Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Side 10
SÉRKENNILEGASTA
HÚSIÐ í HÖFUÐ-
BORGINNI OKKAR
Menn eru yfirleitt íhaldssamir
og fastheldnir við landsvenju, þeg
ar þeir byggja lyi,s. Þorri húsa er
af sömu gerð í meginatriðum, eða
minnsta kosti avipaðri, og hvarfli
að einhverjum að reisa sér hús, er
stingur verulega í stúf við hús
annarra, brestur þann hinn sama
oftast áræði til þess að fara sínar
götur í því efni. Það þarf sem sé
talsvert sálarþrek og viljastyrk tii
þess að fara ótroðnar slóðir í húsa
gerð og búa síðan til langframa í
afbrigðilegu húsi — allt öðru vísi
en hinum venjúvígðu, yfghelguðu
húsum nágranfóúiiB,.
Að búa í sérlegu húsi — það er
liér um bil eins og aðhyllast kenn-
ingar Búddha í borg Kalvínstrúar-
manna eða halda fram þeirri gömlu
kenningu í Wall Street, að fyrr
komist úlfaldinn í gegnum nálar-
augað en ríkur maður í himnaríki.
Þetta ber þó ekki að skilja svo,
að þeir, sem búa í húsum af venju
legustu gerð, geti alls ekki þolað
öðrum að víkja þar frá. Iíitt er
hugsunin, að það þarf ætíð og
ævinlega þrek og manndóm til
þess að víkja út af almannaleiðum,
einn síns liðs.
Lengi bjó Jpður og gegn þjóð
félagsþegn í litlum bæ suður á
Grímsstaðaholti, og þótti rart, eins
og Eiríkur á Brúnum sagði um
smíðisgripi sína ágæta. Nú mun
sérkennilegasta íbúðarhi'is höfuð
borgarinnar vera inni í Blesugróf,
þar sem heitir Garðstunga. Stíll
inn minnir fremur á það, sem
sést í borgum og bæjum Mára í
Norður-Afríku, ^ en byggingarlag-
ið, sem húsameisturum þessa lands
er jafneðlisgróið og jakobsfíflin-
um að ræta sig í móanum og grá-
sleppunni að ganga í þarann.
Annars segja fróðir menn, að
húsameistari einn í Frakklandi
teikni hús, sem að ýmsu leyti svip
ar til Garðstungu, þótt meiri séu
í sniðum. Þar er smíði sjálfrar
náttúrunnar, hamrar og kletta-
belti, helzti aflvaki hugmyndanna,
og aðferð meistarans til þess að
finna nýja leið í húsagerðarlist, er
sú að stílfæra náttúrufyrirbrigðin
og fella þau að þeim kröfum, sem
mannskepnan gerir um bústaði
sína, umfram álfa og huldufólk
og aðra bergbúa. En úr liinu verð-
ur ekki skorið, hvort Frakkinn hef
418
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