Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Qupperneq 13
víkinigum varð til vegna þess, að
menn léíoi heillast af einu kvæði,
Loðbrókao'kviðu eða Krákumálum.
Nú má spyrja: hvers vegna höfð-
aði mynd hins bióðþyrsta víkings,
sem kann ekki að hræðast, svo
mjög til rithöfunda á þessu tíma-
skeiði, eins og fram kom í verk-
um þeirra? Þeir virðast hafa þurft
á slíkri hetjumynd að halda. Hefðu
þeir ekki talið sig hafa fumdið
hana í fornnorrænum bókmennt-
um, hefðu þeir þurft að finna hana
annars staðar eða búa hana til.
Hugsanlegt er, að jafnskjótt og sú
tegund átjándualdar bókmennta,
er lofaði skynsemina umfram aðra
mannlega eiginleika, var ekiki leng-
ur í tízku, og er skáld tóku aftur
að fjalla opinská't um hinar ofsa-
fengnari tilfinningar manina og
ástríður, hafi það verið nauðsyn-
legt að fara ránshendi um bók-
menntir fyrri alda og annarra
landa til þess að finna persónu-
gerving hinna taumlausu ástríðna.
þessu hkitverki gat hinn blóð-
þyrsti víkingur gegnt. Við getum
fundið jafnvel enn einkennilegra
dæmi um þetta með því að skyggn-
ast um í samtímanum. Hetjum í
njósnasögum, James Bond og hans
líkum, er ætlað að líkjast raun-
verulegum njósnurum—nútíma-
njósnurum, ekki gamaldags spæj-
urum. En hver, sem hefur minnstu
þekkingu á njósnurum á alþjóða-
vettvangi, veit, að allajafna eru
njósnarar hlægilegir og meðaumk-
unarverðir, eftir því hvernig á
málin er litið. Ef til vill gegnir
sama máli um Janies Bond, en ég
efast um, að sú hafi verið ætlun
Ians Flemmings, eða að þeir, sem
lesa Bond eða sjá Bond-myndir,
líti á hann sem trúð. Af einhverj-
um ástæðum þykir rómantískur
njósnari girnileg persóna til fyrir-
myndar.
Það er ómaksins vert að íthuga,
hvernig liugmyndin um hinn blóð
þyrsta víking birtist í verk-
um Sir Walters Scotts. Hann hefði
mikinm áhuga á fornnorrænum
bókmenntum, aliar götur frá því
hann var stúdent við Edinborgar-
háskóla, og má oft sjá merki þess
í verkum hans. Scott var snjallari
en sumir þeir höfundar, sem urðu
fyrir áhrifum af ríkjandi áhuga á
fornnorrænum bókmenntum, og
komst nær því en ýmsiir aðrir að
kynnast þeim milliliðalaust. Á
unga aidri færði hann rúnastafróf-
ið inn í minmisbók, sem enn er til.
En í Ijóðinu Harold the Dauntless
(Haraldur hugdjarfi), sem prentað
var árið 1&17, kemur söguhetjan
fram sem einhver grimmúðugasti
víkingur, sem um getur í bók-
memntasögunni. Haraldur segir
um sjálfan sig:
An infant, was taug to clasp
hands and shout,
From the tops of the tower
when the flames had broke out:
In the blood of slain foemen
my finger to dip,
And tinge with its purple
my cheek and my lip.
Af þessu kynni einhver að draga
þá ályktun, að Scott hafi kunnað
hið bezta við víkinginn grimm-
lundaða sem persónu í skáldskap
©g búizt við, að lesendur hans
væru sama sinnis — einnig, að
hann hafi ekki haft neinar áhyggj-
ur af þvi, hvort menn á borð
við Harald hugdjarfa hefðu í raun-
réttri nokkru sinni verið uppi. En
þessi skoðun fær naumast staðizt.
T I IVI I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
325