Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 7
Höfundur þeirra greinakafla, sem hér fara á eftir, er hálf- níræður Norður-Þingeyingur, Kristinn Kristjánsson 1 Nýhöfn á Sléttu. Hann stundaði lengi vélsmíði með meistararéttind- um á heimili sínu og hefur verið nær sem bjargvættur héraðs síns, enda þótt ekki hefði hann annað iðnnám stundað en járn- smíðanám stuttan tíma. En hann hafði það til brunns að bera, er jafnvel dugði: Hann var, ef svo má segja, fæddur smiður og liugvitsmaður. Alla ævi hefur hann verið að velta þvi fyrir sér, hvar megi nýj- um ráðum beita og hvað megi betur fara en áður, og óneitan lega getur hann gilt úr flokki talað. Fjölmargir menn eiga honum að þakka góða og þarf- lega smíðisgripi og haglegar úr- lausnir, en auk þess hefur að minnsta kosti ein uppfinning hans verið tekin í notkun með ágætum árangri á vélbátaflota íslendinga. Lagningarstóllinn eða línurenna, sem allir fiski- menn þekkja af eigin raun, er uppfinning hans. Þjóðin hefur af henni milljónaarð hvert ein- asta ár — hlutur Kristins er sá að vita sig hafa unnið sam- félagi sínu ómetanlegt gagn. Fjármunir hafa ekM runnið til hans fyrir þetta framlag, og það varð honum meira að segja nokkuð þungur róður að koma uppgötvun sinni í gagnið. Það hafði til dæmis þrettán ára að- draganda, að þáverandi forseti FisMfélags íslands viðurkenndi línurennuna. Sumum liugmyndum hans öðr um hefur einnig verið seinlega tekið, jafnvel þótt hann liafi nokkuð á sig lagt að kynna ' þær þeim mönnum, sem hann bjóst helzt við, að myndu gefa þeim gaum. Hugmyndir þær, sem hann reifar hér, eru af ýmsu tagi — fyrst og fremst hugdettur, eins og hann sjálfur kemst að orði. Hálfníræður maður í einni af nyrztu byggðum landsins á ekki hægt um vik að prófa þær sjálf ur. En hugurinn er hinn sami: Að finna latrsn á vandamálum og miðla öðrum, ef einhver kynni að vilja reyna, til hvers þessar lausnir duga, og þreifa sig þar áfram, unz yfirstignir eru vankantar á sjálfri fram- kvæmdinni. KRiSTINN KRISTJÁNSSON: HUGDETTUR VID HEIMSSKAUTSBAUG urbrekka vera dregið af rósinni? gungur = rós? Stefán kallar útaberjalyngið klungur“. 10. Herhvöt frá Hvamml Árið 1906 voru Sunnlending ar að brjótast í því að stofna Sláturfélag Suðurlands. Fram að þvf höfðu þeir átt undir högg að sækja hjá kjötkaup- mönnum og urðu við það að búa, að kjötsölumál öll væru vægast sagt í miklum ólestri. Víða var illa spáð fyrir sam- tökum bænda og ógnanir liafð- ar í frammi, og við það klökknuðu sumir og urðu deig- ir til stórræða. Séra Kjartani hafði verið veittur Hruni um þetta leyti, en sat þó enn vestur í Hvammi. Þaðan skrif- aði hann Brynjólfi kröftuga herhvöt, er honum fannst sem hann myndi vera einn þeirra, er dignað höfðu við digurmæli kaupmannanna. Bréfið er dag- sett 11. maí 1906: „Þú minnist á framfarafyrirtæk- in, og heyrist mér þú vera nokk- uð í vafa um sláturhúsið, hve heppilegt það sé. En þar er ég blindur fyrir öllum annmörkum — sé ekkert nema kosti við það, og þá afarmikla. Fyrirkomulagið hefur mér aldrei dottið í hug, að gæti verið á annan hátt í aðalat- riðum er orðið hefur ofan á hjá nefndinni. Hlutafélagshugmynd- in eins og Einar BenediMsson hafði haldið fram á Þjórsárbrúar- fundinum forðum er að mínu áliti barnaskapur (eða annað verra). En mikla og marga erfiðleika sé ég við að framkvæma sameignarhug- myndina. Hún er sjálfsagt erfiðari viðfangs. En mikið skal til mikils vinna. Já, mér finnst vera til mikils að vinna — allur slíkur félagsskapur bænda afarþýðingarmikill, hvort heldur hann er til þess að koma afurðum búanna í álit (slátrunar- hús, ullartökufélög og svo fram- vegis) eða til þess að kaupa út- lendar vörur (kaupfélög). Það er ekki eingöngu efnahagsins vegna, sem þetta er þýðingarmikið í mín- um augum, heldur einkum vegna þess, hvað það er siðbætandi og menntandi (í orðsins réttu merk- ingu). Það mannfélag, sem engan slík- an félagsskap hefur, er góður skóli til að læra í kænsku, slægð, svik- semi, lygi og ódrengskap í við- Framhald á 430. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ DHNKURINN Árið 1919 fluttust tengdaforeldr ar minir, Benedikt Vigfússon frá Núpi og Steinunn Jónsdóttir frá Arnarbæli við Breiðafjörð, vistferl- um til okkar, ásamt Svavari, syni sínum. Við Sesseija mín bjuggum þá enn í Leirhöfn. Það var ekki ólíkt háttað að- stöðu minni þá og föður míns, er hann kvæntist í seinna sinni. Við urðum báðir að beita töluverðri forsjá, ég vil segja bæði efnalegri og tilfinningalegri. Hann tók til þess í tómstundum sínum að gera tilraun með að koma til æðarvarpi í Leirhöfn, enda þótt frá upphafi tíðar hafi æðarfuglinn líklega set- ið á bökkum vatnsins gegnt bæn- um. Þá var hvergi unnt að merkja það í Leirhafnarlandi, að nokkurn tíma hefði orpið þar æðarfugl, ^ nema einn og einn á stangli. Það er hólmi nokkur í vatninu beint vestur frá bænum, skammt undan Breiðatanga. Hólmi þessi var svo lágur og votlendur, að í honum verpti enginn fugl. Hann 415

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.