Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN
16 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Tækifæri í kjölfar stækkunar EES
Utanríkisrá›uneyti›, Útflutningsrá› og Euro
Info skrifstofan standa fyrir morgunver›ar-
fundi um möguleika íslenskra fyrirtækja á
flátttöku í verkefnum sem styrkt eru af
flróunarsjó›i EFTA. Fundurinn ver›ur haldinn
fimmtudaginn 29. apríl kl. 8:30-10:00, á Grand
Hótel Reykjavík.
Nánar um flróunarsjó› EFTA á vef Vi›skipta-
fljónustu utanríkisrá›uneytisins, www.vur.is
fiátttökugjald er kr. 1.500, morgunver›ur er
innifalinn.
um þróunarsjóð EFTA
Dagskrá:
8:30 Setning fundar
8:40 Kynning á flróunarsjó›i EFTA
Martin Eyjólfsson, forstö›uma›ur Vi›skiptafljónustu
utanríksirá›uneytisins (VUR)
9:00 Starfsemi flróunarsjó›sins og möguleikar á
flátttöku í verkefnum
Per Bondesen, framkvæmdastjóri flróunarsjó›s EFTA
9:30 Verkefni í Póllandi styrkt af flróunarsjó›i EFTA
Piotr Zuber, skrifstofustjóri í rá›uneyti efnahags-,
atvinnu og félagsmála í Póllandi
10:00 Fundi l‡kur
Kynningarfundur
Fundurinn er öllum opinn en nau›synlegt er
a› skrá flátttöku hjá Útflutningsrá›i í síma
511 4000 e›a me› tölvupósti,
utflutningsrad@utflutningsrad.is
NÝLEGA hafa komið út fróðleg-
ar upplýsingar um þróun margs-
konar fíkniefnanotkunar á Íslandi
allt fram til loka sl. árs.
Bak við vandaðar
tölfræðilegar upplýs-
ingar og vel upp sett
súlurit má glöggt sjá
hvernig sá harm-
leikur sem fíkniefna-
notkun er, eykst að
umfangi og leggur
fleiri og fleiri að velli.
Einnig að sífellt lækk-
ar aldur þeirra sem
eru í hættu að byrja
notkun. Sláandi er,
svo aðeins eitt dæmi
sé tekið, að frá 1986
til 1995 tengdust 153
sjálfsvíg notkun vímu
og fíkniefna – eða
helmingur allra
sjálfsvíga í landinu á
þeim tíma. Ef við gef-
um okkur að þetta
hlutfall hafi staðið í
stað – og varla hefur
það lækkað – þýðir
þetta að í hverjum
mánuði – ég endurtek í hverjum
mánuði – fellur amk. einn ein-
staklingur fyrir eigin hendi vegna
fíkniefnanotkunar. Auðvelt er að
geta sér þess til að hverjum ein-
staklingi sem kemst á blöð svona
skýrslna fylgi 10, 20 eða 30 vinir og
ættingjar sem harmi lostnir finna
til ótta og vanmáttar. Opinberir
fjármunir sem eðlilega er varið í að
verjast þessum vágesti eru miklir –
en samt of litlir. Stríðið heldur
áfram, en er að smátapast.
Föllnum fjölgar. Syrgjendahóp-
urinn stækkar.
Réttum þeim hönd
Ég ætla að ganga svo langt að
segja:
„Þetta þarf ekki að vera svona á
Íslandi“. Alls ekki. Það er ekkert
lögmál að Íslenskt þjóðfélag þurfi
að verða eins og sum erlend þar
sem menn hafa hreinlega gefist upp
við að koma böndum á bölið. Þar
sem fíkniefni eru tekin af fíkniefna-
skrá og teljast þannig ekki lengur
vandamál. Þar sem lögreglan lætur
suma fíkniefnasala óáreitta því
„annars flytja þeit sig bara um set“.
Þar sem vændi, rán, morð og
margskonar ofbeldi tengt fíkniefn-
um, telst ekki lengur fréttnæmt.
