Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 29 © 2003 Trimble Navigation Limited. All rights reserved. All other trademarks are the property of their respective owners. WWW.TRIMBLE.COM Trimble lausnir í notkun um allt land – í öllum verkum.Trimble lausnir í notkun um allt land – í öllum verkum. BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Þórólfur Árnason, keypti fyrstu að- göngumiðana í netsölu á nýrri heimasíðu Borgarleikhússins og opnaði þar með síðuna formlega á dögunum. Borgarleikhúsið er þar með fyrst leikhúsanna til að opna fyrir netsölu og mun það létta mörgum bið við miðasölu leikhússins, sem verið hef- ur undir miklu álagi í allan vetur, að sögn Sigrúnar Valbergsdóttur kynn- ingarstjóra LR. „Kerfið annar fjölþættu framboði á viðburðum í hverri viku í Borgar- leikhúsinu og er því viðamikið í upp- setningu, en einfalt í notkun. Það geta verið 10 til 16 viðburðir í hús- inu – á þrem mismunandi leiksviðum – á einni viku: margar sýningar á sama leikriti, tónleikar, danssýn- ingar og svo framvegis. Einnig hefur símkerfi hússins ver- ið endurnýjað, en eldra kerfið ann- aði ekki álaginu. Hver vikan af ann- arri hefur verið metvika í aðsókn. Í síðustu viku komu 5.500 gestir í hús- ið. Þá voru 16 viðburðir í húsinu frá þriðjudegi til sunnudagskvölds á þremur leiksviðum,“ segir Sigrún. Leikhúsmiðar til sölu á Netinu Morgunblaðið/Jim Smart Guðjón Pedersen leikhússtjóri og Þórólfur Árnason opna nýju heimasíðuna. Í TILEFNI af sjötugsafmæli Arn- órs Hannibalssonar prófessors, hinn 24. mars sl., gengst Heimspekistofn- un fyrir málþingi um fagurfræði, í Odda, stofu 101, kl. 10–16 í dag. Fagurfræðin var önnur helsta kennslugrein Arnórs í heim- speki, ásamt þekkingarfræði. Gunnar Harð- arson nefnir er- indi sitt: Eftirlík- ing, tjáning og form: Um fagurfræði nokkurra íslenskra listmálara. Gunnar J. Árnason fjallar um fag- urfræði: Heimspekileg samræða við samtímalist. Sigríður Þorgeirsdóttir nefnir erindi sitt list, fæðing og dauði. Vilhjálmur Árnason fjallar um fagurfræði tilvistarinnar og Róbert H. Haraldsson nefnir erindi sitt Feg- urðin ein? Fundarstjóri er Salvör Nordal. Málþing um fagurfræði Arnór Hannibalsson SÍÐUSTU sýningar á leikritinu Tenórnum, sem sýnt er í Iðnó, verða næstu tvo sunnudaga, 24. apríl og 2. maí. Tenórinn var frum- sýndur í Iðnó í byrjun október og fjallar um tenórsöngvara sem hefur verið langdvölum í útlöndum og er að fara að halda tónleika. Leikritið gerist á einum og hálfum klukku- tíma í búningsherbergi ónefnds tónlistarhúss þar sem söngvarinn og undirleikari hans eru að búa sig undir tónleikana. Leikstjóri sýningarinnar er Odd- ur Bjarni Þorkelsson. Höfundur leikritsins, Guðmundur Ólafsson, leikur og syngur Tenórsöngvarann, undirleikari hans er Sigursveinn Kr. Magnússon og Sigrún Edda Björnsdóttir ljær eiginkonu söngv- arans rödd sína. Tenórinn af fjölunum ♦♦♦ ♦♦♦ Á VEGUM Tónlistarskólans í Reykjavík verða minningartónleikar í Íslensku óperunni kl. 20 á þriðjudags- kvöld. Tónleikarnir eru til að minnast Hermínu S. Kristjánsson sem hefði orðið eitthundrað ára 16. mars sl og Rögnvaldar Sigurjónssonar sem lést 28. febrúar á þessu ári. Hermína S. Kristjánsson hóf störf við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1948. Áður hafði hún stundað nám í píanóleik og starfað sem píanókenn- ari í Kaupmannahöfn og Hamborg. Hermína var brautryðjandi í mennt- un píanókennara hér á landi og var einn aðalhvatamaður þess að píanó- kennaradeild var sett á stofn við Tón- listarskólann í Reykjavík árið 1963. Hermína veitti deildinni forstöðu fyrstu fimmtán árin, allt þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1978. Rögnvaldur Sigurjónsson lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík árið 1936. Hann var í hópi fremstu listamanna þjóðarinnar og einn af aðal píanó- kennurum Tónlistarskólans um fjöru- tíu ára skeið. Snorri S. Birgisson minnist Herm- ínu og Halldór Haraldsson minnist Rögnvaldar. Nemendur skólans leika verk eftir Bach, Bartók og fleiri. Rögnvaldur Sigurjónsson Hermína St. Kristjánsson Minningar- tónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.