Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Síða 17
hann stýrimannafræði hjá Jóni stýri- manni Vidalin i Reykjavik. Pétur gerðist bóndi i Njarðvik eftir föður sinn og þótti jafnan mikið til hans koma. Svo segir i æviminningu Jóns Sig- hvatssonar, að skúta hans hafi alla tið verið mesta heppnisskip, og fært eig- anda sinum mikinn feng að landi. A efstu árum Jóns var skútan orðin mjög af sér gengin og litt sjófær. Lét hann það verða eitt siðasta verk sitt að sjá um viðgerð hennar og sparaði engin útgjöld i þvi efni. Jón andaðist 28. nóv. 1841, 82 ára gamall”. En fleiri skipasmiðir voru sunnan Hafnarfjarðar en Jón Sighvatsson i Ytri Njarðvik. t annál 19. aldar er þessa getið að Magnús Waage i Vogum hafi smiðað ,,nálægt 100 róðraskipa og báta og tvo þilbáta frá stofni”. Magnús var sonur Jóns Danielssonar er um 60 ára skeið rak rausnarbú i stóru-Vog- um. (Sjá Skútuöldin bls. 69 og 70). Vikur þá aftur sögunni i Iðnsögu ts- lands, en þar er á bls. þeiin,er áður getui; i sambandi við Illhuga smið, get- ið skipasmiða á Suðurnesjum i bréfi eftir Olaf Ketilsson i öslandi i Höfnum (dags. 24.4. 1941). Verþur hér vitnað i bréf þetta um leið og annað samræmt efni, sem ritstjóri Iðnsögunnar, dr. Guðm. Finnbogas., birti þar: ,,Hinn fyrsti batasmiður, sem hann (þ.e. Ólafur) hefur sagnir af i Hafnahr. er Guðni sýslumaður i Kirkjuv. (f. 1714, d. 1780). Hann fluttist þangað frá Stafnesi 1752. Var hann hinn mesti smiðisvölundur, bæði sem húsasmiður og skipa. Meðal annarra skipa smiðaði hann með Bjarna Vigfússyni, mági sinum, tólfæring einn mikinn (en þeir voru fátiðir á Suðurnesjum. Aðallega voru notaðir hér áttæringar, og tein- æringar, i Grindavik og Miðnesi, en litið i Garði (Innskot S.M.) sem hann hafði til geirfuglafanga tii Geirfugla- skerja og vöruflutninga millum Grindavikur og Básenda. Næstu skipasmiðir i Höfnum voru þeir Brandur Guðmundsson hrepp- stjóri (f. 1771 i Landsveit, d. 1845) og Björn sonur hans (d. 1869). Voru þeir feðgar báðir annálaðir fyrir vit sitt og afl. og eru óhrekjanlegar heimildir fyrir þvi. að þeir lyftu teinæringum ,,af stokkunum" tveir einir og færðu hann i þann stað, sem hann átti að vera. Smiðuðu þeir smærri og stærri skip yfir 30 ár. bæði i Höfnum og Grindavik,og enn fremur fyrir bændur sunnan Garðskaga i hinum forna Rosmhvalaneshreppi. Næsti skipasmiður i Höfnum eftir þá feðga var Eggert Björnsson, (f. i Kirkjuvogi 1825, d. 1905) ,,og er óhætt að telja Eggert almesta smið allra Suðurnesja, það sem sagan nær. Hann byrjaði strax sem barn að smiða likingar (model) af öllum stærðum skipa, teinæringum, áttæringum og minni fleytum, og um tvitugsaldur var hann farinn að smiða skip fyrir bænd- ur, bæði hér og utansveitar, einkum þó i Grindavik og Miðneshreppi. Var Eggert svo mikil hamhleypa við skipasmiðar, að hann smiðaði tein- æringinn aleinn á þremur vikum, en áttæringinn á hálfum mánuði, og svo hagur var hann, að aldrei þurfti hann að bera fjöl við skör, þegar hann felldi borð saman, hann aðeins renndi ■ augunum til skararinnar á byrðingn- um, þegar hann hjó hina skörina, og svo blindféllu skarirnar saman, þegar hann bar saman, og svo var hann kappsamur, að hann stóð alitaf upp með siðasta bitann i munninum og þaut svo'tyggjandi út, en lét færa sér kaffi hálfkælt af brennivini og þambaði svo allt i einum teyg.” Olafur Ketilsson hefir það eftir bróðursyni Eggerts, að hann hafi smiðað 495 skip, en finnst sú tala há, þó hann viti, að Eggert féll aldrei verk úr hendi árið um kring um 55 ára skeið. Þykir hon- um trúlegt, að fullur skipanna hafi verið teinæringar og áttæringar, a.m.k. hafi hann i Ólafs tið smiðað meira af hinum stærri en smærri skip- um. Hann smiðaði lika tvo