Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Qupperneq 9
Agnar Gunnlaugsson:
Harðsótt heiðarferð
Sumarið 1920 var kaupakona á Kolu-
gili i Viðidal i V-Húnavatnssýslu, 25
ára gömul stúlka, Petrina Jónsdóttir.
Petrina átti heimili, þegar þessi
frásaga gerðist, á Kópareykjum i
Reykholtsdal i Borgarfjarðarsýslu, en
hafði komið um vorið til þess að vera
kaupakona á Kolugili, en systir
Petrinar, Sesselja Sigrún Jónsdóttir
hafði þá fyrir 5 árum flutt norður að
Kolugili, og gerzt ráðskona þar, hjá
Gunnlaugi Danielssyni bónda.
Onnur systir Petrinar, Sigriður, bjó
á Hrappsstöðum næsta bæ við Kolugil.
Á þessum árum gekk fé Borgfirðinga
og Húnvetninga saman á afréttum
þeim sem voru á milli þessara héraða,
og var svo allt til þess að mæðiveikin
fór að herja á sauðfjárstofn bænda á
þessum svæðum.
Haustið 1948 var siðast dregið
sundur fé i Fljótsdrögum og viö
Réttarvatn af Borgfirðingum og Hún-
vetningum, en á næsta ári var lögð
girðing úr Arnarvatni og norðaustur
við Fljótsdrög og i Langjökul, einnig
úr Arnarvatni vestur yfir Tvidægru og
heiðarsvæðin þar fyrir vestan. Tók þá
fyrir allar f jársamgöngur milli
þessara heiða með þessum aðgerðum.
Þetta haust, sem fyrr greinir komu
tveir menn norður i Viðidalstungurétt
til þess að hirða fé Borgfirðinga, en
það voru þeir Jósef Eliasson frá
Signýjarstöðum i Hálsasveit, faðir
Þorsteins rithöfundar og Helgi
Sigurðsson frá Hömrum i Reykholts-
dal. Hann er nú á Elliheimilinu i
Borgarnesi.
Jósef Eliasson var Viðdælingur að
ætt og uppruna, ættaður frá Lækjar-
koti i Viðidal i Vestur-Húnvatnssýslu.
Var hann einn þeirra Lækjarkots-
bræðra. sem allir voru annálaðir iétt-
leikamenn. og ratvisir með
afbrigðum. Margri sauðkindinni
björguðu þeir frá hungurdauða. af
afréttum. eftir að leitir höfðu farið
fram á haustin. þvi þá fóru þeir i eftir-
leitir og fundu oftast i leitum sinum
fénað sem annars hefði að öllum lik-
indum orðið úti á afréttunum.
Oft hafði hurð skoilið nærri hælum i
þessum heiðarferðum þeirra. Aliar
þeirra ferðir á heiðarlönd Húnvetn-
inga væru efni i stóra frásögn og
merkilega. ef til væru heimildir.
Þeir bræður voru Elias, Eggert og
Sunnudagsblað Timans
Jósef og mágur þeirra Þorsteinn
Þorsteinsson, bóndi i Litluhlið, sem
giftur var systur þeirra Jóhönnu
Þeir voru ailir á sinum beztu árum
annálaðir ferðamenn, ratvisir og
þolnir. Ég man það, að ég heyrði talað
um og þótti með eindæmum sá flýtir i
förum, sem Jósef á Signýjarstöðum
hafði við er hann var i Lækjarkoti og
fór suöur heiðar á fund borgfirzku
heimasætunnar Ástriðar Þorsteins-
dóttur á Húsafelli sem hann var heit-
bundinn, en sá timi sem fór i ferðir
hans var i minnum hafður.
Petrina fór þess á leit við Jósef, aö fá
að veröa þeim samferða suður yfir
heiðar, en þeir ætluðu að reka fénað
þann, sem þeir hirtu i réttum Hún-
vetninga og var úr Borgarfirði, og þá
aðallega úr Hálsasveit og Reykholts-
dal, upp úr Viðidal og suður heiðar til
Borgarfjarðar.
Faöir Petrinu hafði sent henni hest
með þeim norður, og var hún ákveðin
að komast suður heim til sin og verða
þeim samferða. Akvað Jósef hvaða
dag hún ætti að koma að afloknum
réttum, er þeir höfðu safnað saman fé
Borgfirðinga á þann bæ vestan megin
Viðidalsár, er næstur lá heiðinni og
Stórahlið nefndistáá bær er nú kominn
i eyði.
Siðla nætur fór Petrina af stað frá
Kolugili og fylgdi Sigrún systir hennar
henni fram að Stóruhlið, en þaðan
skyldi lagt upp klukkan sex um
morguninn.
Þar sem veðurútlitið þennan
morgun var mjög ljótt, og hálfgert
hriðarútlit, lagði bóndinn i Stóruhlið,
Ásmundur Magnússon, fast að
sunnanmönnum að fara ekki i svo
slæmu veðurútliti, og ekki siður þar
sem kvenmaður var með i förinni og
hafði Ásmundur snarast á milli glugg-
anna á baðstofunni og út á hlað meðan
þeir þágu góðgerðir, og athugað
veðurútlit mjög gaumgæfiiega, og
verið afar áhyggjufullur, en Jósef lét
ekkert letja sig og ákvað að fara hvað
sem hver sagði. —- Mér verður hugsað
til mins góða vinar Ásmundar þegar
þetta hefur verið. Hann þekkti vel,
hversu fljótt var að skipast veður i lofti
og þó fegurð heiðanna, kyrrð þeirra og
friður væri mikill á þeim tima.sem vor
og sumar umlukti þær, þá gat lika
veturinn i sinu riki breytt þar miklu
um. Þá var ekki heyglum hent að etja
kappi við veðurguðina á hinum við-
áttumiklu fjalla- og heiðarlöndum i
ömurleik skammdegisviðáttu og öll
kennileiti og vegvisar i kafi i snjó.
Við, sem bjuggum i framm Viðidal
á þessu árabili, áttum þvi að venjast
að heiðarlöndin og lönd jarða þeirra,
sem undir heiðinni lágu, færu undir
snjó á haustdögum og lægi sá snjór á
jörðu fram i mai, þó misjafnlega mikil
snjóalög væru.
Nú eru engir vetrar i samanburði
við það sem þá var. En vorið kom að
vetri loknum og bræddi allan is, eða
eins og Steinbjörn Jónsson frá Háafelli
i Hvitársiðu.bróðir Petrinar.kemst svo
vel að orði i gullfallegri og vel kveðinni
visu, sem hér fer á eftir.
Til að bræða allan is
upp er sumar runnið.
Þú hefur vors- og vonadis
veldisstólinn unnið.
Þetta var nú innskot i ferðir Borg-
firðinga, sem nú kvöddu heimilisfólkiö
i Stóru-Hlið og lögðu með yfir hundrað
fjár suður yfir heiðar til Borgar-
fjarðar. Klukkan var rúmlega 6 um
morguninn er þau lögðu af stað frá
Stóru-Hlið og var þá veðurútlit mjög
ljótt, enda fór það svo að eftir þrjá
klukkutima eða um það bil, var komið
austan hriðarveður, og færð versnaði
eftir þvi sem á daginn leið.
Sú leið, sem þau munu hafa farið,
mun hafa verið fram með Viðidalsa
vestanverði og með ánni framan hjá
Sandfellskvisl og upp með henni og á
hinn rudda og varðaða veg.sem liggur
vestan i Sandfelli á Viðidalstunguheiði
og þaðan veginn, sem liggur i vestur-
jaðri Stóra-Sands að Arnarvatni. Ég
hefi ekki getað fengið óyggjandi
sönnun fyrir þvi hvaða leið þau hafa
farið en þetta er sú leið, sem ég tel lik-
legasta og bezt að fara og þá sérstak-
lega þegar farið er með fjárrekstur
eins og þau voru með. Helgi og Petrina
voru ekki kunnug á þessum slóðum og
muna þvi ekki hvaða leið var farin
suður yfir heiðina. Jósef er dáinn fyrir
mörgum árum.
Eins og hér að framan greinir, varð
fljótt mikil ófærð og fór Jósef á undan
með alla hestana, en þau Petrina og
Helgi ráku féð i sporaslóð þeirra.
745