Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Side 12
prestur í Eydölum. Móðir mín hét
Ragnhildur Stefánsdóttir og var
frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði.
Stefán, faðir hennar, var Gunnars-
son, bróðir séra Sigurðar Gunnars-
sonar á Hallormsstað. Móðir móð-
ur minnar var Þorbjörg Þórðar-
dóttir frá Kjarna í Eyjafirði. Henn-
ar nafn ber ég.
— Hvernig var að vera barn og
unglingur á sunnanverðum Aust-
fjörðum fyrir svona sjötíu til átta-
tíu árum?
— Ég hef lengi verið þeirrar
skoðunar, að á uppvaxtarárum
mínum hafi menningarlíf verið
meira á Austurlandi en víða ann-
ars staðar á íslandi. Sjálfsagt kem-
ur þar margt til, og fleira en ég
veit, en ég álít að ein orsökin sé
samskiptin við umheiminn. Sigl-
nefnilega ekki einn dalur, heldur
tveir, Norðurdalur og Suðurdalur.
Það sakar ekki, að þetta komi
fram, vegna þeirra sem ókunnug-
ir eru á þessum slóðum.
— Er þér einhver af kennurum
þínum sérstaklega minnisstæð-
ur?
— Fyrst þú spurðir, er rétt, að
ég geti um einn kennara minn, eða
kennslukonu öllu heldur, sem er
og verður mér ógleymanleg vegna
gáfna sinna og mannkosta — að
öllum öðrum ólöstuðum. Þessi
manneskja var Þórdís Stefánsdótt-
ir, elzta systir Metúsalems Stefáns-
sonar, skólastjóra á Eiðum, og
Halldórs Stefánssonar alþingis-
manns, sem nýlátinn er hér í
Reykjavík í hárri elli. Voru þau
tólf, systkinin, svo ekki er að
1
„Þetta hef ég staðið allt af mére
og Hfi nú eins og blém í eggi"
Það var urhellisrigning í henni
Reykjavík daginn sem ég kvaddi
dyra þjá Þorbjörgu Pálsdóttur, þar
sem hún dvelst hjá dóttur sinni og
tengdasyni að Bergstaðastræti 28.
Fyrsta verulcga gróðurregnið á ný-
byrjuðu vori.
Hitt þarf ekki að taka fram, að
mér var tekið tveim höndum. Þor-
björg leiddi mig til herbergis síns,
og samtal okkar hófst.
— Ert þú fædd á Gilsá í Breið-
__dal, Þorbjörg? spurði ég, þegar ég
hafði komið mér svo fyrir sem
mér þótti hæfa.
— Já. Ég fæddist að Gilsá árið
1885. Faðir minn var Páll Bene-
diktsson, sem þar bjó lengi og var
hreppstjóri Breiðdæla i þrjátíu ár.
Var hann sorxsr séra Benediktoi
Þórarinssonar, sem síðast var
ing var tiltölulega mikil til Aust-
urlands. Og þótt ýmsir hafi orðið
til þess að hnýta í frönsku sjó-
mennina — og vissulega var þar
misjafn sauður í mörgu fé, — þá
báru þeir þó með sér framandi
menningaráhrif. Framkoma þeirra
og klæðaburður var oft til sannrar
fyrirmyndar — og varð líka fyrir-
mynd, vitandi eða óafvitandi.
Á uppvaxtarárum mínum var
barnafræðsla alls ekki orðin al-
menn í sveitum, cn þó tóku þeir
sig saman, bændur á þrem bæjum
í Norðurdal, og réðu til sín barna-
kennara í heilan vetur í einu. Var
hann tvo mánuði á hverjum bæ,
sex mánuðir í allt, sem hann dvald-
ist í dalnum.
— Þú sagðir Norðurdal?
— Já. Sveitin Breiðdalur er
furða, þótt þau komi við sögu á
löngu árabili. Þórdís Stefánsdóttir
var einstök afbragðsmanneskja,
bæði sem kennari og félagi. Ég
hændist mjög áð henni. og þróað-
ist það upp í vináttu, sem entist
okkur á meðan báðar lifðu. Þórdís
varð gömul kona, og ég hélt alltaf
sambandi við hana, þótt hún ætti
heima á Akureyri, en ég í Breið-
dal. Að vísu kom þar einnig frænd
semi til, því mæður okkar voru
systradætur.
Eftir að ég náði tólf ára aldri
var alltaf ráðinn heimiliskennari
til okkar sérstaklega, en ekki í fé-
lagi við aðra. Einn þeirra var
Bjöm Stefánsson, bróðir Þórdísar.
Hann var einnig ágætur kennari.
Kenndi hann mér fermingarvetur
minn.
420
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAD