Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Síða 18
þrem stöSum suður af íslandi, ská- hallf í átt til írlands, og á tveim stöðum undan norðurströnd Spán- ar. Júrajarðlög, sem þarna fund- ust á vestasta svæðinu, bentu til þess, að þau hefðu ekki myndazt f sjó. Af því hefur verið dregin sú ályktun, að kollar þeir, sem eru undan ströndum Ameríku, að- skildir frá landgrunninu af haf- dýpi, hafi í fyrndinni verið hluti meginlandsins. Sums staðar fannst sandur og smásteinar, sem borizt hafa með hafís á ísöld. Af skelj- um og öðru slíku, er fannst ofan hins eiginlega hafsbotns, var ráð- ið, að hafið suðvestur af Græn- landi er að minnsta kosti fimmtíu og fimm milljón ára gamalt. Hryggur sá, sem gengur eftir endilöngu Atlantshafi suðvest- ur frá íslandi er talinn vera eins konar brotalöm á hafsbotninum. Þeir sem senda Sunnu dagsblaðinu efni til birtingar, eru vinsam lega beðnir að vanda til handrita eftir föng- um og helzt að láta vél- rita þau, ef kostur er. Ekki má þó vélrita þéttar en I aðra hverja línu. tf 1 ,WI1"' Þeir, sem hugsa sér ^ð halda Sunnudags- bhðinu saman, ættu =ið athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar ' hiá þeim og ráða bót á þvl. ----------■ Þar hafi hafsbotninn gliðnað smám saman og hafið milli Evrópu og Grænlands myndazt við það á sextíu milljónum ára. Nú er kom- ið í Ijós, að elzta setið á þessum hrygg er aðeins fárra milljóna ára gamalt, en þeim mun eldra verð- ur setið, sem lengra er farið frá hryggnum í átt til meginlandanna. í því felst að hafsbotninn verður þeim mun eldri sem nær dregur meginlöndunum. Þetta gildir ekki aðeins um þann hluta hryggsins, sem kenndur er við Reykjanes- skaga, heldur suður allt Atlants- haf og aðra samsvarandi hryggi á hafsbotni í öðrum höfum. Með borun í nánd við hrygginn suður af Reykjanesskaga átti að kanna, hversu gamalt botngrýtið þar væri, og forvitnast um, hvort ald- ur þess félli að þessum hygmynd- um. í setinu á þessum stað fannst hraunsalli, auk skeljaleifa og þess konar, en sjálft botngrýtið taldist vera rúmlega tíu milljón ára gam- alt. Við nýja borun suðaustur af þessum stað, fór borinn í gegn um set, sem varla var milljón ára gam- alt, mestallt goséfni, sem stafar sennilega frá eldgosum neðansjáv- ar og hefur getað borizt með straumum undan ströndum ís- lands. í þessu seti fannst lítið af lífrænum efnum, og það er enn óleyst gáta, hvort þetta stafar af því, að þar hefur verið minna líf en annars staðar eða hvort ólíf- rænt set hefur verið óvenjulega mikið. Þá var borað á landgrunnshjalla norðvestur af írlandi, raunar tvær borholur frekar en ein. Framan af þriðju jarðöld hefur þarna verið grunnt, og sannast það af því, að 1 leitirnar komu steingervingar dýra, sem ekki þrífast í djúpsævi. Seinna hefur þarna verið nokkru dýpra, kannski tvö hundruð metr- ar, og síðan hefur hafbotninn sig- ið, unz komið var þúsund metra dýpi, er haldizt hefur síðan lítt óbreytt. Á tveim stöðum var borað í Biskajaflóann á fimm þúsund metra dýpi. Talið hefur verið, að Spánn hafi áður verið samgrónari Frakklandi. Rannsókn á seti í botni flóans leiddi í ljós, að það hefur bæði borizt þangað úr suðri og norðri. Þar hylja ógurlegar dyngj- ur hinn raunverulega hafsbotn, þó að kollar nái á stöku stað upp úr setinu. Niður í einn þessara kolla var borað. Á kollinum var set frá miðbiki þriðju jarðaldar, um það bil tveir sentimetrar fyrir hver þúsund ár uppi á kollinum, en tíu sentimetrar utan hans. Á fyrsta skeiði þriðju jarðaldar hefur set- ið aftur á móti þykknað um tíu sentimetra á kollinum á hverjum þúsund árum, en ekki nema einn sentimetra utan hans. Það bendir til þess, að kollurinn hefi þá leg- ið dýpra en núverandi hafsbotn utan hans. Áður en mjög langt um líður verður samin vísindaleg skýrsla um þessar rannsóknir, og til þess er ætlazt, að allir vísindamenn, sem þess óska, geti fengið sýnis- horn frá öllum höfum heims og rannsakað þau sjálfir að vild sinni. Þessi sýni eiga þeir að fá ókeypis, ef þeir leggja fram áætlanir um fyrirhugaðar rannsóknir sínar og lofa að birta niðurstöður sínar inn- an tilsMlins tíma. Enn er óráðið, hversu lengi sMp- ið verður að rannsóknum, en hringferð um hnöttinn á að vera lokið í ágústmánuði næsta sum- ar. Það er háð fjárveitingum og styrkjum, hvort þá verður haldið áfram. Nóg er af rannsóknarefn- um, sem ekM hefur enn verið sinnt, en allt kostar þetta mikla fjármuni. Hver einasti sólarhring- ur kostar sem sé milljónir ís- lenzkra króna, ef með er talinn kostnaður við stjórn þessara rann- sókna á landi og sú úrvinnsla gagna, er þar fer fram. Mjög hef- ur verið rætt um það, að ríM í Norðurálfu hlypu undir baggann og leggðu til dæmis til vísinda- menn á sinn kosnað um tveggja mánaða skeið í senn og tækju að meira eða minna leyti þátt í úr- vinnslunni, og er hið síðamefnda raunar að nokkru leyti komið í framkvæmd. Allir eru sammála um, að þess- ar rannsóknir hafi þegar aukið mjög þekMngu manna á sögu út- hafanna. Þær hafa staðfest sumar kenningar vísindamanna, en koll- varpað öðrum. Ekki hafa þær síð- ur orðið upphaf nýrra kenninga og umfram allt nýrra hugmynda, sem miMls vert þyMr að sann- reyna með nýjum rannsóknum, er næðu lengra norður og suður en hinar fyrri. Þar er þó við að glíma erfiðleika, sem eru tæknilegs eðl- is. í norðri er það hafísinn, en í suðri er mikil fjarlægð til hafna á milli ferða. 594 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.