Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnheiður ÞyriNikulásdóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Eir hinn 17. apríl síðast- liðinn. Móðir hennar var Ragna Stefáns- dóttir húsmóðir, f. 6. apríl 1889, d. 29. mars 1974, og faðir Sigurð- ur Nikulás Friðriks- son, starfsmaður Raf- magnsveitu Reykja- víkur, f. 29. maí 1890, d. 6. júní 1949. Systk- ini Ragnheiðar voru: Stefán (látinn), Halldór, Einar, Unnur, Sæmundur og Halla. Ragnheiður giftist Magnúsi Pálssyni glerskurðarmeistara, f. 19. nóvember 1912, d. 6. ágúst 1990, hinn 17. apríl 1937, og eign- uðust þau sex börn. Þau eru: Ragna Þyri, Svanhildur (látin), Guðný Edda, Nikulás Friðrik, Anna Stefanía og Stefán (látinn). Ragnheiður og Magnús hófu sinn bú- skap á Hringbraut 26 í foreldrahúsum Ragnheiðar en fluttu fljótlega að Berg- þórugötu 14. Þau fluttu þaðan í Skip- holt 9, hús sem Magnús reisti af miklum stórhug og rak þar gler- og speglaverslun og verkstæði. Bjuggu þau þar allan sinn bú- skap ef frá eru talin nokkur ár sem þau bjuggu í Hellulandi 13. Eftir að Magnús féll frá flutti Ragnheiður í Hulduborgir 13 og bjó þar þar til hún fór á dvalar- heimilið Eir þar sem hún naut góðrar ummönnunar til dauða- dags. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast ömmu okkar sem lést á 67 ára brúðkaupsafmæli þeirra afa. Hún fæddist í Reykjavík og bjó þar allt sitt líf en var ættuð úr Mýrdalnum þar sem hún eyddi bernskusumrum sínum hjá Stefáni Gíslasyni lækni afa sínum og seinni konu hans. Minningarnar frá þeim tíma voru henni afar kær- ar þótt hún amma væri ekta Reykjavíkurdama. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Hringbraut 26. Þar var oft margt um manninn og mikið líf en fyrir utan fjöl- skyldumeðlimi voru oft gestir sem dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Sagði hún okkur frá því þeg- ar við vorum litlar að eftir ferm- ingu gekk hún ekki öðruvísi en á háhæluðum skóm og helst með hatt því þá fannst henni hún vera orðin fullorðin og ætti að haga sér sem slík. Fimmtán ára kynntist hún afa sem var vinur og ferðafélagi Stef- áns bróður hennar og sagði hún okkur að hún hefði strax orðið skotin í þessum glæsilega manni. Ekki vitum við hvenær þau op- inberuðu hug sinn hvort til annars en þau fjögur ár sem liðu þar til þau giftust hljóta að hafa verið spennandi en lengi að líða á stund- um því í þá daga var fólk ekki að flana að hlutunum! Eftir gift- inguna hófu þau búskap á Hring- brautinni en fluttu síðan að Berg- þórugötu 14 og leigðu hjá foreldrum Magnúsar um tíu ára skeið eða þangað til þau fluttu í Skipholtið með börnin sem þá voru orðin fjögur. Það var hús upp á þrjár hæðir og var íbúð þeirra á þeirri efstu en glerverkstæði afa, eða slíperíið eins og við kölluðum það, var á jarðhæðinni og önnur fyrirtæki á hinum hæðunum. Það var oft mikið fjör í Skipholtinu, einkum þó í portinu á bak við sem var endalaus uppspretta ýmissa uppátækja og leikja, enda margt hægt að bralla þar sem ægir sam- an þvílíku dóti sem þar var að finna. Árin liðu og börnin urðu sex á 25 árum. Þrátt fyrir mikið barna- lán barði sorgin að dyrum því tvö barna þeirra, þau Svanhildur og Stefán, létust langt um aldur fram. Þeir erfiðleikar sem þau hjón upp- lifðu við barnamissinn sameinuðu þau enn frekar og má segja að þegar litið er yfir þann tíma sem þau áttu saman hafi þau átt gott líf. Amma sagði okkur að þegar eldri börnin fjögur voru lítil og afi var með verkstæðið sitt í bragga stutt frá Reykjarvíkurflugvelli þá vann hann oft lengi og endaði dag- inn með sundspretti í Nauthólsvík- inni. Amma kom krökkunum í svefn og hafði sig til, eins og hún orðaði það, og var fín og sæt