þilbáta, annan fyrir Sveinbjörn Þórðarson i Sandgerði, hinn fyrir Sigurð Benediktsson i Merkinesi. (Mér dettur i hug að skip Sveinbjarnar i Sand- gerði hafi verið „Kári”, sem er á skipalista hreppstjóra Rosmhvalanes- hrepps árið 1870 (varðveitt i Þjóð- skjaiasafni), en þar segir: _Hann (þ.e. báturinn) er aðallega i „trans- porti” og litið til fiskjar” Þess er getið að hann hafi verið 6 tonn. Þess er og getið að áhöfn hans þetta árið sé 4 menn. sem allir eru nafngreindir. Innskot S.M.) Þóttu báðir bátarnir með ágætum góðir eftir stærð. Núverandi skipasmiður i Hafna- hreppi heitir Hinrik Ivarsson (f. á Eyrarbakka 1899), þjóðhagasmiður, en nýbyrjaður á skipasmiðum, hefur smiðað átta trillubáta, áttæringa og 4 smærri vélbáta, og hafa allir reynzt mjög vel. Á Suðurnesjum utan Hafna- hrepps hefur litið kveðið að skipasmið- um á 18. og 19. öld, og munu flest ef ekki öll skip i Grindav. óg Rosmhvala- neshreppi sunnan Garðskaga smiðuð af skipasmiðum Hafnahrepps, en inn- an Garðskaga (i Gerðahreppi! var skipasmiður að nafni Sigurður Helga- son i Presthúsum. Mun hann hafa verið fæddur laust eftir aldamót, 1810—1812. Þótti hann ágætur skipa- smiður sinnar tiðar, en mun aldrei hafa smiðað stærri skip en sexmanna- för og þaðan af smærri. „Litlu seinna voru tveir skipasmiðir iLeirunni, Sveinn Björnsson og Niku- lás Björnsson. Þeir smiðuðu töluvert af hinum smærri skipum fyrir Garð, Leiru og Keflavik. En fyrir og eftir siðustu aldamót fer að verða mikil breyting á skipasmiðum Suðurnesja innan Garðskaga. Þá er það Þórður i Gróttu og Engeyjarskipasmiðirnir, sem fara að smiða skip þar syðra, einkum fyrir Vatnsleysustrandar- hrepp-, Keflavik, Njarðvik, Leiru og Garð. En 1901 flyzt til Keflavikur mikill skipasmiður, Guðjón Jónsson, (f. 1858, d. 1922). Hafði hann lært skipasmiði hjá Þórði i Gróttu. Var Guöjón framúrskarandi dugnaðar- maður og vandvirkur, svo annálað var. Voru öll skip, sem hann smiðaði, með hinu svokallaða Engeyjarlagi. Samtals smiðaði hann 192 skip, þar af 62 áttæringa, og er það eftirtektarvert, að af ölium þessum 192 skipum, sem Guðjón smiðaði, hefur ekki eitt einasta mannslif tapazt allt til þessa dags. (Eins og mörgum Keflvikingum er eflaust kunnugt, þá er Guðjón Jónsson faðir þeirra Framnessystra, Guðlaug- ar og Jóninu, er búið hafa i húsi sinu, Framnesi, frá þvi þær komu fyrst til Keflavikur árið 1901, með foreldrum sinum frá Vatnsleysuströnd. t júni- blaði Faxa 1947 segir gjörla frá Guð- jóni skipasmið og þar sem það blað er sennil. i fárra höndum nú orðið, eins og reyndar þau rit sem hér hefur verið vitnað til að framan, mun ég aöeins vikja litiðeitt að Guðjóni, en fara fljótt yfir rúmsins vegna. Kona Guðjóns skipasmiðs var Guð- rún Torfadóttir. og voru þau gefin saman i hjónaband árið 1890. Guðrún lézt 1943. Sama ár og Guðjón flytur til Keflavikur smiðaði hann sexmanna- far að Bæjarskerjum á Miðnesi.og eru likur til að þaðhafi verið 4. eða 5: fleyt- an er hann gerði. Árið 1920, 7. marz, hefur hann skráð i dagbók sina: „Nú hefi ég smiðað 192 skip”. Jón Tómas- son segir svo i grein þessari: „Vinnu- dagur hans (Guðjóns) hófst kl. 6 að morgni og lauk kl. 8 að kvöldi. Með svona löngum vinnudegi og frábærum hagleik og atorku tókst honum að ljúka smiði skipsins (en þetta var 38. átt- æringur, sem hann smiðaði suður á Miðnesi 1913) á 23 dögum þrátt fyrir stööug hreggveður og þótti það mjög vel gert. Sjálfur lagði hann til að skipið héti „Hreggviður”, og var svo gert. Þessu skipi hefur verið róið af Miðnesi til siðustu ára og er talið að varla sé unnt að smiða betra skip af þeirri gerð og stærð, er þetta skip reyndist Sunnudagsblaö Timans 753

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.