Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 19
 Benedikt Gislason frá Hofteigi: Séra Jónmundur Séra Jónmundur sa» á Staö, sveitin ætti að muna þaö, klökkur i anda klerkur baö, Kristur gekk lfka fyrst i hlaö. Sátu klerkar á sinum staö, sagan greinir að margt var aö. Margur af hjarta köldu kvaö. Kristur vildi ekki heyra það. Gangið þið, klerkar, heim á hlaö, helgið allt, sem er þ r á Stað, eins og Jónmundur 1 empan kvaö. Kristur er lika með a það. Séra Jónmundur sat á Staö, siöastur bænda auövitað, komi þar einhver heim á hlað, hljómar sagna i eyði um þaö. Séra Jónmundur sat á Staö sáiin hans rika skiidi þaö, að tilveru manns er tileinkað töfrandi líf — hið græna blað. Ef það gæfist nú gull á Stað, græfu margir að finna það, en gæta þess ei — hið græna blað er gull, sem þarf ei að leita að. Guð lét vaxa hið græna blað, gerði sólinni að annast þaö. Mæta þeir sizt i miklum stað menn, sem það hafa forsmánað. Gakktu svo, vinur, heimy á hlað, horfðu á blómin, sem vaxa á Staði af alhug skyldi þaö athugaö, ekkert llf vanti hið græna blað. Blikinn og kollan Framhald af bls. 739 Við hliðina á hreiðrinu þeirra hafði staðið autt hreiður lengi eftir að þau voru farin að búa. En nú voru þarna komin hjón, sem höfðu orðið siðbúin eða máske misst hreiðrið sitt annars staðar Kollunni og Blikanum var ekki rétt vel við þessa nágranna, húsbónd- inn á þvi heimili var dálitið ráðrikur, og Blikinn, sem við skrifum með stórum staf, mátti varla teygja sig, þá fór nágranninn að ýfa fjaðrirnar. Einu sinni þegar Blikinn og Koilan fóru að fá sér að drekka, varð hann heldur seinni heim. Hann settist spöikorn frá Kollunni, en þegar hann nálgaðist hreiðrið hægur og hljóður, fór nágrann inn að reigja sig og gargaði á móti honum. Blikinn var litið gefinn fyrir að lenda i ófriði, svo hann beið lengi, nágranninn kom á mo’ti honum og hafði i hótunum. Blikinn mændi til Kollunnar, hann langaði til að sitja við hreiðrið. Hann vissi að henni var óhætt fyrir nágrannanum, en það var svo gaman að tala við hana um sumarið og sólskinið, og hve gaman yrði að láta öldurnar vagga sér og ungunum, þegar þar að kæmi. Nóttin varð Blikanum og Kollunni löng og leið, af þvi þau gátu ekki verið saman, en undir morguninn barst þeim óvænt hjálp. Bliki nokkur, sem þau ekki þekktu, kom svifandi og settist nálægt. Nágranninnn sneri sér undir eins að honum. og notaði Blikinn þá tækifærið og labbaði til Kollunnar sinnar. Þau nugguðu saman nefjum og þá urðu þau aftur hamingjusöm Þannig var hver dagur öðrum likur hjá Kollunni og Blikanum, oftast var veðrið gott, sól hækkaði á lofti og ilmur kom úr grasi. En eins og oft á vorin komu nokkrir kaldir dagar, en um vorhret var ekki að ræða. Eftir þvi sem lengur leið áásetutima æðarfuglsins, fór hvitu og svörtu lit- unum i varplandinu að fækka, og það leið allt af lengri og lengri timi á milli þess, sem blikarnir heimsóttu kollurnar sinar. En Blikinn, sem átti stóran staf, kom allt af aftur þó að hann stingi sér stundum eftir æti, þegar hann fylgdi Kollunni sinni að vatnsbólinu. Einu sinni varð hann eftir úti á sjó að ná sér i æti, þegar hann var að fylgja Kollunni. Hann lofaði að verða stutt, en það fer oft öðru visi en ætlað er. Einu sinni þegar hann kom úr kafi , varð hann allt i einu fastur, og gat varla rekið nefið upp úr til að anda. Hann hafði lent i hrognkelsaneti, hvernig sem hann reyndi gat hann ekki losað sig, hann reyndi að kafa aftur en gat það ekki, að lokum varð hann uppgefinn, en reyndi þó að halda nefinu upp úr til að geta andað. Heima i hreiðrinu lá Kollan, og hugsaði mikið um Blikann sinn. Hvers vegna var hann svona lengi, hún var orðin hálf hrædd og henni leiddist. Skyldi hann nú hætta að koma aftur eins og hinir blikarnir, skyldi hann vera búinn að yfirgefa Kolluna sina, hugsaði hún, og þannig leið þessi nóttin. Þegar sólin fór að hækka á lofti um morguninn, sá Blikinn stórt ferlíki nálgast, og var nærri drukknaður við að reyna að losa sig. Þarna voru mennirnir komnir á leið í varplandið, og þeir höfðu séð lifandi fugl i netinu. Þeir losuðu hann varfærnum höndum úr netinu, og létu hann niður i bátinn. Hann var bæði hræddur og máttvana svo að hann hreyfði sig ekki. Bátnum var lent i vörinni niður undan gamla kofanum, og mennirnir báru Blikann upp að kofaveggnum og skildu hann eftir. Hans fyrsta hugsun var, að reyna að fljúga til Kollunnar sinnar, en honum var svo ósköp illt i öðrum vængnum að hann gat ekki flogið, en labbaði af stað i áttina heim og hvildi sig annað slagið. Kollan var orðin dauðhrædd um Blikann, og augun voru orðin vot, hana iangaði svo til að fara að leita að honum en hún mátti ekki yfirgefa eggiti am, þa gæiu ui,^uiiiii .' þeim dáið. En þegar fólkið fór að ganga um varpið varð hún að fara af hreiðrinu, og þá fór hún að leita. Hún kom fljót- lega auga á blika, sem kjagaði áfram ósköp þreytulegur og úfinn. Og Kollan var fljót að þekkja Biikann sinn og settist hjá honum, og þar urðu fagnaðarfundir. Þegar þau höfðu stungið saman nefjum dálitla stund fór hún að laga til á honum fjaðrirnar. Flutt á bls. 758 Sunnudagsblað Tímans 755

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.