Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Síða 4
Sigurður Björnsson, Kviskerjum:
Gluggað í gamla bók
(Sl. vetur þurfti ég að dvelja á
spitala um alllangan tima, en með
hjálp góðs manns átti ég þess kost aö
fá rit, sem ég hafði áhuga fyrir til
lestrar, og var það raunar ævi
ákveðins manns, sem ég hafði hug á að
kynna mér. Er það skemmst frá aö
segja að timinn leið fljótt við þann
lestur, og dettur mér i hug að reyna að
gefa öörum örlitla hugmynd um hvaö
það var, sem stytti svo vel fyrir mér
timann. S.B.)
Eitt er það rit, sem þyrfti að vera til
i hverju sýslubókasafni og raunar ætti
að vera i hverju hreppsbókasafni. Það
er Tiöindi frá alþingi, en svo voru
fundargerðarbækur alþingis nefndar
frá þvi að það var endurreist og þar til
það fékk löggjafarréttindi, en árið 1875
var titlinum breytt i Alþingistiðindi.
Hvergi er hægt aö kynnast þessum
timum eins vel og með þvi að lesa
þetta rit, þar kemur fjölmargt fram
um ástand einstakra byggðarlaga,
fyrir utan það, að þar er glögg mynd
af þvi, sem i þjóðmálunum gerðist.
Ekki má heldur gleyma þvi að þar
gefa þingmenn sönnustu lýsingu á
sjálfum sér, sem fengin verður, með
viðhorfi sinu til mála. Væri þvi þörf
á að séð yrði til þess að almenningur
geti átt kost á að lesa þetta rit, en nú
mun hluti þess ófáanlegur og i mjög
fárra höndum.
Sitthvað var með öðrum hætti á
fyrstu áratugum hins endurreista al-
þingis en maður á von á. Menn komu
með,,uppástungur” en ekki „tillögur”
og margar „bænarskrárnar” hefðu
ekki verið nefndar þvi nafni nú og
menn stóðu upp fyrir málum við at-
kvæðagreiðslu, en oft var þó notað
nafnakall. Kostnaðinn af þinginu báru
jarðeigendur, greiddu ákveðna
prósentu af jarðarafgjöldum. Ekki
voru allir ánægðir með þetta fyrir-
komulag, vegna þess að reiknings-
kunnátta var ekki alls staðar á háu
stigi og áttu þvi sumir erfitt með að
vita hvað þeim bar að borga. Þess
vegna ( og e.t.v. af fleiri ástæðum) var
lagt til á þinginu 1861 að visst gjald
yrði lagt á hvert jarðar hundrað.
Eflaust hafa sumir jarðeigendur séð
ofsjónum yfir þeim greiðslum, sem
þeir urðu að inna af hendi, og talið að
meiri sparnaðar mætti gæta en gert
Sigurður Björnsson
var t.d. kom ein bænarskrá til þingsins
1861 um að hætt yrði að prenta ræður
þingmanna, og var hún nokkuð rædd.
Ekki fékk það mál góðar undirtektir,
og var þingið einhuga um að þing-
ræður yrðu áfram prentaðar. Þó má
vera að til þessa megi rekja, að hætt
var um tima að reyna að hafa
ræðurnar orðréttar. en aðeins efni
þeirra rakið.
Til aö þóknast jarðeigendum, flutti
Halldór Kr. Friðriksson „uppástungu”
á þinginu 1861, um að þeir sem áttu
hundrað hundraða i jörðum, skyldu
hafa rétt til setu á alþingi á sjálfs sins
kostnað. Ekki hlaut þessi tillaga
mikinn byr á þinginu, og dugði litt þó
frummælandi benti á brezku lávarðar-
deildina sem hliðstæðu. Jón Hjaltalin
landlæknir taldi þá deild vera Bretum
til litils sóma og mundi frummælandi
ekki hafa óskað eftir slikri deild, ef
hann hefði kynnzt henni. Stefán i
Arnanesi kvað vitið ekki alltaf fylgja
efnunum og mundi óvist, að þeir sem
flest jarðarhundruðin ættu yrðu gagn-
legir landinu á þingi. Lauk þessu svo
að „uppa'stungan” var dregin til baka.
Skal nú vikið að nokkrum málum sem
rædd voru á alþingi árið 1861.:
Stjórnin lagði fyrir þingið frumvarp
að hjúalögum, og mun hafa ætlazt til
að þau yrðu nokkur réttarbót. Nokkuð
lögðu menn misjafnt til þessa máls og
töldu sumir að.réttur húsbændanna
þyrfti að vera sem bezt tryggður, en
aðrir voru sammála Stefáni Eirikssyni
(þingmanni A.-Skafteilinga) um að
hjú ætti jafnan erfiðara með að ná rétti
sinum en húsbændur, og þyrftu þvi
fremurað vanda lögin hvað þau snerti
en þá, svo að þau gætu i raun notið
þess réttar, sem löggjafinn ætlaðist til.
Viða að komu bænarskrár, m.a.
nokkrar um að reynt yrði að takmarka
fiskveiðar útlendinga við landið, og
vegna þess skoraði þingið á stjórnina
að reyna að koma i veg fyrir að útlend-
ingar veiddu nær landinu en eina milu
danska frá ströndum þess, og hvergi
inni á flóum og fjörðum. Umræður i
þessu máli voru mjög fróðlegar. Það
kemur t.d. fram að Frakkar áttu
meginhlutann af fiskiflotanum, sem
við landið var. Stefán i Arnanesi, sagði
að eftir að franski fiskiflotinn kæmi
upp að ströndinni i mars, veiddist ekki
hákarl við suðaustur ströndina, þvi
hann legðist á niðurburðinn frá
skútunum, en áður fyrr hefði hákarls-
lýsið oft verið drjúgt innlegg hjá
bændum i A.-Skaftafellssýslu. Ekki
fara sögur af þvi hversu skelegg
stjórnin var i þessu máli, en úrbætur
fengust engar.
Nokkrar bænarskrár komu um lög-
gildingu hafna, þ.á.m. ein úr A,-
Skaftafellssýslu og var hún um að
Papós yrði löggiltur. Stefán Eiriksson
lagði þá bænarskrá fram 9. júli, og var
henni vel tekið. Þegar hún kom til
annarar umræðu 24. s.m., gat Stefán
sagt þær fréttir að honum hefði borizt
bréf heiman úr héraði, þar sem sagt
var að Austurskaftfellingar hefðu
fengið kaupmann til að sigla á Papós,
og væri sagt að hann væri úr Hafnar-
firði og héti Jóhnsen. Siðar hefðu þeir
fengið norskt timburskip til að sigla
þangað og keypt upp farminn.
Þingið mælti með iöggildingu flestra
hafnanna, en ekki var það einróma
nema með Papós.
Þó mæði- og garnaveiki væru
óþektar þá. höfðu bændur áhyggjur af
heilsusauðkindarinnar rétt eins og nú.
A-Skaftfellingar sendu bænaskrá um
það að kláðasjúku fék yrði slátrað, eða
Flutt á bls. 758
740
Sunnudagsblað Tímans