Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina
til Portúgals í júní á hreint ótrúlegum kjörum til þessa vinsæla
áfangastaðar. Sumarið er komið í
Portúgal í júní og hér getur þú notið
lífsins við frábærar aðstæður og
nýtur traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann. Þú bókar
ferðina og 3 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir í fríinu
þínu í Portúgal.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 49.990
M.v. 2 saman í gistingu í viku, 2. júní.
Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til
og frá flugvelli kr. 1.800 á mann.
Tilboðið miðast við að bókað sé á netinu.
Símabókunargjald kr. 2.000 á mann
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu sætin
Stökktu til
Portúgal
2. júní
frá kr. 34.905*
Verð kr. 34.905*
M.v. hjón með 2 börn 2-11 ára í viku,
2. júní. Innifalið flug, gisting og skattar.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 á
mann.
Tilboðið miðast við að bókað sé á netinu.
Símabókunargjald kr. 2.000 á mann.
KIRKJURÁÐ fagnar tillögum um
stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum
og friðlýsingu hans sem helgistaðar
allra Íslendinga í ályktun um frum-
varp er varðar þjóðgarðinn á Þing-
völlum. Kirkjuráð mótmælir því hins
vegar að í greinargerð með frum-
varpinu eru Þingvellir taldir með
ríkisjörðum, enda liggi ekki fyrir
formlegt afsal á Þingvöllum og sam-
kvæmt þinglýstum eignarheimildum
sé ótvírætt að kirkjan fari með eign-
arheimild að Þingvöllum.
Staðfest í skrá um landamerki
prestssetursins frá 1890
Kirkjuráð hefur sent nefndasviði
Alþingis ályktunina vegna frum-
varpsins. Þar segir einnig að Kirkju-
ráð líti svo á að frumvarpið feli ekki í
sér breytingu á réttarstöðu Þing-
valla sem prestsseturs skv. lögum
nr. 62/1990 og sem staðfest hafi verið
með starfsreglum Kirkjuþings.
Séra Halldór Gunnarsson í Holti,
sem sæti á í kirkjuráði, segir kirkju-
ráð vilja vekja athygli á því að Þing-
völlur sé kirkjueign en í greinargerð
frumvarpsins segi að allt land innan
hins friðhelga lands skv. 1. grein
frumvparsins sé í eigu ríkisins. „Við
viljum minna á að Þingvöllur er
kirkjueign og það liggur engin heim-
ild að okkar mati til annars í lögum
eins langt aftur og hægt er að rekja.
Við sýnum fram á þetta í skrá yfir
landamerki prestssetursins í fylgi-
skjali sem var þinglesið á manntals-
þingi á Þingvöllum 7. júní 1890,“ seg-
ir Halldór.
„Það er hins vegar okkar vilji að
náð verði samkomulagi um þessar
eignir með líkum hætti og gert var
með samkomulaginu um kirkjujarð-
irnar 1997. Við viljum hafa sátt við
ríki og þjóð um Þingvöll og fögnum
því að þessu frumvarpi um þjóðgarð-
inn en minnum um leið á að það þarf
að ræða við okkur,“ segir Halldór og
bætir við að ekki sé óeðlilegt í þessu
sambandi að tekið yrði til umræðu að
kirkjan ætti fulltrúa í Þingvalla-
nefnd.
Samningaviðræður
hafa staðið í 20 ár
Í ályktuninni minnir Kirkjuráð á
að undanfarin tuttugu ár hafi staðið
yfir samningaviðræður ríkisins og
þjóðkirkjunnar um kirkjueignir og
prestssetur og það sem þeim fylgir.
Með kirkjujarðasamkomulaginu
1997 hafi orðið sátt um kirkjujarð-
irnar og það samkomulag hafi verið
staðfest með kirkjulögunum nr. 78/
1997 og sérstökum samningi um
fjármál þjóðkirkjunnar þar af leið-
andi.
