Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Side 17
— Ja, hvers vegna ekki, ef þig langar til þess. — Ég skil þetta ekki. Sam- kvæmi með drengjum! Mér er al- veg óskiljanlegt, að Janna skuli hafa kjark til að bjóða þeim. Ég hefði ekki þorað það, svo mikið veit ég. — Eiginlega ertu ekki orðin nógu gömul til að vera í sam- kvæmi með drengjum, sagði Mír- anda. — Þú skalt ekki fara, ef þú ert eitthvað rög við það. — Ég vil ekki fyrir nokkurn mun missa af þessu samkvæmi, það er svo smart stofa, sem við eigum að fá að vera í, og við eig- um að dansa. Don Briggs neyðist til að dansa mest við Jönnu, þau eru saman. — Saman!? Eru þrettán ára börn saman? — Auðvitað, sagði Pollý. — Helmingur af stelpum á mínu reki eru með strákum. Sumar eru yngri. Og svo tala þær bara um stráka. Þær eru eins slæmar með það og Karóla og Sue. Karóla og Sue tala aldrei um annað. Það er óþolandi að hlusta á þær. Ég vildi óska að þær fengju einhverja til að vera með, þá gætu þær kannski hætt að taia um þetta í fimm mín- útur. — Ég verð að játa, að ég skil þetta ekki, sagði Míranda og horfði á yngri dóttur sína með ráðaleys- isblik i bláum augunum. — Þær eru þó báðar laglegar. — Þær eru hræddar, sagði Pollý þurrlega. — Þær eru svo hræddar að drengirnir halda að þær séu leiðinlegar, þess vegna bjóða þeir þeim ekki. Ég er viss um, að það er þess vegna. . . Mamma, heldurðu að þessi strák- ur muni bjóða Karólu á skólaball- ið? — Hvaða þessi strákur? — John Thorpe. Það er hann sem Karóla vill fara með. Sue reynir sjálfsagt að komast með þessum, sem hún er með, Phil. — Hvernig ferðu að vita allt þetta? spurði Míranda. — Karóla minnist aldrei á þetta. — Ég hlera, sagði Pollý. — Þær tala aldrei um neitt annað inni hjá Karólu. Það er svo asnalegt. Held- urðu að hann bjóði henni? — Það veit ég ekki, sagði Mír- anda og stundi við. — En ég vona það. Vfst væri það synd ef hún Kæmizt ekki á skólaballið. — Ég vona það líka, sagði Pollý áköf. — Hún skánaði þá kannski í bili. Finnst þér að ég ætti að vera í ljósrauða kjólnum í samkvæm- inu? — Já, hann er áreiðanlega vel viðeigandi. — Kannski ég ætti heldur að vera heima. Hugsa sér. ef enginn vildi dansa við mig. Ég verð að reyna að laga eitthvað á mér hár- ið. Það er eiginlega stærsta vanda- mál mitt. — Þú kemst fram úr því, sagði Míranda og hugsaði með sér: Hún verður mér aldrei eins erfið og Karóla. Pollý glennti upp skjáina, þeg- ar Karóla kom inn í eldliúsið. — Afskaplega er hárið á þér flott. Sjáðu mamma, hún hefur sett það upp. Karóla riksaði inn að ísskápnum, tók kókflösku út úr honum, horfði á hana annars hugar og setti hana svo aftur á sama stað. — Þetta er Ijómandi fallegt, Karóla. Ætlarðu kannski að hafa þessa hárgreiðslu áfram? — Veit ekki. Getur verið. Míröndu létti svo við þægilegan raddblæ Karólu, að hana langaði til að halda upp á þetta með því að liafa eitthvað sérstaklega gott á borðum. — Ég held að ég búi til eitthvað reglulega gott til að hafa í ábæti. Hvað finnst ykkur um súkkulaði- köku? — Marnrna þó, þú veizt að ég fæ frunsur af súkkulaðiköku. sagði Karóla. — Æjú, mamma, búðu til súkkulaðiköku, sagði Pollý. — Karóla heldur að hún fái frunsur af öllu. — Haltu þér saman, sagði Kar- óla, — þú ert alveg óþolandi. — Hvað finnst þér um sítrónu- búðing? Míranda leit óttablandin á Kar- ólu. — Þarftu alltaf að búa til eitt- hvað sem er fitandi? — Þú þarft ekki að borða það, sagði Pollý. — Ég þakka gott ráð, sagði Kar- óla og skældi sig framan í systur sína. — Hættu þessu, segðu mér bara hvaðað ábæti þig langar mest 1. — Búðu til það sem þér sýnist, sagði Karóla og strikaði út úr eld- húsinu. — Alltaf er hún jafn ótuktar- leg, sagði Pollý og skalf í benni röddin. — Elsku Pollý mín, reyndu að taka þetta ekki nærri þér, sagði Míranda í öngum sínum. — Hún er á svo erfiðum aldri. Hún er nú búin að vera á erfið- um aldri í þrjú ár, liugsaði hún örvilnan nær . Pollý þurrkaði sér um augun með erminni. — Ég vil aldrei verða táningur, það segi ég satt. Míranda brosti. — Það er heldur seint að segja það nú, þú ert orðin þrettán ára og þar með táningur. — Þú veizt vel hvað ég meina. .Já, liugsaði Míranda.ég veit það. Og ég veit, að þú ert mín huggun og gleði. Þú bjargar viti rnínu, önnur lil á borð við Karólu mundi gera alveg út af við mig. Hún bjó til ávaxtastöppu handa Karólu og súkkulaðiköku handa þeim hinum. Að því loknu leit hún á úrið og sá að hún mundi hafa tíma til að fá sér smálúr fyrir kvöldverðinn. Hún var á leiðinni inn í svefnherbergið, þegar hringt , var á dyrabjölluna. Það var Sue Gordon, sem komin var. — Góðan daginn, frú Wealher- by. Sue spurði með sínu þokkafulla brosi: — Er Karóla heima? — Já, gerðu svo vel og komdu inn, Sue. Nú var tilgangslaust að hugsa um lúr, Sue var indæl en hávær. Ég skrepp út að ganga, hugsaði Miranda, ég hef gott af rösklegrí gönguferð. — Halló, ert það þú, Sue? kall- aði Karóla upp yfir sig og þeyttist inn í dagstofu. — Þú hefur feng- ið þér skó Ofsalega eru þeir smart. Ég vildi óska að ég fengi eitthvað almennilegt, svona einstöku sinn- um. — Nú, nú, sagði Sue. — Þú fékkst nú bláa pilsið í vikunni sem leið. — Ó, það, sagði Karóla. Pilsið var mjög dýrt, Karóla hafði nauðað um að fá það þangað til Míranda hafði látið undan, það greip hana innri skjálfti. — Ég er að hugsa um að fara út að ganga, sagði hún. — Þú ættir að líta í spegil áð- ur en þú ferð út, það er hryllilegt að sjá hárið á þér. Nú, Sue, hefur nokkur hringt til þín? TÍMINN — SUNNUÐAGSBLAÐ 425

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.