þegar hann kom heim. Þetta fannst okkur gaman að heyra því það sýnir að lífið var ekki bara saltfiskur á þessum tíma eins og maður hefur oft haft á tilfinningunni þegar fólk er að lýsa þessum byltingartímum í íslensku samfélagi. Rómantíkin var við lýði í þeirra hjónabandi enda var afi mikill rómartíker eins og stundum er sagt. Hann orti gjarnan ljóð til ömmu og fylgir eitt þeirra hér: Komdu með mér út í Örfirisey, þar aldan roðuð kyssti vota steina. En út á miðin sóttu fannhvít fley, þar færðu, vina, að vita hvað ég meina. Fyrrum bak við kletta hvískrað var, sú kynslóð er nú horfin út í bláinn. Hún fann þó hvergi fegri kvöld en þar, um fornar ástir dreymir litlu stráin. Þar brúðarkrans oft bundinn áður var og bárur sungu unaðsmildum rómi. En duldar sagnir geyma grösin þar, með gætni hlú að hverjum leyndardómi. Þú kemur með mér út í Örfirisey. Þar unnir tærar faðma þögla steina. Á miðin sigla ennþá fannhvít fley, nú ferðu, vina, að skilja hvað ég meina. Á heimili ömmu og afa var verkaskipting afar skýr eins og títt var hjá fólki af þeirra kynslóð. Afi rak sitt fyrirtæki og sá vel fyr- ir sinni fjölskyldu og amma var húsmóðir og leysti það hlutverk vel af hendi. Hún hafði endalausa þolinmæði gagnvart okkur krökkunum. Hún kunni alltaf skemmmtilegar sögur og ævintýri og var iðin að segja okkur frá. Áhugamál ömmu voru tónlist og lestur góðra bóka og í seinni tíð las hún mikið af ævisögum ýmissa Íslendinga enda ættfræðiáhugi henni í blóð borinn. Tónlistar- smekkur hennar var afar fjöl- breyttur, allt frá Chopin og Liszt til nútímatónlistar á borð við Queen og George Michael sem voru hennar uppáhaldstónlistar- menn nú síðustu árin. Amma og afi voru miklir vinir, það sást best þegar hann veiktist og hún annaðist hann af einstakri hlýju og þolinmæði bæði heima og eftir að hann fluttist í Hátún 10 sökum Alzheimer-sjúkdóms. Þau voru fallegt par og okkur finnst svolítið táknrænt og jafnvel pínu- lítið rómantískt að amma hafi kvatt þennan heim á brúðkaups- afmælisdegi þeirra. Við viljum þakka starfsfólkinu á Eir sem annaðist ömmu af ástúð og umhyggju. Þyri og Sesselja. Lítil stelpa ásamt frænku sinni í pössun hjá ömmu. Það er íslenskt sumar, frænkurnar fara út að leika, finna ævintýrastað í sívax- andi Fossvoginum. Olíutunna mar- andi á hliðinni í drullupolli er ómótstæðileg. Þær leggjast á mag- ann og velta fram og aftur dáleidd- ar af skvampi moldar og vatns. Þær verða blautar og kaldar og fara til ömmu sem færir þær í hrein og þurr föt og gefur þeim að drekka. Þær fara aftur út að leika, finna kunnuglega tunnuna og leggjast á magann. Þannig endur- tekur leikurinn sig. Þær fara til ömmu sem enn færir þær í þurr föt. Engin gremja né óþolinmæði, aðeins vonbrigði yfir að eiga síðan ekki nægilegar birgðir af þurrum fötum fyrir stelpurnar sínar. Þær skulu koma inn. Hún pakkar þeim í teppi, setur þær við ofninn og gefur þeim heitt kakó og segir þeim ævintýri. Hún er óspör á sögurnar og kann þær óteljandi. Margar eru af lífinu í Mýrdalnum og skyldfólki hennar þaðan. Stelpan stækkar ögn og nú fer amma með skarann sinn í ferðalag. Hún fer með yngstu börnin sín og elstu barnabörnin í Þórsmörk. Það er óljóst í minningunni hvernig hún fékk allan hópinn til að vera til friðs. Aðeins einu sinni sett fyr- ir hvað ekki mátti og því var hlýtt. Þarna rís sól minninganna hæst og geislar hennar ylja enn. Eftir að elli kerling heimsótti ömmu fannst stelpunni amma fjar- lægjast. Hún kvaddi því ömmu sína snemma og fylgdist með úr fjarlægð. Amma á fyrirmyndar börn sem umvöfðu hana og önn- uðust allt til síðast dags. Nú þegar þú ert farin, elsku amma mín, finn ég til saknaðar en jafnframt til gleði yfir minning- unum sem gera mig glaðari og betri konu í dag. Góða ferð, elsku amma, og góða heimkomu. Berglind. RAGNHEIÐUR ÞYRI NIKULÁSDÓTTIR ✝ Svanhildur Þór-arinsdóttir fædd- ist á Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi 7. september 1932. Hún andaðist á Land- spítalanum við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gunnlaug Jóhanna Jónasdóttir, f. 1899, d. 1972, og Þórarinn Einarsson, bóndi á Djúpalæk, f. 1897, d. 1955. Systkini Svan- hildar eru: 1) Einar, f. 1925, d. 1927. 