Eins og ég hef stundum sagt áð-
ur í greinum mínum getum við búið
okkur og afkomendum okkar betra
þjóðfélag þar sem ríkir meira ör-
yggi, samhygð og heilbrigt þjóð-
arstolt. Þjóðfélag þar sem ótti á
ekki heima. Þar sem sjúkir vita að
meðferðarstofnanir og lyf eru til
reiðu ef þörf er – burtséð frá aldri
og efnahag. Þar sem þau ungu vita
að þeirra bíða skólar, atvinnutæki-
færi og fyrirgreiðsla þegar að því
kemur að stofna heimili – ekki von-
leysi og slæpingur.
Mig dreymir um þjóðfélag þar
sem foreldrar þurfa ekki að lifa í
ótta við fíkniefnasala. Þessa sölu-
menn dauðans, sem í raun sitja um
líf barnanna okkar. Sölumenn, sem
í miskunnarlausri gróðafíkn sinni
draga einstaklinga og fjölskyldur
niður í svartnætti örvæntingar og
vonleysis þar sem ungir karlar og
konur falla fyrir eitrinu, eða eigin
hendi, þegar öll sund virðast lokuð.
Glansmyndin
Við Íslendingar höfum margt til að
vera stolt af. Þetta tal fellur því etv.
ekki að þeirri glansmynd sem við
gerum okkur stundum af þjóðfélag-
inu okkar. En þetta er samt hluti af
henni. Þetta er bakhliðin á glans-
myndinni.
Staðreyndin er að fíkniefni og allt
sem þeim fylgir, hefur áhrif á líf
okkar, gleði og sorg – hvar sem við
annars stöndum í þjóðfélaginu.
Hvaða skoðun sem við höfum á fisk-
veiðistjórnun og landbúnaðarmál-
um, jarðgöngum og orkuveitum.
Fíkniefnavandinn er mál okkar
allra. Hann þarf að ræða opinskátt
og hispurslaust. Og
ekki bara sem tölfræði,
súlurit og samanburð-
arlínur, heldur sem til-
finningar, tár, sárs-
auka, vonleysi, óþarfan
ástvinamissi og glötuð
mannslíf. Þetta eru
þjóðarmein sem varða
okkur öll. Þjóðarmein
sem grafa um sig og
stækka. Enginn veit
hver er næstur: Sonur
minn, barnabarnið þitt?
Bróðir þinn, systir þín?
Hér er ekki verið að
sakast við lögreglu,
tollgæslu og meðferð-
araðila, síður en svo.
Þeir gera sitt besta,
staðreyndin er bara sú
að það dugir ekki til.
Og árangur er það sem
við þurfum – ekki bara
viðleitni.
Það vantar stuðning,
fjármagn, skipulag og hvatningu.
það vantar ákvörðun. Stórauka þarf
samstarf almennings og yfirvalda.
Látum lögregluna vita, þegar tilefni
er, að við treystum þeim til að taka
á einstökum málum. Sem kjósendur
þurfum við að segja alþingi og rík-
isstjórn umbúðalaust að þetta hafi
forgang fram yfir veisluhöld og
gæluverkefni. Síðast en ekki síst:
Hvetjum ættingja neytendanna til
að gefa sig fram, hreinlega segja
okkur frá vanlíðan sinni. Sýnum
þeim skilning, hlýju og aðstoðum
þau eins og við á í hverju tilfelli.
Foreldrar þurfa að eyða meiri
tíma með börnum sínum: Sýna
þeim ást, umhyggju og aðhald.
Byggja upp trúnaðarsamband og
gagnkvæmt traust. Opinberlega
þarf að auka fræðslu og forvarnir.
Það þarf að fjölga meðferðarstofn-
unum og beita þar nýjustu þekk-
ingu og lyfjum.
Það þarf að stórherða landa-
mæragæslu og þyngja refsingar
fyrir innflutning og sölu fíkniefna.
Fíkniefni drepa. Innflutning þeirra
ber að líta á sem tilraun til mann-
dráps og meðhöndla sem slíkt af
lögreglu og dómstólum. Ef það kall-
ar á lagabreytingar á það að fara á
forgangslista alþingis – ekki næsta
haust, eða þar næsta – heldur
strax!
