Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Blaðsíða 21
ir, að portúgalski herinn í Mós-
ambik sé búinn suður-afrískum
skotvopnum og suður-afrískar
þyrlur aðstoði hann. Síðastliðið
haust tók höfuðsmaðurinn þátt
í herför til Norður-Mósambik, og
var þeim leiðangri lýst svo 1
fréttum, að hann hefði „borið
tilætlaðan árangur“. Höfuðs-
maðurinn sagði, að þetta hefði
þó verið hin mesta hrakför og
margir Portúgalar fallið á und-
anhaldinu.
★
í heimsstyrjöldinni síðari
fylltu nazistar saltnámu í
grennd við Salzburg af lista-
verkum, forngripum, bókum,
handritum og mörgum öðrum
fáséðum munum, er þeir höfðu
stolið síða um lönd. Bandarísk-
ur herflokkur fann munina og
flutti þá til Múnchen, þar sem
fljótlega var byrjað að skila því,
er eigendur fundust að. Eftir
mörg ár voru um átta þúsund
listaverk send til Austurrík-
is, þar sem þau hafa síðan verið
geymd í klaustri í Mauerbach.
Frestur sá, sem eigendunum
veittist til þess að gera tilkall
til þessara muna, rann út um
síðustu áramót, og nú er fjár-
málaráðuneytið austurríska að
ganga endanlega frá því, hvaða
kröfur verða teknar til greina.
★
Mikil ólga hefur verið meðal
bænda í Evrópulöndum í vetur,
og hafa þeir víðar látið til sín
taka en í Brússel á dögunum.
Nokkru áður héldu sextíu þús-
und þýzkra bænda til Bonn til
þess að minna á tilveru sína.
Fylltu þeir átta hundrað lang-
ferðabíla og átta aukalestir, auk
þess sem mikill fjöldi bænda
kom til höfuðborgarinnar á ým-
iss konar faratækjum öðrum.
Héldu þeir beina leið til aðal-
torgsins í miðborginni, þar sem
þeir fylktu sér um líkkistu, sem
þeir höfðu meðferðis, neðan við
ráðhúsþrepin, hófu upp þúsund
ir spjalda með áletrunum af
ýmsu tagi, sungu söngva, hróp-
uðu vígorð og sprengdu kín-
verja. Þúsundraddaður talkór
flutti ávarp bændanna. Að
þrem stundum liðnum tók for-
ingi þeirra, Heereman von Zu-
ydtwyck, til máls, en að því
búnu fóru bændur í flokkum
um borgina með kröfuspjöld
sín.
Orsök þessa ' er óánægia
bændanna með kjör sín og mis-
munun, sem þeir eru beittir.
Nefndi Heereman von Zuyd-
wick til dæmis, að verð á hveiti
hefði verið 3,6% lægra í des-
ember 1970 en ári fyrr, en eigi
að síður hefði brauð verið 8—
10% dýrara, og verð það, sem
bændur fá fyrir svínakjöt hafi
fallið um 23%, en söluverð í
búðum haldizt óbreytt. Hinn
sameiginlegi Evrópumarkaður
hefði enga leikið jafngrátt og
bændur, og þess sæjust" hvergi
merki, að neinn bæri hag þeirra
fyrir brjósti.
Við fjöldafundina í Bonn brá
svo við, að- málstað þeirra var
lýst í blöðum, útvarpi og sjón-
varpi, þótt varla hefði verið á
erfiðleika þeirra minnzt í fjöl-
boðum fram að því.
★
Árið 1950 sáðu Svíar rúgi í
hundrað þúsund hektra, en ár-
ið 1965 voru rúgakrarnir ekki
orðnir nema 35 þúsund hektar-
ar. Síðan hefur rúgræktin geng-
ið saman ár hvert, þar til nú,
að meira verður sáð af rúgi en
áður. Orsökin er sú, að í jurta-
kynbótastöðinni í Svalöv hefur
tekizt að búa til nýtt afbrigði
af rúgi, sem þolir votviðri og
storma miklu betur en hin
eldri afbrigði og skemmist síð-
ur af völdum sveppa/ Þetta af-
brigði er nefnt Ótelló, og hefur
tekið tólf ár að rækta það. Tal-
ið er, að það geti staðið tveim
vikum lengur á ökrunum held-
ur en annar rúgur, án þess að
skemmast.
★
í Norður-írlandi eru til lög
frá árinu 1922, sem heimila lög-
regluaðgerðir, er um flest eru
keimlíkar aðferðum þeim, sem
hin ofstækisfulla Suður-
Afríkustjórn beitir gegn
blökkumönnum. Hermenn og
lögregluþjónar geta komið um
miðja nótt, tekið fólk höndum
og lokað það inni í fangahúðum.
án nokkurrar rannsóknar eða
ákæru, og haldið því þar árum
saman. Slíkum aðíerðum var
bsitt gegn kaþólsku fólki á
Norður-írlandi ailt fram til árs-
ins 1962, er átta hundruð menn,
sem setið höfðu i þvílíkum
fangabúðum í allt að fimm ár,
voru látnir lausir.
Þessum lögurn (ef lög skal
kalla) vilja nú öfgamenn í hópi
mótmælenda láta beita gegn
andstæðingum sínum á nýjan
leik.
'k
í Svíþjóð, hafa um skeið ver-
ið gerð í sumarbústöðum sal-
erni, þar sem hvorki er notað
vatn til þess að skola burt
saurnum né nein efni, sem hafa
í för með sér skjóta eyðingu.
Bæði heilbrigðisstjórnin norska
og náttúruverndarráðið hafa
mælt með þessari nýju gerð
salerna við Norðmenn.
Salernum þessum fylgir þró
eða geymir, sem gengið er frá
í grunni hússins. Á botni þró-
arinnar er haft lag af mold og
og trjálaufi, og galdurinn er
sá, að sveppa- og gerlagróður,
sem þar myndast, vinnur fljótt
og örugglega á úrganvsefnun-
um. Þróna þarf ekki að tæma
fyrr en eftir tvö ár, þótt fernt
dveljist í sumarbústaðnum, og
þá eru það einungis örfáar mold
arrekur, er bera þarf burt.
Þótt einkennilegt kunni að virð
ast, fylgir ekki neinn óþefur
þessum salernum. Þrónni er
sem sé tengdur loftræstingarút-
búnaður, sem svo er úr garði
gerður, að loft sogast í sífellu
niður úr salerninu. Þetta þyk-
ir allgóð uppfinning, þar sem
hún hefur verið reynd, því að
salerni hafa jafnan verið tals-
vert vandamál í sumarbústaða-
hverfum, ekki sízt á vatnsbökk-
um eða grennd við ár og læki.
í salernisþrær þessar má einnig
fleygja sorpi og úrgangi, sem
fylgir matargerð. Allt, sem upp
leysist á annað borð, eyðist í
þeim.
T t M 1 N N — SUNNUDAUSBLAÐ
333