Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Qupperneq 16
Lucile Vaugham Peyne: TÁNINGAMÆDUR Þriðja hvern laugardag voru fluttir fyrirlestrar um uppeldis- mál á vegum kvenfélags bæjarins. Miranda Weatherby hlýddi á alla fyrirlestrana, en enginn þeirra fjallaði um þau vandamál, sem hún átti við að stríða vegna sex- tán ára dóttur sinnar, Karólu. Frú Gordon, móðir Sue, beztu vinstúlku Karólu, var formaður kvenfélagsins. Hún hafði lagt stund á sálfræðinám. talaði lágt og settleg, var vel máli farin og framtaksöm. Hún var sólbrún á börund og ætíð mjög glæsilega búin. Míröndu fannst sem hinar konurnar í salnum væru eins kon- ar vasaútgáfa af frú Gordon, ör- uggar með sig og áhyggjulausar. Sjálf settist hún þögul á aftasta bekk og hafði hálfgerðan beyg af frá Gordon. Megar Míranda kom heim var yngri dóttir hennar, Pollý, þrettán ára, úti að hjóla með Hönnu, vin- stúlku sinni, en Karóla var farin í spilatíma. Ryksugan stóð óhreyfð á miðju gólfi. Míranda andvarpaði, hún var í þann veginn að setja ryksuguna í gang, en hætti við það og gekk inn í svefnherbergið. Ég verð að leggja mig áður en Karóla kemur heim, hugsaði hún. Frá því að Karóla byrjaði í gagn- fræðaskólanum hafði hún hvílt sig stundarkorn á degi hverjum, en reyndi að fara leynt með það, því að hverjum gæti skilizt, hversu mikla þörf hún hafði fyrir hvíld og svefn, svo hraust, sem hún var. Enn einu sinni hafði Karóla hiaupið frá óunnu verki. Hvað átti hún að segja við hana? Auðveld- ast væri að ryksuga sjálf. En hún kunni ekki við að létta öllum heim- ilisstörfum af Karólu, þar sem Pollý vann það, sem henni var sett fyrir umyrðalaust. Ég verða að liggja kyrr og safna kröftum, hugsaði Míranda. Hún andvarpaði og hugsaði með sér, hvort þessir laugardagsfyrir- lestrar væru ómaksins verðir, þar sem aldrei var vikið að neinu, sem gat orðið henni til leiðbeiningar. Hvað mundi kona eins og frá Gord- on segja, ef hún vissi í hvaða vanda hún vat stödd? Það var auðséð á Sue að hún átti frábæra móður. En það er ég ekki, hugsaði Mír- anda og lá við gráti. En hvernig átti móðir stúlku eins og Sue að gera sér i hugarlund, hvernig það var að vera móðir Karólu, Sue var fjörleg, kurteis, áhugasöm, elsku- leg, full af lífi og alltaf í góðu skapi. Jafnvel Karóla lifnaði við og varð eðlilegri, þegar hún var með Sue. Mamma hennar hlýtur að hafa farið rétt að öllu frá upphafi. En mér hafa einhverntíma orðið á örlagarík mistök. Míranda heyrði að forstofudyrn- ar voru opnaðar og hélt niðri í sér andanum. Það var gengið harka- lega um og nótnaheftum slengt á borð. Míranda andaði djúpt og þrýsti höndunum að brjóstinu um leið leið og hún fór fram úr rúminu. Karóla var í dagstofunni. — Góðan daginn, vinan, sagði Míranda. Karóla tók ekki undir. Augu hennar, sem voru alveg eins á lit- inn og augu móður hennar voru tómleg, þegar hún spurði: — Fékkstu það? *— Fékk ég hvað? — Sjampóið Ég sagði við þig að minnsta kosti fimm þúsund sinnum í morgun að ég þyrfti að fá. . . — Ó sjampóið. Já, ég keypti sjampó. — Keyptir sjampó. Fékkstu ekki Draumglit eins og ég bað þig um? — Nei, ég. .. — Ég vissi það, ég vissi það, ég bað þig þó alveg sérstaklega. . . — Ef þú bara vildir hlusta á mig eina andrá. . . — Þú gerir aldrei það, sem ég bið þig um. Aldrei. — Karóla, ég fór í þrjár snyrti- vöruverzlanir og auk þess. . . — Ég nenni ekki að hlusta á Þig- Karóla fleygði sér í sófann og grúfði höfuðið í arma sér. — Ég þveittist frá einni búð til annarrar, Karóla. Þeir hafa ekki fengið þessa tegund í búðirnar hérna í bænum ennþá. Það er eina skýringin, sem ég get hugsað mér. — Ó, herra minn gvu—uð, lang- stundi Karóla. Míranda taldi upp að tíu, hún leit á ryksuguna og taldi upp að tuttugu, þá komst hún að þeirri niðurstöðu, að hún hefði ekki kraft í sér til að minnast á ryk- suguna, en tókst að segja með rólegri röddu: — Ég sótti Ijós- rauðu peysuna þína í efnalaugina. Karóla muldraði eitthvað ofan í arma sér. — Hvað ertu að segja? — Ég sagði bara, að það hefði verið tími til kominn, peysan er búin að vera í efnalauginni í tvo mánuði. — Sex daga. — Náðu þeir blettunum úr? — Ja„ það veit ég ekki. Það hlýtur að vera. — Leiztu ekki eftir því? Það var nú það minnsta, að þú gættir að því, hvort peysan væri hrein áður en þú fórst heim með hana. í hreinskilni sagt... Míranda fann, hvernig blóðið streymdi fram í kinnar henni. — Þú ert alveg einstaklega elskuleg, það verð ég að segja. Kærar þakkir. Karóla settist upp. — Sömuleiðis, sagði hún og þrammaði út úr stofunni. Hún rak sig í ryksuguna í leiðinni og gaf henni illt auga. Míranda stóð eins og negld við gólfið, hún var haldin þeirri und- arlegu kennd, að hún væri að þenjast út og gæti á næstu andrá sprungið eins og blásin blaðra. Lin í hnjánun, með stríkkun i hörund- inu gekk hún fram í eldhús, tók pott út úr skáp og skellti skáp- hurðinni svo hart, að hún hrökk upp aftur. Pollý kom heim úr hjólreiða- ferðinni, hún geislaði frá sér sól- skini, yl og viljakrafti. Hún sló örmunum um Míröndu og kyssti hana í hnakkann. — Uhm, hvað þú ilmar. Er þetta ilmvatnið, sem pabbi gaf þér? Mamma, nú skaltu heyra, Janna ætlar að hafa samkvæmi annað kvöld og hún hefur boðið drengjunum í bekknum. Má ég fara? Míranda yfirvegaði svarið. Það bókstaflega gneistaði af Pollý. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 424

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.