Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Qupperneq 8
Jónas Guðlaugsson:
Pétur
Nikulásson
Hólabiskup
Saga fyrri alda er eins og kunn-
ugt er fyrst og fremst saga stjórn-
valda og höfðingja, andlegrar stétt-
ar og veraldlegrar, þótt undirstaða
allrar sögu sé þá, og jafnan síðan,
sauðsvartur almúginn. í íslend-
ingasögum gætir alþýðumanna
nokkuð, og kemur þar við sögu
margt manna, húskarlar, griðkon-
ur, þrælar, smábændur, stafkarlar
og göngukonur, og ráða gangi mála
ekki síður en aðrir. Þannig var
það út alla þjóðveldisöld, að margt
manna kemur við sögu úr öllum
stéttum. Á Sturlungaöld sést þetta
glöggt, þar sem góðar samtíða
heimildir eru tiltækar.
Á hinum eiginlegu miðöldum
landssögunnar 1264—1550, kem-
ur mun færra alþýðumanna við
sögu. Höfðingjar og háklerkar
gnæfa yfir leiksviði sögunnar og
er gefið þar mest rúm. Ýmsar
heimildir eru þrátt fyrir hið fyrr
talda til urn vinnufólk og alþýðu
manna á þessum tímum, og sumt
lítið rannsakað svo kunnugt sé. Má
þar á meðal nefna „ráðsmanns-
reikning" frá Hólum í Hjaltadal
frá árinu 1388, og þar um bil, þar
4$8
1 í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