Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 29

Morgunblaðið - 24.04.2004, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 29 © 2003 Trimble Navigation Limited. All rights reserved. All other trademarks are the property of their respective owners. WWW.TRIMBLE.COM Trimble lausnir í notkun um allt land – í öllum verkum.Trimble lausnir í notkun um allt land – í öllum verkum. BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Þórólfur Árnason, keypti fyrstu að- göngumiðana í netsölu á nýrri heimasíðu Borgarleikhússins og opnaði þar með síðuna formlega á dögunum. Borgarleikhúsið er þar með fyrst leikhúsanna til að opna fyrir netsölu og mun það létta mörgum bið við miðasölu leikhússins, sem verið hef- ur undir miklu álagi í allan vetur, að sögn Sigrúnar Valbergsdóttur kynn- ingarstjóra LR. „Kerfið annar fjölþættu framboði á viðburðum í hverri viku í Borgar- leikhúsinu og er því viðamikið í upp- setningu, en einfalt í notkun. Það geta verið 10 til 16 viðburðir í hús- inu – á þrem mismunandi leiksviðum – á einni viku: margar sýningar á sama leikriti, tónleikar, danssýn- ingar og svo framvegis. Einnig hefur símkerfi hússins ver- ið endurnýjað, en eldra kerfið ann- aði ekki álaginu. Hver vikan af ann- arri hefur verið metvika í aðsókn. Í síðustu viku komu 5.500 gestir í hús- ið. Þá voru 16 viðburðir í húsinu frá þriðjudegi til sunnudagskvölds á þremur leiksviðum,“ segir Sigrún. Leikhúsmiðar til sölu á Netinu Morgunblaðið/Jim Smart Guðjón Pedersen leikhússtjóri og Þórólfur Árnason opna nýju heimasíðuna. Í TILEFNI af sjötugsafmæli Arn- órs Hannibalssonar prófessors, hinn 24. mars sl., gengst Heimspekistofn- un fyrir málþingi um fagurfræði, í Odda, stofu 101, kl. 10–16 í dag. Fagurfræðin var önnur helsta kennslugrein Arnórs í heim- speki, ásamt þekkingarfræði. Gunnar Harð- arson nefnir er- indi sitt: Eftirlík- ing, tjáning og form: Um fagurfræði nokkurra íslenskra listmálara. Gunnar J. Árnason fjallar um fag- urfræði: Heimspekileg samræða við samtímalist. Sigríður Þorgeirsdóttir nefnir erindi sitt list, fæðing og dauði. Vilhjálmur Árnason fjallar um fagurfræði tilvistarinnar og Róbert H. Haraldsson nefnir erindi sitt Feg- urðin ein? Fundarstjóri er Salvör Nordal. Málþing um fagurfræði Arnór Hannibalsson SÍÐUSTU sýningar á leikritinu Tenórnum, sem sýnt er í Iðnó, verða næstu tvo sunnudaga, 24. apríl og 2. maí. Tenórinn var frum- sýndur í Iðnó í byrjun október og fjallar um tenórsöngvara sem hefur verið langdvölum í útlöndum og er að fara að halda tónleika. Leikritið gerist á einum og hálfum klukku- tíma í búningsherbergi ónefnds tónlistarhúss þar sem söngvarinn og undirleikari hans eru að búa sig undir tónleikana. Leikstjóri sýningarinnar er Odd- ur Bjarni Þorkelsson. Höfundur leikritsins, Guðmundur Ólafsson, leikur og syngur Tenórsöngvarann, undirleikari hans er Sigursveinn Kr. Magnússon og Sigrún Edda Björnsdóttir ljær eiginkonu söngv- arans rödd sína. Tenórinn af fjölunum ♦♦♦ ♦♦♦ Á VEGUM Tónlistarskólans í Reykjavík verða minningartónleikar í Íslensku óperunni kl. 20 á þriðjudags- kvöld. Tónleikarnir eru til að minnast Hermínu S. Kristjánsson sem hefði orðið eitthundrað ára 16. mars sl og Rögnvaldar Sigurjónssonar sem lést 28. febrúar á þessu ári. Hermína S. Kristjánsson hóf störf við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1948. Áður hafði hún stundað nám í píanóleik og starfað sem píanókenn- ari í Kaupmannahöfn og Hamborg. Hermína var brautryðjandi í mennt- un píanókennara hér á landi og var einn aðalhvatamaður þess að píanó- kennaradeild var sett á stofn við Tón- listarskólann í Reykjavík árið 1963. Hermína veitti deildinni forstöðu fyrstu fimmtán árin, allt þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1978. Rögnvaldur Sigurjónsson lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík árið 1936. Hann var í hópi fremstu listamanna þjóðarinnar og einn af aðal píanó- kennurum Tónlistarskólans um fjöru- tíu ára skeið. Snorri S. Birgisson minnist Herm- ínu og Halldór Haraldsson minnist Rögnvaldar. Nemendur skólans leika verk eftir Bach, Bartók og fleiri. Rögnvaldur Sigurjónsson Hermína St. Kristjánsson Minningar- tónleikar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.