Við getum þetta
Við Íslendingar erum sterk og dug-
mikil þjóð. Það er fátt sem stoppar
okkur þegar við erum einhuga og
vinnum saman og erum tilbúnir að
fara okkar eigin leiðir. Það höfum
við margsýnt. Við getum lyft Grett-
istökum. Hér er mannauður, hug-
myndaauðgi og djörfung sem stór-
þjóðir gætu verið stoltar af. Beitum
þessu öllu í þágu betra mannlífs –
fyrir okkur öll. Setjum fíkniefna-
vandann í forgang, setjum börn
okkar og barnabörn í fyrsta sæti.
Við erum svo heppin að vera fá-
menn þjóð með mikla þekkingu,
góð innbyrðis tengsl og einhver
bestu landamæri í heimi. Setjum
metnað okkar og samhygð sem
þjóðar í að útrýma ósómanum.
Guð gefur hverju okkar ekki
nema nokkra áratugi til að lifa hér
á jörðinni. Með hans hjálp skulum
við snúa bökum saman og stuðla að
öryggi, gleði og hamingju hvert
annars. Það er lykillinn að okkar
eigin hamingju og velferð. Þegar
upp er staðið erum við Íslendingar
ein fjölskylda með ein örlög.
Fíkniefni:
Tölur og tár
Baldur Ágústsson skrifar
um fíkniefnavandann
Baldur Ágústsson
’Setjum fíkni-efnavandann í
forgang, setjum
börn okkar og
barnabörn í
fyrsta sæti.‘
Höfundur er stofnandi og fyrrverandi
forstjóri öryggisþjónustunnar Vara.
baldur@internet.is
FYRIR mörgum er óljóst hvað
hugverk eru og jafnframt að um er
að ræða eignarréttindi. Uppfinn-
ingar, hönnun, vörumerki og lista-
verk í hvaða formi sem
er eiga lögum sam-
kvæmt að njóta sömu
verndar og aðrar eign-
ir. Staðreyndin er sú
að mjög margir gera
sér ekki grein fyrir
þessu og virða ekki
slíkar eignir með sama
hætti og efnisleg eða
áþreifanleg verðmæti
eins og bíla eða fast-
eignir. Þannig hefur
líklega stór hluti Ís-
lendinga brotið á eign-
arrétti annarra án
þess jafnvel að gera sér grein fyrir
því. Fróðlegt væri að vita hve stór
hluti þjóðarinnar hefur brennt diska
eða afritað efni af netinu með óheim-
ilum hætti. Þá er afar algengt að sjá
fólk hér á landi með eftirlíkingar af
ýmis konar framleiðslu heims-
frægra vörumerkja svo sem, Bur-
berrýs, Louis Vuitton, Dior o.s.frv.
Eftirlíkingar geta
verið lífshættulegar
Í umræðu um brot á hugverkarétt-
indum eru oft færð fram þau rök að
slík brot skipti litlu máli, þetta skaði
engan, viðkomandi tónlistarmaður
eða heimsfrægur hönnuður fái nóg
fyrir sinn snúð samt sem áður
o.s.frv. Ef litið er framhjá þeim
veigamiklu rökum að um lögvernd-
uð eignarréttindi sé að ræða og því
séu eftirlíkingar lögbrot eru önnur
mikilvæg atriði sem benda ber á.
Eftirlíkingar af töskum eða háls-
klútum eru ekki hættulegar. En eft-
irlíkingariðnaðurinn, sem hefur vax-
ið gífurlega á síðustu árum, nær
ekki eingöngu til slíkrar framleiðslu.
Staðreyndin er sú að
eftirlíkingar eru einnig
gerðar af varahlutum í
bíla og flugvélar,
snyrtivörum og lyfjum.
Þegar um slíka hluti er
að ræða vilja neytendur
geta treyst fullkomlega
vörumerki framleið-
andans og að um
ósvikna vöru sé að
ræða. Eftirlíkingar
geta því beinlínis verið
lífshættulegar.
Hvað er hægt að
gera til að vinna gegn
eftirlíkingum og svikum?
