Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Qupperneq 14
einkunn lamba undan hverjum
hrút fyrir sig. Sá útreikningur
sýndi, að meðaleinkunn alira
lamba undan heimahrútum var
1,65, sem verður að teljast mjög
lágt. Á sumum bæjum kom jafn-
vel fyrir, að heimahrútar fengju
núll að meðalali. En lömbin und-
an Hólahrútunum á þessum bæj-
um fengu aftur á móti meðaleink-
unn 3,35, það er að segja tvöfalt
hærri en lömb heimahrútanna.
— En gerðuð þið ekki saman-
burð á vænleikanum?
— Jú. Fallþungi lambanna und-
an Hólahrútunum var líka tekinn
til samanburðar við afkvæmi
heimahrúta, Þar kom fram, að
lömbin undan Hólahrútunum voru
sízt lakari.
Víst má segja, að það hafi þurft
íwkkurn kjark til þess að fara út
í þessa rannsókn vegna þess, að
verulegur hluti alhvítu hrútanna,
sem nothæfir voru á Hólum þetta
haust, voru seldir, en beztu hrút-
unum haldið eftir heima. Seldu
hrútarnir voru þannig lítið valdir,
að öðru leyti en litnum.
Margir bændanna, sem fengu
þá, voru vissir um að þeir myndu
spilla fallþunga, og ef engin rann-
sókn hefði verið gerð, hefði sú
skoðun vafalítið orðið almenn eft-
ir á. Bændurnir dæmdu hrútana
eftir útlitinu, en ekki eftir
afkvæmunum. Mér fannst, aftur á
móti, nauðsynlegt, að fá sem bezt-
an mælikvarða á bað. hvernig þess
ir hrútar reyndust út á við, sam-
an borið við hrúta bændanna
sjálfra. Ég taldi mig þurfa að vita
sem gleggst, hvort Hólahrútarnir
spilltu fjárstofni bændanna í
kring, hvort þeir héldu honum
óbreyttum eða bættu hann. Án
þeirrar vitneskju var ábyrgðar-
hluti að dreifa Hólafénu í stórum
stfl út um nálægar sve. ír.
Rannsóknin á þersum hrúium
gaf til kynna, að Hó’aféð heíði
sízt lakara eðli til vænleika Iieidur
en fé á svæðinu í krin g. Það virð-
ist þess vegna óhætt að mæla með
því, að beztu alhvítu hrútarnir af
Hólastofni séu notaðir tii kynbóta.
Þeir eiga, samkvæmt þessari
reynslu, að stórbæia lit og halda
að minnsta kosti vel í horfir.u með
vænleika.
Við höfum ekki haft tadcifæri
til þess að rannsaka alhvitu fjár-
stofnana heima á búimum á þenn-
an hátt, enn sem komið er. En
það er ástæða til þess að benda
á, að alhvítu stofnarnir á Hvann-
eyri og Reykhólum hafa bæði
mjög gotr litarfar og framúrskar-
andi ullarfar með hliðsjón af loð-
sútun á gærum. Stofnarnir á þess-
um búum standa jafnvel Hólafénu
framar að því leyti.
— Hvernig fóruð þið að því að
dæma gærurnar með hliðsjón af
gæðum þeirra til loðsútunar?
— Við höfum mörg undanfarin
haust tekið gærur af sláturlömb-
um frá Reykhólum og Hvanneyri
og merkt hverja gæru með núm-
eri strax eftir slátrun. Þessi númer
eru höggvin í gærurnar með
gaddastöfum og það er hægi að
lesa úr þeim eftir að gærurnar
eru sútaðar.
Við höfðum lagt áherzlu á það
undanfarin ár að fylgjast sem allra
bezt með því, hvernig okkar eigið
mat á gærum á lömbunum lifandi
stæðist, þegar búið er að loðsúta
gæruna. Með þessum merkingum
hefur okkur tekizt að sýna fram
á, að þær gærur, sem við teljum
beztar á lifandi lömbum, eru ein-
miit eftirsóttustu fæ urnar ti! loð-
sútunar.
Haustið 1970 gerðum við tilraun
til að fá allar gæ.'ur af slátui-
lömbum sérmerktar við slátrun og
sendar til sútunar með skilagrein-
um, þannig að við gætum metið
hverja gæru að sútu.i lokinni.