„Vegna sérstöðu prestssetranna
og þess sem þeim fylgir varð að fjalla
sérstaklega um þau. Viðræðunefndir
ríkis og kirkju störfuðu frá 1997 til
2002 en niðurstaða náðist ekki. Þrátt
fyrir óskir kirkjunnar hefur ríkis-
valdið ekki séð sér fært að halda við-
ræðum áfram, en Kirkjuráð væntir
þess að samkomulag geti náðst sem
fyrst,“ segir í ályktun ráðsins.
Frumvarpið um þjóðgarðinn er nú
til umfjöllunar á Alþingi
Kirkjuráð ályktar vegna frumvarps um þjóðgarðinn á Þingvöllum
Mótmæla að Þingvellir séu
taldir með ríkisjörðum
MARGT var um manninn og mikið
skrafað á fyrstu sýningu landnáms-
hænsna á Íslandi sem haldin var á
laugardag í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum í Laugardal. Áttatíu
og sex fuglar voru sýndir og vel á
áttunda hundrað manns sótti sýn-
inguna þrátt fyrir nokkuð óblíðar
móttökur veðurguðanna. Mikill
áhugi hefur vaknað undanfarin ár á
vexti og viðhaldi þessa fallega
hænsnastofns.
Gestir á sýningunni kusu falleg-
asta hana og hænu sýningarinnar
og var atkvæðum dreift mjög breitt
yfir hópinn, enda virðist hið fjöl-
breytilega útlit fuglanna höfða til
almennings. Þó verður ætíð að vera
einn sigurvegari í slíkri keppni og í
þetta skiptið urðu fyrir valinu þau
Hrólfur, í eigu Maríu Kristu og
Barkar úr Hafnarfirði og Elisabet í
eigu Helga Sigurðssonar úr Kópa-
vogi.
Hrólfur og Elísabet
fegurstu hænsnin
Morgunblaðið/Sverrir
Fátt gleður augu yngstu kynslóðarinnar meir en litlir hænsnaungar.
Landnámshanarnir á sýningunni
voru tignarlegir og montnir. Hér
eru sannkallaðir monthanar á ferð.
HERDEILDIN Waffen SS Divis-
ion Wiking, sem m.a. var skipuð
sjálfboðaliðum frá Danmörku, Nor-
egi, Svíþjóð og Íslandi, tók þátt í
tveimur fjöldamorðum á gyðingum í
Úkraínu sumarið 1941. Þetta kemur
fram í nýrri bók hins umdeilda
þýska sagnfræðings Hannesar
Heer, Vom Verschwinden der Täter
(Um hvarf glæpamannanna). Þór
Whitehead, prófessor í sagnfræði
við Háskóla Íslands, segir útilokað
að Íslendingar hafi átt hlut að máli,
enginn Íslendingur hafi verið með
Waffen SS á austurvígstöðvum á
þessum tíma.
Danir fjölmennastir
í Wiking-herdeildinni
Danska blaðið Berlingske Tid-
ende fjallar um þessar nýju upplýs-
ingar en Danir voru fjölmennastir
Norðurlandaþjóðanna í Wiking-
herdeildinni. Heer segir Wiking-
sveitina hafa tekið þátt í fjölda-
morðum á 600 gyðingum í Ternopol
og tvö til þrjú þúsund gyðingum í
Zloczow.
Í Berlingske Tidende er rætt við
sagnfræðinginn Therkel Stræde
sem segir þessar upplýsingar vera
nýjar af nálinni og að hann hafi trú
á að þær séu réttar.
Þór Whitehead segist telja alveg
útilokað að Íslendingar hafi komið
nálægt fjöldamorðunum. „Það er al-
veg á hreinu að í febrúar 1942
komst Björn Sv. Björnsson á aust-
urvígstöðvarnar þannig að það er
ljóst að hann kom hvergi nærri
þessum atburðum. Hann gekk í SS í
september 1941, einum og hálfum
mánuði eftir að þessir atburðir
gerðust.“
Þór segir að Sölvi K. Friðriksson
hafi verið í fangabúðaliði og síðar í
Hauskúpusveitunum (Totenkopf)
sem hafi heyrt undir Waffen SS.
