bókmenntum.
Vitaskuld var þetta ekki í fyrsta
skipti, sem fræðimenn hrifust af
viðhorfi norrænna manna til dauð-
ans, sem virtist einkennast af
skeytingarleysi. Danski læknirinn
og rithöfunduriin.n Thomas Bart-
holin, sem uppi var á seytjándu
öld, er gott dæmi um slíka menn.
En hin skinumskælda mynd róm-
antísku stefnunnar af blóðþyirstum
324
* * M I N N — SUNNUDAGSBÞAÐ