Þetta tóksi, að því undanskildu þó,
að við urðum fyrir áfalli með eina
sendinguna. En við gátum dæmt
gærur af lömbum undan öllum
þeim hrútum, sem við höfum í
notkun á búunum.
Sá dómur gaf til kynna, eins og
kannski mátti búast við, að gær-
urnar voru verulega misjafnar eft-
ir því, hvert faðerni lambanna
hafði verið. Þetta þýðir með öðr-
um orðum, að það getur verið sút-
unariðnaði á íslandi mikið hags-
munamál, að bændur leggi sig
fram um notkun á þeim hrútum,
sem gefa beztar gærur.
— Hvernig bregzt iðnaðurinn
við þessum nýju möguleikum?
— Það er óhætt að segja, að hjá
iðnaðinum sé áhugi allverulegur.
Og ég vil sérstaklega geta þess, að
tvær sútunarverksmiðjur á land-
inu, það er að segja Sútunarverk-
smiðja Sláiurfélags Suðurlands í
Reykjavík og s útunarverksmiðjan
Loðskinn h.f. á Sauðárkróki hafa
veitt okkur margháttaða og ómet-
anlega fyrirgreiðslu í sambandi við
þessar rannsóknir. Þess er líka
rétt að geta, að verksmiðjan á
Sauðárkróki keypti tíu lambhrútá
af hvíta sláturfénu á Hólum haust-
ið 1969 og lánaði þá bændum í
Skagafirði í því skyni að hvetja til
framleiðslu á vel hvítum gærum.
Þetta sýnir, að áhugi verksmiðj-
anna á góðu hráefni er fyrir hendi.
Aftur á móti hefur gengið erfið-
lega að finna hagkvæmt fyrir-
komulag á því, hvernig kaupend-
ur gæranna, sem að mestu leyti
eru sútunarverksmiðiurnar, geta
mismunað bændum í gæruverði
eftir því, hvort þeir framleiða góða
vöru eða lélega.
Þess má geia, að Kaupfélag Sval-
barðseyrar, sem er hreint bænda-
kaupfélag, tók upp þá nýbreytni
haustið 1939, að litarflokka hvítu
lömbin frá hverjum bónda í slát-
urréttinni. Mislitar klemmur voru
settar í lömbin, þar sem þau stóðu
í réttinni, og var einn litur á
klemmum fyrir hvern ullarlit: Al-
hvítt, lítið gult og mikið gult. Svo
voru gærurnar dregnar í sundur
eftir slátrun ög hver flokkur salt-
aður sér.
Kaupfélagið greiddi síðan bænd-
um verðuppbót á betri hluta gær-
anna og hæst fyrir þær alhvítu.
Þetta fyrirkomulag vakti mjög
mikla athygli meðal bænda á fé-
lagssvæði kaupfélagsins, og áhugi
á ræktun alhvíts fjár óx mjög
mikið.
— Þetta hefur sem sagt verið
vel þokkað?
— Ég er ekki nógu kunnugur
því, hvernig kaupendur gæranna
brugðust við flokkuninni, eða
hvað umframverð þeir töldu sig
geta greitt fyrir bezta flokkinn. En
ég átti nú fyrir fáum dögum tal
við Valtý Kristjánsson, bónda í
Nesi og kaupfélagsstjóra á Sval-
barðseyri. Hann sagði mér, að þeir
héldu ótrauðir áfram þessari flokk
un. Þeir gerðu sér fulla grein fyr-
ir því, að alhvítu gærumar væru
miklu betri vara, en þær rauðgulu,
og það hlyti að vera rétt stefna
í framleiðslu að auka magn þeirr-
ar vöru, sem eftirsóttust væri.
Þótt þetta, sem hér hefur verið
lýst, sé ekki þáttur í rannsóknar-
starfseminni, þá er það beln af-
leiðing hennar.
Rannsóknirnar höfðu sýnt aö
auðvelt var að dæma gærugæði
lifandi lamba. Og þegar Kaupfélag
Svalbarðseyrar hófst handa um
gærumatið, var fenginn til þess
Sigtryggur Vagnsson, bóndi í
590
TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