Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 24.04.2004, Síða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 21 Fermingarbörn frá Akureyrarkirkju og Lögmannshlíð 1954 Ágætu fermingarsystkin! Munið að staðfesta þátttöku ykkar fyrir 1. maí. Hittumst heil. Nefndin. EININGAR- IÐJUFÉLAGAR! Aðalfundur Einingar-Iðju verður haldinn þriðjudaginn 4. maí 2004 kl. 20.00 í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Ársreikningar liggja frammi á skrifstofum félagsins. Félagar fjölmennið - Kaffiveitingar Stjórnin. „ÞAÐ er alveg dásamlega gott,“ sagði Víkingur Björnsson og vitnar þar í kakó Arngríms Kristjánssonar múrara, en Aggi eins og hann er kallaður hefur til margra ára boðið Víkingi og félögum hans upp á kakó, kleinur og súkkulaði að lokinni göngu yfir gömlu brýrnar á Eyja- fjarðará á Sumardaginn fyrsta. „Við göngum þarna nokkur alla daga árs- ins, en þetta er eini dagurinn þar sem veitingar eru í boði,“ sagði Vík- ingur. „Þess vegna þykir öllum sér- staklega gaman í gönguferðinni þann daginn.“ Arngrímur sagði það góðan sið að fagna sumri með kakói og kleinum. „Ég hef mjög gaman af þessu, göngumenn eru þakklátir og við eig- um saman góða stund,“ sagði Arn- grímur. Í hópnum eru 7-8 menn, sem mæta upp á hvern dag kl. 10 og ganga saman 5 kílómetra leið yfir gömlu brýrnar. „Ég hjóla,“ sagði Arngrímur, hjólar 16 kílómetra hring en var á sínum tíma einn fé- laga í gönguhópnum. „Maður verður óneitanlega dálítið vinsæll,“ sagði Arngrímur og bætti við að menn fylgdust vel með almanakinu og sumarkomunni og hlökkuðu greini- lega til kakódrykkjunnar. Ljósmynd/Myndrún/Rúnar Þór Arngrímur Kristjánsson, Aggi, hellir í glasið hjá Hreini Óskarssyni, en aðrir félagar í gönguhópnum fylgjast með; Víkingur Björnsson, Sæbjörn Jónsson, Gunnar Lórenzson, Anna María Jóhannsdóttir og Jóhann Helgason. Kakóið hans Agga dásamlega gott Sameiginleg kynning háskóla | Allir háskólar landsins hafa tekið sig saman um að kynna námsframboð á háskólastigi á Íslandi. Kynningar hafa farið fram í hverjum landshluta og nú er komið að Norðurlandi, en þetta er í fyrsta skipti sem slík kynning er haldin á Akureyri. Hún verður í húsnæði Háskólans á Ak- ureyri, Sólborg, í dag, laugardaginn 24. apríl og stendur hún frá 13:00 til 16:00. Námsframboð íslenskra há- skóla verður kynnt og fulltrúar frá háskólunum sitja fyr- ir svörum um staðarnám og fjarnám. Einnig er hægt að fá upplýsingar um háskólana á sameiginlegri heimasíðu þeirra, www.haskolar.is Jón segir frá| Jón Laxdal Hall- dórsson mun segja frá verkum sín- um og sýningunni í Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2 á Akureyri á morgun, sunnudaginn 25. apríl, frá kl. 11 til 13. Þetta er jafnframt síðasti sýning- ardagur og eru allir velkomnir. Jón hefur haldið yfir 16 einkasýn- ingar, þá fyrstu í Rauða húsinu 1982. Hann var bæjarlistamaður Akureyr- ar 1993-1994. ALÞJÓÐLEGT vélsleðamót (WSA mót) verður í Ólafsfirði í dag, laugardag kl. 14. Þetta er jafnframt lokaumferð Íslands- mótsins í snjókrossi og ráðast þar úrslit mótsins. Fjórir erlendir keppendur taka þátt í mótinu og má búast við miklum tilþrifum. Vélsleða- mót í Ólafsfirði hafa jafnan vak- ið mikla athygli enda oft farið fram á götum bæjarins. Nú verður keppt á ósunum vestan Ólafsfjarðarár, en þar er að- staða sem Vélsleðafélag Ólafs- fjarðar hefur komið sér upp bæði fyrir hjól og sleða. Unnið var við það í gær að aka snjó á fjölda tækja að móts- stað og byggja upp brautina. Alþjóðlegt vélsleða- mót    AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.