„Ef ég man rétt fór hann [Sölvi]
ekki á austurvígstöðvarnar fyrr en
mun seinna í stríðinu. Þannig að
þetta er útilokað.“
Þór segir geta verið að Heer hafi
fundið heimildir fyrir þessum
fjöldamorðum, hann ætli ekki að vé-
fengja það. Þetta komi sér engu að
síður nokkuð á óvart því búið sé að
rannsaka sögu sveitarinnar mjög
mikið en Þór minnir þó á að skjala-
haugarnir frá stríðsárunum séu
fjallháir. „Mér þykir það þó alveg
fráleitt að Hannes Heer skuli tala
um það á þeim nótum að þessi sveit,
Wiking, hafi verið skipuð Íslending-
um yfirleitt. Það voru tveir menn
sem rata í þessa sveit og það er því
fráleitt að tala um að hún hafi verið
skipuð Íslendingum. Þetta var heil
hersveit.“
Hannes Heer
mjög umdeildur
Þór segir Hannes Heer vera mjög
umdeildan, svo ekki sé meira sagt.
„Hann setti upp svokallaða Wehr-
macht-sýningu 1996 og hún var
mjög umdeild. Það kom til mikilla
deilna og gamlir hermenn voru sér-
staklega reiðir út í hann og mót-
mæltu sýningunni. En pólskur
sagnfræðingur skrifaði síðan grein
um þetta og fletti ofan af þessu al-
gerlega, því margar myndanna og
svakalegustu myndirnar á sýning-
unni voru úr skjalasöfnun sovésku
leynilögreglunnar sem þýski herinn
lagði hald á í sókninni austur og röt-
uðu síðan inn í þýsk skjalasöfn.
Heer dró þessar myndir fram og
fullyrti að þarna hefði þýski herinn
verið á ferðinni. Sýningin var því
tekin niður og Heer látinn fara,“
segir Þór.
Fráleitt að segja að Íslend-
ingar hafi skipað Waffen
SS Wiking-herdeildina
DAGUR umhverfisins var haldinn
hátíðlegur víða um land í gær. Fyrir-
tæki, stofnanir og samtök kynntu
nálgun sína á umhverfismálum á
sýningunni Dagar umhverfisins í
Smáralind. um helgina.
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra opnaði Arnarvefinn,
fræðsluvef um haförninn og um leið
sjálfa sýninguna. Í gær afhenti ráð-
herra fyrirtækjaviðurkenningu um-
hverfisráðuneytisins, Kuðunginn, í
Smáralindinni og opnaði jafnframt
nýjan vef með upplýsingum um fyr-
irtæki og umhverfismál. Kuðunginn
fékk í þetta sinn ferðaþjónustufyrir-
tækið Hópbílar hf í Hafnarfirði.
Þetta er í 9. sinn sem verðlaunin eru
veitt en handhafi þeirra var útgáfu-
félag Morgunblaðsins.
Formaður dómnefndar, Andrés
Pétursson, sagði að Hópbílar hefðu
sett sér skýr markmið í umhverfis-
málum og hefðu allt frá árinu 2001
unnið að því að fá umhverfisvottun
samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO
14001. Það krefst mikillar vinnu og
fyrirhafnar að koma á vottuðu um-
hverfisstjórnunarkerfi samkvæmt
ISO 14001 og því fylgir mikill kostn-
aður. „Það má því teljast til afreka
þegar lítið meðalstórt fyrirtæki á ís-
lenskan mælikvarða tekst á við svo
stórt verkefni og lýkur því með
glæsibrag sem gerir það eitt af
framsæknustu fyrirtækjum landsins
í umhverfismálum,“ sagði Andrés.
Morgunblaðið/Sverrir
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra skoðaði kynningarbása fyrir-
tækja á dögum umhverfisins.
Umhverfisráðherra á
dögum umhverfisins
Hópbílar hf.
fengu
Kuðunginn