Mikilvægt er að vernd hugverka sé
aðgengileg og unnt sé að veita
trausta vernd. Þá þurfa reglur að
vera skýrar og samræmdar milli
ríkja. – Fjöldi alþjóðasamninga tek-
ur á vernd hugverka víða um heim
og eru því reglur um vernd þeirra að
miklu leyti samræmdar og mögu-
leikar aðila til að vernda hugverk sín
góðir. Hins vegar er enn nokkuð
mikill munur á iðnríkjum og þróun-
arríkjum í þessu efni. Bæði er það
talið vera vegna lagaumhverfis og
ekki síður þar sem munur er á al-
mennri menntun og efnahag. En æ
fleiri þróunarríki hafa gerst aðilar
að alþjóðasamningum sem eiga að
tryggja að hægt sé að vernda hug-
verk í þeim ríkjum. Mörgum finnst
þó þessi þróun ganga of hægt, sér í
lagi í austurlöndum. Talsverð um-
ræða hefur verið um að ekki sé
nægilegt að hafa reglur skýrar um
vernd, heldur þurfi að fjölga úrræð-
um til að framfylgja þeim réttindum
og herða á viðurlögum við brotum á
hugverkaréttindum. Á vegum Evr-
ópusambandsins er einmitt tilskipun
væntanleg sem á að taka á þessu
vandamáli.
Því miður virðast reglur og úr-
ræði til að framfylgja þeim aðeins
virka að takmörkuðu leyti. Sam-
ræmdar reglur og hert viðurlög við
brotum gera tvímælalaust sitt gagn.
En það er ljóst að svo lengi sem fólk
telur það ekki tiltökumál að brjóta á
þessum réttindum verður mjög erf-
itt að ná nokkrum árangri á þessu
sviði. Því er nauðsynlegt að gera al-
menningi grein fyrir mikilvægi hug-
verkaréttinda og nauðsyn þess að
virða þau réttindi.
Staðan hér á landi
Lagaumhverfi, möguleikar á vernd
hugverka og úrræði til að fram-
fylgja reglum eru í mjög góðu horfi
hér á landi. Ísland er vestrænt iðn-
ríki þar sem meðaltekjur manna eru
tiltölulega háar og velmegun al-
menn. Íslendingar eru einnig al-
mennt vel upplýstir og vel menntað-
ir. Íslendingar eru einnig
nýjungagjarnir, fylgjast vel með á
öllum sviðum og eru fljótir að til-
einka sér nýja tækni. Öll þessi atriði
eru veigamikil atriði sem nýtast
okkur sem þjóð nýsköpunar og
frumkvöðlastarfs. Enda hafa ís-
lenskir aðilar í raun náð ótrúlega
langt í erfiðri samkeppni á alþjóð-
legum mörkuðum, miðað við okkar
smáa þjóðfélag. Í ljósi þessa skýtur
skökku við að því er virðist sú tak-
markaða virðing sem fólk sýnir hug-
verkavernd hér á landi. Mörgum
finnst ekkert athugavert við að
kaupa eftirlíkingar af Levı́s eða
Nike, afrita hugbúnað eða kaupa
ólöglegar „upptökur“ af tónlist eða
kvikmyndum. Sem dæmi má nefna
að nýlega benti íslenskt stórfyr-
irtæki viðskiptavinum sínum, í aug-
lýsingabæklingi, á það hvar í tiltek-
inni borg erlendis væri unnt að gera
„góð kaup“ á eftirlíkingum.
Ég hvet fólk til að hugsa málið
næst þegar því býðst slíkur ólögleg-
ur varningur. Með því að kaupa eft-
irlíkingu er stutt við þann iðnað,
sem eins og áður segir, nær ekki að-
eins til fatnaðar, heldur einnig t.d.
lyfja. Ein aðferð við að koma í veg
fyrir vöxt þessa „iðnaðar“ er að
sniðganga slíkar vörur.
Vitund og virðing
fyrir hugverkum
Ásta Valdimarsdóttir skrifar
vegna alþjóðadags hugverka ’Með því að kaupa eft-irlíkingu er stutt við
þann iðnað, sem eins og
áður segir, nær ekki að-
eins til fatnaðar, heldur
einnig t.d. lyfja.‘
Ástu Valdimarsdóttur
Höfundur er forstjóri
Einkaleyfastofunnar.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík