Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Síða 22
V/Ð GLUGGANN
Bandarískur eðlisfræðingur,
Charles Schwartz, hefur skrifað
sænsku vísindaakademíunni og
hvatt til þess, að breytt verði
reglum þeim, sem hafðar eru
til leiðsagnar við úthlutun Nó-
belsverðlauna. Hann heldur því
fram, að kapphlaupið um Nó-
belsverðlaunin geti haft margt
illt í för með sér, eins og veit-
ingu þeirra er nú hagað. Á dag-
inn kemur, að margar uppgötv
anir eru meira til tjóns en
gagns, vegna ýmiss konar auka-
verkana, er þær hafa. og hann
segir Nóbelsverðlaunin eigi bein
línis þátt í því, að uppgötvanir
séu oft meira af kappi sóttar en
forsjá.
★
Albania er land, sem ekki hef
ur verið ausið neinu lofi á
Vesturlöndum. Orsökin liggur I
augum uppi: Þetta er komúnista
ríki, sem í þokkabót fylgir Kín
verjum að málum. Þeir, sem til
þekkja, hafa þó þá sögu að
segja, að furðulega mikið hafi
áunnizt í Albaníu.
Albanir ráku sjálfir heri naz-
ista úr landi sínu undir lok
heimstyrjaldarinnar síðari. Þá
var landið næsta forneskjulegt
eftir langa kyrrstöðu og arð-
rán útlendra og innlendra
manna, og þar að auki flakandi
í sárum eftir hersetu og skæru
hernað. Þá var ekki einu sinni
fimmti hver landsmaður læs,
og meira en sextíu af hverju
hundraði þjáðir af malaríu.
Nú er búið að útrýma malarí
unni, og nær allir, sem úr grasi
eru vaxnir, eru læsir og skrif
andi. Það er aðeins slangur af
gamalmennum, sem látið hef
ur undir höfuð leggjast, að læra
þess konar. Árið 1947 voru ekki
til járnbrautir í Albaníu né held
ur vegir, er heitið gætu. Nú
er langt komið að vegaleggja
landið, óg enn er unnið af miklu
kappi að vegagerð, brúarsmíði,
hafnargerð og verksmiðjubygg
ingum. Fyrir nokkru kom röðin
að byggingu íbúðarhúsa.
Þetta hefur auðvitað kostað
miklar fórnir. Albanir hafa á
þriðja tug ára neitað sér um
ótal margt, sem sjálfsagt þykir
hér vestur frá. Þeir hafa fórnað
öllum munaði og flestum lífs
þægindum fyrir framtíðarvonirn
ar — og unnið þrekvirki. Mennt
un, heilzugæzla og uppbygging
hefur alltaf og alls staðar setið
í fyrirrúmi. Enn sjást varla aðr
ar bifreiðir í Albaníu en vöru
bílar og langferðabílar. Til-
breytni er lítil í klæðaburði,
fátt um aðfluttan iðnaðarvarn-
ing, sem ekki er notaður við
framleiðsluna, kaffið og teið
hreint ekki af beztu tegund, sæl
gæti nær ófáanlegt.
Nú hefur Albanía verið opn
uð ferðamönnum að einhverju
marki. Þó eru ferðamenn háðir
ströngum reglum. Illa er séð,
að þeir séu með nefið niðri í
hverjum dalli eða þráspyrji
fólk, og ekki fá þeir að fara
ferða sinna að vild sinni. Aftur
á móti stendur þeim til boða
að ferðast innan lands á veg
um ríkisferðaskrifstofu.
LEIÐRETTING
Blaðið hefur verið beðið um að
birta svolátandi athugasemd og
leiðréttingu við frásögnina, Báts-
tapi í Hvalsneshverfi í 15. tbl.
Sunnudagsblaðsins:
Bátstapinn varð 1911, 25. apríl.
Skipið hét Hafmey, og á því var
átta manna áhöfn. Formaður var
Jón Jónsson í Nýlendu, eigandi
skipsins tekki Magnús Hákonarson)
Hásetar voru Magnús Hákonarson
Páll Pálsson í Nýjabæ, Magnús
Guðmundsson frá Birtingaholti,
Þorvarður Biarnason Skaftfelling-
ur, Guðbrandur Dalamaður, Bene
dikt Guðmundsson á Langsstöðum
og Ásgeir Daníelsson, síðar hafn-
sögumaður í Keflavík.
Valdimar .Tóhannsson bókaútgef
andi skráði rækilegan þátt um
þennan atburð eftir frásögn Ás-
geirs Daníelssonar, og hefur hann
birzt á tveim stöðum að minnsta
kosti — í safnritinu Bára blá og
tímaritinu Satt.
Fólk syðra lelur, að slys hafi ver
ið tilkynnt heim í sveitir, jafn-
skjótt og síminn kom, en aftur
gat það oft verið næsta torvelt.
Gömu! bréf —
Framhald af 415. siSu.
skiptum. Þessir eiginleikar hljóta
að þróast bezt þar, sem þeir borga
sig bezt (í svipinn), og það er þar,
sem hver potar sér. En eftir því
sem samvinnu- og sameignarfélags
skapurinn verður víðtækari, eftir
því hverfa meir og meir hvatirn
ar og freistingin til þessara lasta.
Viðskiptin verða hrein, og fátækl-
ingurinn og einfeldningurinn nær
sömu verzlunarkjörum eins og bur
geisinn og refurinn. Þetta er mór-
alska hliðin.
En svo er félagskapurinn líka
menntandi: Allir eiga einhvern
þátt í stjórn félagsins og eru því
knúðir til að hugsa — allir hafa
ábyrgð á, að allt gangi vel. Hvað
sem illa fer er allra skaði. Hinir
Laussi
16. krossgátu
mörgu og smáu finna, að þeir eru
ekki lengur núll. Þeir finna kraft-
inn hjá sjálfum sér. Þegar þeir
skipa sér í fylkingu undir ákveðnu
merki, þá geta þeir boðið milljóna-
eigendum byrginn. Þetta er kúltúr-
ella hliðin.
Annars getur þú fært langt um
betri rök fyrir þessu en ég, og ég
gæti það kannski skár í viðtali en
á pappír".
FR Ú RN
ftfíTflH $
Æ/f/ 5
KR iTRF
fi fiQ '0 S n
noRC'flfltlfí fl á.fl T
0 Kfl R I fifl flT flfl S
R flK A2P flOflR E I
CK fiFfl ÚT ( Me / Ér
U RfiPflffl Bflflfi
N 'fl flI Ffl F flRN flfl
L A K fl flNGflR /75/?
eRUH RUN flflfl T U
i Nt< flv nú g 'or iflt>
KINNfifl PAVTA fl
FKflNKflF NÍTTflR
I R / r S/ NS £ S T
M'O NflKTR ‘flK fi L i
{ pN U AU CrfljÞ U?S
s'flMuR flrifi
430
T I M I N N — SUNNUDAGSBLA®