Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Qupperneq 18
hvernig þetta liti út á pappírunum. Bezta citgerðin var verðlaunuð með kvæðabók Jónasar Hallgríms- sonar. — Og bréfið hennar Bíbíar dæmdist bezta ritgerðin. Nú vona ég, að frómur lesandi hneyk'slist ekki mjög mikið á þess- ari skemmtilegu ritgerð, heldur han nokkurt gaman af — og geti or' ð mér sammála um forvitni- legt gildi hennar fyrir þá, sem komnir eru um og yfir miðian ald- ur, en hafa ekki haft ájtæður til að fylgjast með leik hinna ungu — og siái, að algerlega er ástæðu- laust að telja þetta tilræði til „ást- kæra vihýra málið“. Hér er aðeins urn að ræða æskuglettni til að lífga unn á tilbrovtingarleysi daffanna á bví æviskeiði. sem nútíminn nefn- ir ♦áningaárin“ og geta stundum svo erfið. Ekki er mér kunnugt um, hvort unvt fólk notar þetta táningamál almennt í samræðum sín á milli — ég efast mjög um það, en hitt veit ég, að lítt er skringiyrðum þessum flíkað við fullorðið fólk í daglegu tali nema þá einstaka „geggjuðu“ orði til gamans, er þá stundina er mest í tízku — enda fljótlega þýtt — með brosi á vör — á skiljanlegt mál. Páll postuli segir einhvers stað- ar í bréfi sínu til þeirra Korintu- manna: „Allt er mér leyfilegt, en ekki allt gagnlegt“. Þau lífssann- indi hygg ég, að íslenzkt æskufólk gæti haft fyrir einkunnarorð sín, þótt. eigi kunni það kannski orða- lag Páls. Greindasti hluti æsku- fólksins, og sem betur fer er sá hópur ósmár, kann áreiðanlepa að velia og hafna — þótt því sé vissu- lega „allt leyfilegt" — en fannst okkur það ekki einnig. þegar við vorum á þeirra aldri? Ég sé enga ástæðu til óánægju, hræðslu eða hnevkslunar. Til að geta notið bréfsins henn- ar Bíbíar okkar, hygg ég, að nauð- synlegt reynist fyrir marga að leita að nokkrum orðum í orðasafninu, sem birt er hér á eftir. Með það í huga, sem ég hef áð- ur sagt, vona ,ég, að óhætt sé að óska lesendum góðrar skemmtun- ar, fullviss um það, að unga fólk- ið man vel orð Jónasar: „Móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita“. aðalbossinn átta gata tryllitæki blesspartý bokka búddí bræt bæ-bæ draumur fjósamannsins franskbrauð fúlbakk geggjað geim grillað (um lík) grilluð gæi halló hallæri (hann/ hún er í hallæri) hasakroppur hrærivél húkka ímbakassi imbi kaggi kjúdí lummó lepja mosaskítur mannsveskja ókey partý plantað (um lík) plísari púkó rúgbrauð sexí séns skellinaðra skjáta skutla skvísa slumsí smúkker smækó sneddí spanjóla splæsa spæla spældur stuð (að vera í stuði) stæla stælgæ stæll sveitó tékka tíba (típa?) tíbó tjúllaður trog trefjaplastdós tryllitæki túttur töff — foringinn, aðalkrakkinn 1 hópnum — átta strokka bíll — jarðarför (kveðjuathöfn) — áfengisflaska — fallegur — sniðugur — bless — Trabant-bíll — Folksvagn-bíll — (vera hafður) útundan — ofsalegt, stórkostlegt, ákaflega skemmtilegt eða fallegt — samkvæmi — brennt — vonsvikin, móðguð — unglingur á kynþroskaskeiði, táningur (strákur) — asnalegur — vantar stelpu (strák) að vera með — glæsilegur konulíkami — Skóda-bíll — ná í (stúlku) — sjónvarp — fáviti, bjáni, asni — stór, fallegur amerískur bíll — fallegt — asnalegur, leiðinlegur — drekka áfengi — Moskóvits-bíll — bjáni, fífl — allt í lagi — samkvæmi — grafið — lögregluþjónn — asnalegt — sendiferðar-Fólksvagn — falleg, girnileg — tækifæri (að vera með stelpu eða strák) — Saab-bíll — stelpa — stelpa — stelpa, stúlka — púkalegur — falleg-(ur) — fallegt — sniðugt — alpahúfa — gefa, borga fyrir — yfirvinna í orðræðu — vonsvikinn — að vera í mjög góðu skapi til að gera e-ð — vera rogginn, apa eftir — tízkubúinn strákur — tízka — gamaldags, ófínn — athuga vel — mikið máluð stelpa — púkalegt, leiðinlegt, neyðarlegt — bandvitlaus — bíll — Trabant-bíll — bíll — lélegir hjólbarðar — fallegur, velbúinn strákur 330 TlNINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.