Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Page 16

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Page 16
ÓLÖF JÓNSDÓTTIR; Pósturinn t litlum kofa fyrir norSan bjó lítill karl með kindunum sínum og kettinum og hundinum. Flestum fannst hann skrýtinn og litu heldur niður á hann. Samt var hann húinn þeim kostum, sem prestarnir hæla mest í stólræðum. Hann var ekki hrokafullur eða drambsamur, heldur elskaði hann allar verur jafnt, og ekki hvað sízt dýrin, sem bjuggu með hon- um í kofanum. Aldrei hafði hann heyrzt tala illa um nokkurn mann, né skepnu, enda ekki margmáll. Hann hafði verið þarna póstur í byggðarlaginu, svo lengi sem menn mundu, Enginn vissi með sanni, hvað hann var gamall. Ef hann var spurður, brosti hann bara og hristi höfuðið. Aldur skiptir ekki máli. Alltaf kom pósturinn á réttum tinia, hvernig sem veður var. Starf- ið var vel af hendi leyst. Maðurinn var fátækur og allra manna min’nstur og lítilsvirtastur, hafður jafnvel að háði og spotti af hinum kristilegu, sem fara í sparifötin á sunnudögum og sitja með helgi- svip í kirkjunni. ið hægt að gera arfhreina féð dökkgrátt. Ennfremur hef ég unnið mikið að því undanfarin ár að koma upp kerfi til þess að gefa ám og hrút- um kynbótaeinkunnir. Þessum einkúnnum er ætlað að sýna, hversu verðmætt eðli hver einstakl ingur hefur til kynbóta. — Liggja fyrir einhverjar niðurstöður af þessum rannsókn- um? — Það hejúr sýnt sig, að háar og lágar kynbótaeinkunnir ganga í ættir, og með réttu vali á að vera kleift að auka verðmæti stofnsins í hverjum ættlið. — En hvað er að segja um fram- tíðarverkefni? — Það er gömul og ný saga, að þegar lausn finnst á einu vanda- máli, blasa við ennþá fleiri óleyst vandamál. Verkefnin, sem vinna þyrfti að á eviði sauðfjár- Hann fór ekki þangað. Ekki af því, að hann langaði ekki, heldur vegna þess, að honum hefði verið hent út vegna fataræfl- anna, sem hann klæddist, og lykt- arinnar, sem lagði af honum. En kindurnar hans og hundur- inn og kötturinn fengu alltaf nóg að borða, jafnvel þótt hann sylti stundum sjálfur. Hann var ekki að hugsa um að græða eins og flestir hinna, hann sóttist ekki eftir met- orðum né hrósi, heldur var hans eina hugsun að hlúa að. Hér höfðum við Krist á meðal okkar. En við sáum hann ekki. ★ Hann endaði ævina við bæjar- dyr höfðingjanna með póstinn við barm sér, trúr til hinztu stundar. Nú er hann gleymdur, kindurn- ar hans farnar, kofinn fallinn, að- eins nokkrir steinar standa. Þess vegna spyr ég: Hvar eru launin? Heimskuleg spurning, hver var að biðja um laun? Ekki hann. rannsókna, eru því nær óþrjótandi. Á næstu árum munum við reyna að einbeita okkur að þeim vanda- málum, sem hafa mest hagnýtt gildi fyrir sauðfjárbúskapinn. Þar verða ofarlega á blaði ýmsar rann- sóknir á því, með hvaða hætti unnt sé að auka afurðasemi fjár- ins á sem hagkvæmastan hátt, bæði með kynbótum og meðferð. Hvert það rannsóknarefni, sem tekið er fyrir og gefur ákveðið, jákvætt svar, getur haft mjög mik- ið gildi fyrir sauðfjárræktina í landinu í heild. Og þó leysir hvert svar oftast ekki nema lítinn hluta þess viðfangsefnis, sem leysa þyrfti fyrir atvinnuveginn. Þetta er rétt að hafa í huga, þegar ræfct er um nauðsyn og gildi rannsóknar- starfsemi í landbúnaði. — Hefur fjárskortur ekki sett þessari starfsemi neinar skorð- ur? — Fjárveitingar til rannsóknar* starfseminnar eru miðaðar við það, að sú starfsemi, sem nú ©r rekin, geti haldið í horfinu nokkurn veg- inn áfallalaust. Upp á síðkastið hefur þó verið hert allverulega á kröfum um hagsýni í notkun fjár til rannsókna. Um það er ekki nema gott eitt að segja, að ekki sé bruðlað með fjármuni, en okkur, sem að rannsóknarstarfsemi vinn- um, finnst sumpart, að við séum komnir í vítahring. Við höfum tek- ið að okkur verkefni, sem eru svo umfangsmikil, að við ráðum ekki við nema hluta þeirra. Tímaskortur- inn bitnar á þeim þættinum, sem erfiðastur er, en jafnframt veiga mestur, en það er uppgjör, túlkun og samning ritgerða um rannsókn- arverkefinin. Árangur í starfi er dæmdur eft- ir því, hve mörgum fullunnum verkefnum við skilum frá okkur. Þeir, sem málum ráða á þessu sviði, gera sér oft ekki næga grein fyrir því, hve mikla vinnu það út- heimtir í heild að taka fyrir ákveð- ið ' rannsóknarverkefni, skipu- leggja rannsóknina, safna gögnum, gera þau upp og túlka og skrifa um niðurstöðurnar. — Þið farið auðvitað ekki var- hluta af erfiði og álagi, fremur en aðrir þegnar nútímaþjóðfélaga? — Ég held mér sé óhætt að full- yrða, að álag á hvern mann í rannsóknarstarfsemi í landbúnaði á íslandi, sé miklum mun meira en gengur og gerist erlendis. Árang- urinn af störfum okkar er líka það mikill, að ég held við getum borið okkur kinnroðalaust saman við hverja sem er að því leyti. En heild- arafköst rannsóknarstarfseminnar eru þó hvergi nærri fullnægjandi fyrir atvinnuveginn. Úr því verður ekki bætt, nema með meiri mann- afla og meira fjármagni. Það gera tiltölulega fáir sér næga grein fyrir því, að það er rannsóknarstarfsemin, sem verður að eiga drýgstan hlut í því að leggja grundvöllinn að framförum í landbúnaði á íslandi á komandi tímum. Við, sem að rannsóknum vinnum, reynum að ota okkar tota, eins og sagt er, biðjum um meiri peninga og fleira fólk til starfa. Svörin, sem við fáum, eru yfirleiitt á þá leið, að ekki megi auka þenslu í ríkisrekstri, og það er talið vel við unandi, ef við fáum 10% hækkun á fjárframlagi. Mér þykir líklegt, að tvöföldun á starfs- 592 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.