2) Kristín, f. 1927, gift Jóni J. Jakobssyni (1929- 2000). Þau eignuðust tvo syni sem búa erlendis. 3) Arinbjörn, f. 1929, d. 1998. Hann var ókvæntur og barnlaus. 4) Aðalsteinn, f. 1930. Kona hans var Guðlaug H. Jónsdóttir, f. 1945, þau slitu sam- vistum. Þau eiga fjögur börn sem öll búa erlendis. 5) Þórdís f. 1934. Maður hennar er Þórhallur Eiríksson, f. 1938, starfsmaður hjá Olís. Þau eiga tvo syni. 6) Stúlka, andvana fædd 1938. Fyrri maður Svan- hildar var Markús Þórarinn Júlíusson, f. 1932, d. 1962. Svanhildur giftist eftirlifandi manni sínum, Árna Sig- urðssyni, f. 1943, ár- ið 1966. Hann er fyrrverandi leigu- bílsstjóri og nú starfsmaður Skeljungs. Þeim varð ekki barna auðið en seinustu árin voru ömmudætur Þórdísar, syst- ur Svanhildar, Kristín Aldís og Heiðdís Harpa, í daggæslu hjá þeim. Urðu þar miklir kærleikar til og voru þær sem þeirra eigin börn. Útför Svanhildar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku Svana. Nú ertu horfin yfir móðuna miklu. Við höfum verið saman alla tíð, frá því vorum litlar hnátur. Við höfum reyndar verið saman nær öllum stundum í gegn- um súrt og sætt. Við vorum ekki bara systur heldur heimsins bestu vinkonur, sálufélagar. Við vorum saman í leikjum og störfum bæði heima á Djúpalæk og eins í Reykja- vík eftir að við fluttum þangað. Báð- ar höfðum við mikið yndi af söng og fórum ungar að syngja saman í Skeggjastaðarkirkju. Ég man hvað það var gaman á söngæfingunum með öllum kórnum; eins hvað var hátíðlegt í kirkjunni á helgidögum. Það var oft glatt á hjalla og við nut- um þess að vera til. Við vorum alltaf mikið úti við í gönguferðum og á ferðalögum. Í gegnum tíðina myndaðist sú hefð á stórhátíðum að við héldum hvor sitt heimboðið. Eins og gengur fjölgaði smám saman í þessum boð- um, það bættust við tengdabörn og síðar barnabörn og alltaf var ósköp gaman. Það var borðaður góður matur, spilað og leikið sér. Þetta voru skemmtilegar stundir sem gáfu öllum mikið sem þangað komu. Það var svo gaman í fyrra þegar við fórum til Danmerkur; fyrsta og eina utanlandsferðin okkar saman. Þar vorum við öll, mín fjölskylda og þín í yndislegum sumarbústað. Við nutum þess að vera saman og mér finnst ég svo lánsöm að við skyldum fara í þessa ferð. Það var svo gaman að skoða allt sem fyrir augu bar, fyrir okkur var þetta allt svo nýtt. Við skoðuðum söfn, fórum í Tívolí og í dýragarðinn. Við skoðuðum hallir og kofa miðaldamanna, fórum út að borða og gerðum svo margt skemmtilegt saman. Ekki datt mér þá í hug að svo stutt væri eftir af samverutíma okkar. Aðeins tæpu ári síðar hefurðu verið kölluð burt og eftir sit ég með minningarnar all- ar og sakna þín sárt. En það er ekki aðeins ég sem sakna þín, þeir sakna þín líka, þeir Halli minn og Svanur, þú varst góð vinkona þeirra beggja. Ein í hjarta mér lifa þín orð, þitt vinarþel, sem aldrei sveik þó ég gæti ei skilið allt sem þú gafst mér þá af hjarta þér. