Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Side 9
miðnættið — með öxina kannski,"* Brennivínið hafði opnað gáttir, og hann horfði óhikað framan í hana. „Hingað inn?“ Gjarta varð skelfd á svip. „Að gera það hér við rúmið hans og borðið! Þú verð- ur að gæta handa þinna, Pétur, og hugsa um, hvað þú segir. Það er ekki gott að vera of lausmáll“. „Ég er nú svo heimskur“, sagði Pétur og var á samri stundu þrot- inn allur kjarkur. „Ég held það sé bezt, að ég gangi bara í sjóinn“. „Ég hélt nú, að við gætum talað um þetta“, svaraði hún hógvær um leið og hún kveikti á lampanum. „En gættu að munninum á þér, Pétur -— það getur vel verið, að þeir láti okkur sverja. Talaðu við ofninn þarna, og þá erum það ekki við, sem höfum borið saman ráð okkar“. Pétur sneri sér að ofninum, en leit svo til hennar aðdáunaraugum. Sjálfum datt honum ekki neitt í liUg. „Við gætum haft alla okkar hentisemi í laumi, þangað til Óli leggur upp laupana. Þess getur varla orðið svo langt að bíða“v sagði hann loks. Hann tuldraði þetta í barm sér eins og honum fyndist að hann yrði að segja eitt- hvað, þó að hann hefði ekkert til málanna að leggja. „Þú heldur það! Já, þú ert ánægður, ef þú þarft ekkert af þér að brjóta sjálfur. Þú hefur ekki lofað neinu, svo að þú getur talað. En ég er gift kona, og það skal aldrei verða sagt um mig, að ég taki aðra í bólið hans Óla á meðan hann tórir. Þar hefurðu það“. „Farðu þá burt með mér — í útlandið“, sagði hann hressilega, enn með hugann við vísurnar, sem hann hafði verið að söngla í þvotta húsinu. „Já, strjúka burt og sigla, og skilja manninn hér eftir heima hjáíparvana! Þær geta gert svo- leiðis, þessar kómedíukvensur, hef ur maður heyrt. En hún Gjarta hleypur ekki frá karlinum sínum. Þá skaltu fara að svipast um eft- ir annarri, sem ekki setur svoleið- ið smámuni fyrir sig“. Hún var orðin reið. „Ég get ekki lifað án þín“, sagði Pétur aumkunarlega. „Kötturinn vill leika sér að mús- inni“. Hún stóð á fætur og gekk út að glugganum. ,,Það gerir skrattans óveður í nótt“, sagði hún svo. „Þungbúinn er hann, og ekki er sjávarhljóðið fallegt“. „En það er ekkert missætti á milli okkar Óla — hvernig ætti óg þá að komast að honum?“ spurði Pétur. „Þú getur abbazt eitthvað upp á suma í kvöld — þá verður þér lausari höndin“. „En hvernig á ég þá að fá hanh út?“ „Þú steypir okkur í glötun, Pét- ur, með þessum kjafthætti", sagði Gjarta hvössum rómi. Svo þögðu þau dálitla stund, en svo sneri hún sér út að vegg og fór að tala við ofninn: „Hestarnir eru alltaf óró- legir á nóttunni, þegar þeir eru nýkomnir úr kaupstaðnum — ég held maður hafi tekið eftir því. Og þá verður húsbóndinn að fara á fætur og gá að því, hvað geng- ur á — ja, hver veit? Ef slysalega tekst til, getur hestur slegið hann í höfuðið — annað eins hefur gerzt“. Hún stundi mæðulega. Pétur kinkaði kolli, stóð upp og kveikti á lukt. Svo rambaði hann út í skemmu, þar sem hann sett- ist við að tálga tréskó. Hann lét sér skiljast, að dagar Óla myndu senn taldir. Hann bar ekki nokk- urn kala tif hans. Því varð bara ekki haggað, að nú hlaut hann að deyja. Það var ákvörðun, sem ekki varð aftur tekin, og hann fann ekki, að liann væri meira við þetta riðinn en annað, sem guð sjálfur ályktaði á sínum hæstu himnum. Hann stóð í svipuðum sporum og maður, sem fengið hefur að gægj- ast inn í framtíðina og veit, hvað í aðsigi er, en getur ekki spornað við því. Aðdáun hans á Gjörtu átti sér engin takmörk. Hún var slungnari en bæði presturinn og yfirvöldin til samans. Hvort hún beitti hygg- indum sínum til góðs eða hafði kannski miss'éð sig eitthvað, því gat hann ekki áttað sig á, svo að gagni kæmi, og við það varð að sitja. Því að hann mátti ekki láta hana ganga sér úr greipum. En hvernig gat hann slegið mann í reiði, án þess að eiga við hann neinar sakir? Það vafðist fýr- ir honum, og eiginlega vissi hann með sjálfum sér, að hann gat það ekki. Reyndar var honum það al- veg óskiljanlegt, að nokkur gæti borið óvildarhug til óla gamla, jafnskikkanlegur maður og hann var. Um kvöldið kom óli dúfa heim. Það var komið hríðarveður Og hið versta veðurútlit. En gamli maóúr- inn var kátur. Gjarta barði af ho44- um snjóinn í fordyrinu, og svo skálmaði hann inn. Hann stað- næmdist við ofninn, stappaði nið- ur fótunum og lét móðan mása á meðan hún færði hann úr yfir- höfninni. „Púff — nú er veður til þess að taka á kerlingunni sinni“, sagði hann og þreif utan um hana og hristi hana. Og Gjarta hló og sagði honum að standa kyrrum á meðan hún væri að ná af honum hálstauinu. Hann lét eins og óþelck ur krakki! „Og nú eru þeir, svo satt sem ég stend hér, komnir með olíuluktir um aliar götur í kaupstaðnum", sagði hann háðslega. „Þeir láta loga á þeim til klukkan ellefu, því að annars sjá þeir ekki til að sofna. Ætli við verðum ekki að fara að kveikja á lukt hjá kartöflunum, svo að þeim þóknist að spretta? Ja, þeir hafa peningana, fuglarnir, hvaðan sem þeir fá þá. Það er rétt eins og þeir tíni þá upp af götu sinni, þó að aðrir komi ekki auga á þá“. Vinnumaðurinn hafði spennt hestana frá vagninum, og nú kom hann inn með það, sem Óli hafði haft meðferðis. Gjarta iðaði í skinn inu af forvitni — Óli hafði sem sé verið að kaupa til jólanna. „Hvað gáfu þeir þér svo í ofaná- lag í búðinni?" spurði hún. „Nýtt almanak og flösku af frönsku víni“, sagði Óli stynjandi — hann var að basla við að kom- ast úr stígvélunum. „Hjálpaðu mér hérna, Pétur“. Pétur lagðist á hnén fyrir f.ram- an hann og þreif um annað stíg- vélið, en Óli studdi sig við mjúka öxlina á honum, svo að hann drægi hann ekki fram á gólf. „Þú hefur komizt í góð hold hér hjá okkur“, sagði hann. „Ég hef líklega ekki séð mat, áður en ég kom hingað“, svaraðl Pétur og reyndi að vera ónotaleg- ur. „Ég var nú ekki að segja það“, sagði Óli sáttfús. „Maitur er víðar en hér, og kannski sums sbaðar meira af honum. En það er nú einu sinni svo, að matur og matur er ekki alltaf og ævinlega eibt og hið sama. Gjarta er myndarleg hús móðir, og þær eru ekki á hverjum bæ nú á dögum“. Óli byrjaði nú að leita í vösum sínum, leyndardómsfullur á svip. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 585

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.