Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Side 21
um meiri, er áður voru dæmi um.
Fyrirboði þessa voða var sá, að
átta stjörnur voru í þann veginn
að komast í afstöðu, sem þær
höfðu aldrei fyrr haft og fornhelg
fræði sögðu, hvað hafa myndi
mikla refsidóma í för með sér.
Víða í Austurlöndum, þar sem
kunnugt var um þennan spádóm,
seldi fólk allar eigur sínar, og
gamalt fólk og sjúkt var flutt með
ærinni fyrirhöfn og miklum til-
kostnaði á ginnhelga staði, svo að
það mætti deyja þar. Þúsundir
manna leituðu einnig í hella í fjöll-
um, ef vera mætti, að einhver
tætla af þeim stæðist áraunina. í
Bengal voru námaverkamenn ófá-
anlegir til þess að fara niður í
námurnar þann dag, er þetta allt
átti að gerast, og viðskipti hjá
tryggingarfélögum jukust meira
en nokkur dæmi voru um. Meðal
Hindúa var algengt, að brúðkaup-
um væri frestað.
í Bandarkjunum var taisvert
slangur af fólki, sem ekki ef-
aði, að indversku stjörnuspámenn-
irnir hefðu rétt að mæla. Tuttugu
og tveir menn úr félagsskap ein-
um, sem nefndist Skilningur hf,
gekk á fjall eitt í Arizóna til þess
að ljúka þar ævidögunum. Sagan
segir, að þetta fólk hafi verið dá
lítið skömmustulegt, er það kom
aftur til mannabyggða, bráðlifandi.
Þó að það hefði í rauninni átt að
vera glatt og þakklátt, ef það
kærði sig á annað borð um að lifa
lengur. Maður einn í New York,
sem hefur það að atvinnu að segja
fyrir óorðna hluti, lét samt þau
orð falla, að hann furðaði sig ekki
á því, þó að spádómur Hindúanna
reyndist haldlítill „Því að“. sagði
hann, „ég hef sjálfur iátið menn
vita, að þriðja heimsstyrjöldin
hefst ekki fyrr en í haust“. Henni
var að sjálfsögðu ógerlegt að
hrinda af stað í stórlömuðum
heimi.
ítalir eiga spámann einn, sem
heitir Emilíó Bianea, og í júlímán-
uði 1960 komst hópur fólks, sem
á hann tniði, langt upp í hlíðar
á Mont Blanc. Þar ætlaði þetta fólk
að bíða hinnar miklu stundar, er
herra himins og jarðar kæmi að
dæma lifendur og dauða. Emilíó
hafði sagt, að það yrði á þriðju-
degi, er klukkuna vantaði fimmtán
mínútur í tvö eftir hádegi. Sumt
af þessu fólki var komið alla leið
sunnan úr syðstu héruðum Ítalíu
— fátækir bændur, sem selt höfðu
lítilfjörlegar eigur sínar, svo að
þeir ættu fyrir ferðakostnaði norð-
ur í Alpana.
Þótt spámönnum sé gjarnt til
þess að tefla á tvær hættur í boð-
skap sínum og spásögnum, eru
þeir samt til, er leitast við að hafa
vaðið fyrir neðan sig. Svo var um
spámann einn í Bandaríkjunum,
er þóttist geta lesið þar út úr
ritningunni árið 1933, hvenær
dómsdags væri að vænta. Hann
taldi saman öll vers biblíunnar og
reyndust þau vera 20067, að sögn
hans. Hann kynnti uppgötvun sína
í útvarpsfyrirlestrum, því að út-
varpstíma má kaupa eins og gaff-
albita eða hænsnakjöt í Banda-
ríkjunum, og boðaði fólki, að það
gæti lifað óttalaust enn um hríð,
því að dómsdagur yrði ekki fyrst
um sinn. Tala biblíuversanna
sýndi sem sé ártalið, þegar heim-
ur ferst.
Ekki er það dæmalaust í seinni
tíð, að spámenn ýmsir séu í harla
nánum tengslum við kaupsýslu-
menn eða iðjuhölda, sem ekki slá
hendinni á móti því, að fjör fær-
ist í viðskipti þeirra. Sumir spá-
menn eru jafnvel svo séðir, að
þeir ætla sér að hreppa gróðann
sjálfir. Skömmu eftir heimsstyrj-
öldina síðari boðaði annar banda-
rískur spámaður tortimingu ver-
aldarinnar í septembermánuði
1946. Hafði hann áður samið mjög
handhægt og nytsamlegt rit:
Hvernig þú getur öðlazt vist í
himnaríki. Bókin seldist auðvitað
með ágætum, þegar hann fylgdi
auglýsingunum eftir með guðleg-
um fullyrðingum sínum um það,
hve skammur tími væri til stefnu.
Þegar lögreglan ætlaði að fara að
hnýsast í þessi mál, fannst hvorki
spámaður, höfundur né útgefandi.
Hann var flúinn til Tangier, þrí-
ein persóna, og hafði getað stung-
ið á sig laglegri peningafúlgu, áð-
ur en hann kvaddi heimalandið.
Og af því geta menn ráðið, að það
eru líka til spámenn, sem kunna
að snúa snældu sinni.
-—— -—-——■----------
Skvett ur klaufum
„ALDEILIS
FÖÐURBETRUNGUR“
„Hann er sonur fátæks inn-
flytjanda, en hefur reyndar al-
deilis gerzt föðurbetrungur, því
hann kemur naumast tölu á
milljónir sínar“.
(Vísir, 29. apríl).
Það þarf ekki frekari vitna
við en milljónanna — maðurinn
hlýtur að vera stórgóður, og
tæpast nefnandi í sömu anddrá
og karl faðir hans, bölvaður
fátæklingurinn. Úlfaldinn og
nálaraugað — ekkert nema fjas
og hindurvitni.
BLESSAÐUR FRIÐURINN.
„Aðspurður um mótmælin
miklu í síðustu viku gegn að-
ildinni að stríðinu í Indó-Kína
sagðist forsetinn ekki geta flýtt
heimkvaðningu hermanna mcira
cn þegar væri orðið, því of hrað
ur brottflutningur bandarísks
liðs frá Víetnam myndi raksa
mjög hernaðarhlutfallinu á
Kyrrahafssvæðinu og þannig
auka líkur á styrjöld“.
(Alþýðublaðið, 30. apríl).
Já, hvað vilja menn ekki á
sig leggja fyrir friðinn? Þeim
brygði við þarna austur frá,
ef þeir vöknuðu við það ein-
hvern morguninn, að friðurinn
væri frá þeim vikinn.
Sjálfsögð greiðasemi
„Enginn vafi er á, að sjálfir
eiga íslendingar stórfé í bönk-
um erlendis og þeir munu fá
að flytja þetta fé inn í Iandið
. . . Margar ástæður geta leg-
ið til þess, að maðurinn vilji
fela peningana. Þeir geta verið
alla vega fengnir, en við spvrj-
um ekki um það, frekar en Sviss
Iendingar“.
Segjum tveir: Enga andskot-
ans forvitni um svoleiðis hé-
góma. Það hefður alltaf verið
hörð kenning, að sá þurfi að
kunna að fela, er a? (isekju vill
stela.
4
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
429