Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 13
um, og þannig eru þau svör, sem fengizt hafa. — En hvernig hafið þið komizt að þessum niðurstöðum? — í upphafi var aðalvandinn að finna fé, sem væri vel hvítt, svo og að fá aðstöðu til þess að gera lilraunirnar. Fyrsta tilraunaaðstað- an fékkst við skólabúið á Hólum í Hjaltadal árið 1961, og sama ár voru keypt lömb að tilraunastöð- inni á Reykhólum í Reykhólasveit, og í þann hóp valin allmörg lömb, sem voru vel hvít. Á Hólum og Reykhólum lagði ég áherzlu á að bera saman vel hvíia og mikið gula hrúta, bæði sem feður slátur- lamba og sem ærfeður. Þar voru líka gerða tilraunir með að blanda saman alhvítum og gulu fé til þess að kanna erfðirnar á gula litnum. Og á báðum stöðum var lögð áherzla á að fjölga alhvíiu fé, eft- ir því sem tök væru á. Árið 1965 bættust tvö önnur rikisbú í hópinn, skólabúið á Hvanneyri í Borgarfirði og til- raunabúið á Skriðuklaustri í Fljóis dal. Á Hvanneyri var lögð áherzla á að fjölga alhvítu fé sem örast, en á Skriðuklaustri voru rannsókn- irnar á gula litnum aðeins einn þátturinn í siarfseminni. Síðan hefur á hverju haust ver- ið safnað upplýsingum á þessum búum um ullarlit allra lamba, ásamt lifandi þunga þeirra og fall- þunga sláturlamba. Og nú lætur nærri, að fyrir liggi upplýsingar um öll þessi airiði á fimmtán þús- und lömbum. — Það væri gaman að heyra eitthvað frá þeim niðurstöðum. — Samanburður á lambafeðr- um hefur sýnt greinilega, að fall- þungi sláturlamba fer ekki eftir því, hvort hrúiarnir hafa eðli til þess að gefa vel hvít eða mikið gul lömb. Það hefur líka verið gerður samanburður á dætrum al- hvítra og mikið gulra hrúta, og þar kemur í ljós, að á þeim er enginn munur. Á öllum þessum búum er nú kominn upp stofn af alhvítu fé, og frá sumum þeirra hefur alhvíit fé dreifzt uin nálæg- ar sveitir. Samanburðurinn á alhvítu og gulu fé, sem við höfum lýst hér að framan, var gerður jnnan þess- ara ríkisbúa. Hann gefur þess vegna ekkert svar við þv1' hvernig þetta alhvíta fé reynisi út um sveitir meðal bænda. Haustið 1969 gafst sérstakt tækifæri til þess að Fjármaðurinn á Hólum, Steinþór Tryggvason, heldur hér á mödropóttu lambi tiJ myndatöku vorið 1971. ; f rannsaka þetta atriði allrækilega. Þá var mikill áhugi meðai bænoa í Skagafirði, Eyjafirði og á Aust- urlandi á ræktun á alhvítu fé, og það haust voru bændum seldir margir alhvítir eða lítið gulir lambhrútar frá Skriðuklaustri og Hólum. Og veturinn 1969—1970 var fylgzt með ræktun allmargra þeirra lambhrúta, sem seldir höfðu verið frá Hólabúinu. Voru þeir allir í Skagafirði og Eyjafirði. Til samanburðar voru teknir ákveðnir hrútar, sem bændurnir höfðu sjálfir átt fyrir. Lömb und- an öllum þessum hrútum voru svo litargreind við fæðingu og litafar þeirra sannsakað um' haustið. Þá voru þau líka vegin lifandi og fall- þungi tekinn á sláturlömbunum. í þessari rannsókn náðist alls til tólf hrúta, sem keyptir höfðu ver- ið frá Hólum — og átján heima- hrútar á bæjunum hafðir til sam- anburðar. Rannsóknin náði alls til tíu bæja. Við uppgjör á litadóm- um var þannig aðfarið, að lömb, sem voru alhví um hausið, tengu einkunn tíu fyrir lit, lömb, sem voru gul á skæklum, fengu eink- unn fimm, og lömb, sem voru mtð rauðgular hærur í ullinni fengu núll. Með því að gefa þessar eink- unnir, var hægt að finna meðal- Ærnar á Reykhólum eru langflestar rúnar aö vetrinum. Á þessari mynd sjást nokkrar ánna með lömbum sinum voriS 1971, þar sem verið er að gefa þeim kjarnfóöur meö túnbeit. Lömbin eru ffjót að komast á bragðið og ftra að tína kjarnfóðurskögglana. TÍMINN SUNN1JDAGSBLAÐ 589

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.