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og engin geti komið í þinn stað mun samt minningin þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson.) Kæra Svana, far þú í friði og Guð blessi þig. Þórdís Þórarinsdóttir. Tíminn er furðulegt fyrirbæri. Stundum virðist vera þvílík gnægð af honum að það er ekki nokkur leið að átta sig hvað á að gera við allan þennan tíma. Á öðrum stundum sit- ur maður agndofa og skilur ekki hvers vegna var ekki nægur tími til að segja og gera allt sem maður vildi. Í æsku finnst manni maður vera ódauðlegur og það sama virðist eiga við um alla í kringum mann. Með auknum þroska upplifir maður að því miður er því ekki þannig far- ið. Það kemur að leiðarlokum hjá okkur öllum. Þegar ástvinur deyr reikar hug- urinn aftur í tímann og tínir upp minningabrot. Minningar kvikna um konu sem var stórglæsileg og alltaf svo góð og gjafmild. Fyrsta minningin er um unga ljóshærða konu sem kom brosandi og hlý í heimsókn til Akureyrar; hún var svo falleg! En minningarnar eru fleiri, svo margfalt fleiri. Þær eru um konuna sem var svo svakalega mikil pía að hún hlustaði á bæði á ABBA og Elvis. Um konuna sem tók að sér kettlinginn sem 11 ára pjakkur og bróðir hans komu með úr sveitinni, um konuna sem var alltaf hægt að heimsækja eftir skóla til að skrafa við. Hérna var konan sem virtist alltaf vita hvenær ný Tinnabók kom út og þetta var líka konan sem vissi upp á hár hvað var efst á fermingargjafalistanum. Það kvikna minningar um þegar hún og maðurinn hennar komu í heimsókn til mömmu og pabba á sunnudögum, tilhlökkunin var mikil. Minningar um alla bíltúrana og berjaferðirnar, um sumarbústaðaferðir og jólaboð- in og páskaveislurnar. Um öll hlýju orðin og umhyggjuna og hvað hún var góð við stelpurnar litlu sem hún passaði frá bernsku og áttu alltaf skjól hjá henni. Minningar um af- skaplega heilsteypta og hjartahlýja konu sem virtist alltaf eiga til falleg orð og gerðir handa öllum. Þetta og svo miklu miklu meira eru allt minningar um hana Svönu frænku. Minningar um hana Svönu frænku sem lést á skírdag eftir frekar stutt veikindi. Við bjuggumst alls ekki við því að missa hana svona fljótt. Við eigum eftir að sakna hennar sárt en minning um góða konu lifir. Svana var yndislega barngóð og dætur okkar, Kristín Aldís og Heið- dís Harpa fengu að kynnast því þeg- ar þær eignuðust sitt annað heimili hjá henni og Árna manninum henn- ar. Því miður eignuðust þau hjónin aldrei börn en stelpurnar okkar urðu eiginlega líka börnin þeirra, sérstaklega Kristín sem fékk oft að gista um helgar og leitaði mikið í faðm þeirra Svönu og Árna. Þær hafa misst mikið. Ljóslifandi minningar svífa fyrir hugskotssjónum um jólaboð fjöl- skyldunnar, afmælin, sunnudags- bíltúra út úr bænum og ekki síst Danmerkurferðina okkar síðastliðið sumar. Það er frábært að Svana og Árni skyldu koma með í þá stórfjöl- skylduferð og við vitum að Svana naut þess að vera þar með fólkinu sínu. Þar safnaðist margt fallegt í minningasarpinn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Nú er komið að leiðarlokum hjá Svönu frænku en hún lifir áfram í hjörtum alls þess fólks sem hún snerti með kærleik sínum og hjarta- hlýju. Við biðjum algóðan Guð að styrkja Árna, manninn hennar, Dísu og Steina, systkini hennar og aðra þá sem sárt sakna Svönu. Markús, Sigríður, Kristín Aldís og Heiðdís Harpa. Kær frænka og vinkona er látin. Hún bjó yfir óbugandi sálarró og innri friði sem gerði nærveru henn- ar svo gefandi og góða. Hún var skilningsríkur hlustandi og mann- þekkjari og mörgum athvarf. Minn- ing hennar er bundin kærleika og mun lifa. Þakklæti yfir að hafa notið gæsku hennar verður söknuðinum yfirsterkari. Guð blessi Árna í missinum og gefi okkur sem eftir erum sama styrk og Svana sjálf átti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Rósa og Þórarinn. SVANHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.