Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 21 Fermingarbörn frá Akureyrarkirkju og Lögmannshlíð 1954 Ágætu fermingarsystkin! Munið að staðfesta þátttöku ykkar fyrir 1. maí. Hittumst heil. Nefndin. EININGAR- IÐJUFÉLAGAR! Aðalfundur Einingar-Iðju verður haldinn þriðjudaginn 4. maí 2004 kl. 20.00 í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Ársreikningar liggja frammi á skrifstofum félagsins. Félagar fjölmennið - Kaffiveitingar Stjórnin. „ÞAÐ er alveg dásamlega gott,“ sagði Víkingur Björnsson og vitnar þar í kakó Arngríms Kristjánssonar múrara, en Aggi eins og hann er kallaður hefur til margra ára boðið Víkingi og félögum hans upp á kakó, kleinur og súkkulaði að lokinni göngu yfir gömlu brýrnar á Eyja- fjarðará á Sumardaginn fyrsta. „Við göngum þarna nokkur alla daga árs- ins, en þetta er eini dagurinn þar sem veitingar eru í boði,“ sagði Vík- ingur. „Þess vegna þykir öllum sér- staklega gaman í gönguferðinni þann daginn.“ Arngrímur sagði það góðan sið að fagna sumri með kakói og kleinum. „Ég hef mjög gaman af þessu, göngumenn eru þakklátir og við eig- um saman góða stund,“ sagði Arn- grímur. Í hópnum eru 7-8 menn, sem mæta upp á hvern dag kl. 10 og ganga saman 5 kílómetra leið yfir gömlu brýrnar. „Ég hjóla,“ sagði Arngrímur, hjólar 16 kílómetra hring en var á sínum tíma einn fé- laga í gönguhópnum. „Maður verður óneitanlega dálítið vinsæll,“ sagði Arngrímur og bætti við að menn fylgdust vel með almanakinu og sumarkomunni og hlökkuðu greini- lega til kakódrykkjunnar. Ljósmynd/Myndrún/Rúnar Þór Arngrímur Kristjánsson, Aggi, hellir í glasið hjá Hreini Óskarssyni, en aðrir félagar í gönguhópnum fylgjast með; Víkingur Björnsson, Sæbjörn Jónsson, Gunnar Lórenzson, Anna María Jóhannsdóttir og Jóhann Helgason. Kakóið hans Agga dásamlega gott Sameiginleg kynning háskóla | Allir háskólar landsins hafa tekið sig saman um að kynna námsframboð á háskólastigi á Íslandi. Kynningar hafa farið fram í hverjum landshluta og nú er komið að Norðurlandi, en þetta er í fyrsta skipti sem slík kynning er haldin á Akureyri. Hún verður í húsnæði Háskólans á Ak- ureyri, Sólborg, í dag, laugardaginn 24. apríl og stendur hún frá 13:00 til 16:00. Námsframboð íslenskra há- skóla verður kynnt og fulltrúar frá háskólunum sitja fyr- ir svörum um staðarnám og fjarnám. Einnig er hægt að fá upplýsingar um háskólana á sameiginlegri heimasíðu þeirra, www.haskolar.is Jón segir frá| Jón Laxdal Hall- dórsson mun segja frá verkum sín- um og sýningunni í Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2 á Akureyri á morgun, sunnudaginn 25. apríl, frá kl. 11 til 13. Þetta er jafnframt síðasti sýning- ardagur og eru allir velkomnir. Jón hefur haldið yfir 16 einkasýn- ingar, þá fyrstu í Rauða húsinu 1982. Hann var bæjarlistamaður Akureyr- ar 1993-1994. ALÞJÓÐLEGT vélsleðamót (WSA mót) verður í Ólafsfirði í dag, laugardag kl. 14. Þetta er jafnframt lokaumferð Íslands- mótsins í snjókrossi og ráðast þar úrslit mótsins. Fjórir erlendir keppendur taka þátt í mótinu og má búast við miklum tilþrifum. Vélsleða- mót í Ólafsfirði hafa jafnan vak- ið mikla athygli enda oft farið fram á götum bæjarins. Nú verður keppt á ósunum vestan Ólafsfjarðarár, en þar er að- staða sem Vélsleðafélag Ólafs- fjarðar hefur komið sér upp bæði fyrir hjól og sleða. Unnið var við það í gær að aka snjó á fjölda tækja að móts- stað og byggja upp brautina. Alþjóðlegt vélsleða- mót    AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.