Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 KARLMAÐUR á fertugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss eftir að hafa fengið í sig sprengjubrot úr lítilli fallbyssu sem sprakk með miklum krafti og hvelli á árshátíð samtakanna Round Table og Lad- ies Circle sem haldin var í veislusal á Hallveigarstíg í Reykjavík á laugardagskvöld. Forseti landssamtaka Round Table, Eggert Jón- asson, segir mikla mildi að ekki fór verr, en að minnsta kosti einn annar gestur á árshátíðinni fékk í sig brot úr fallbyssunni, og var krafturinn það mikill að hann fingurbrotnaði. „Það er hrein og klár mildi að ekki fór verr,“ segir Eggert. Brot eða flísar úr byssunni þeyttust um allan sal og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins brotnaði upp úr veggjum og mynd sem var í um 20 metra fjarlægð frá fallbyssunni. Um 130 manns voru í salnum þeg- ar sprengingin varð. Atvikið má rekja til þess að skjóta átti úr fall- byssunni, samkvæmt gamalli hefð Round Table, en í stað þess að úr byssunni kæmi lítill hvellur, eins og hingað til, sprakk hún „með gríðarlegum hvelli“, eins og segir á heimasíðu samtakanna. Fallbyssan var lítil borðfallbyssa úr tré og stáli, skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins, en í henni var bland af púðri og pappírsræmum. Maðurinn sem slasaðist alvarlega stóð við byssuna þegar sprengingin varð. Hefð að skjóta úr byssunni „Við vorum að fylgja hefð sem hefur verið við lýði innan hreyfingarinnar síðastliðin 25 ár,“ útskýrir Eggert, en hefðin felst í því að „skjóta inn árshátíð- ina með lítilli borðfallbyssu“. Hann segir að ekki sé vitað nákvæmlega hvað olli því að byssan sprakk en rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar í Reykjavík. Eggert ítrekar að ekki hafi hlotist slys af þessari hefð áður og segir að sömu menn hafi séð um að hlaða byssuna undanfarin ár. Aðspurður segir hann þó ljóst að hefðin verði aflögð eftir atvik- ið á laugardagskvöld. „Það er alveg ljóst að henni verður ekki framhaldið. Við munum alls ekki beita þessu aftur.“ Eftir sprenginguna var borið undir veislugesti hvort þeir vildu aflýsa árshátíðinni eða halda veisl- unni áfram. Ákveðið var að halda áfram þótt mörg- um væri mjög brugðið, eins og einn veislugesta orð- aði það í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var þó ekki gleðskapur með sama hætti og hefði getað orðið,“ sagði hann. Læknir á vakt á gjörgæsludeild LSH sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær að mað- urinn, sem lægi á gjörgæsludeild, hefði fengið inn- vortis áverka. Sagði hann líðan mannsins „eftir at- vikum“, eins og það er orðað. Karlmaður á fertugsaldri alvarlega slasaður eftir sprengingu á árshátíð Fékk í sig sprengjubrot þegar fallbyssa sprakk FJÖLMARGIR lögðu leið sína í íþróttahús fatlaðra á laug- ardag, en þar kepptu miklir menn, rammir að afli, um Ís- landsmeistaratitilinn í kraftlyft- ingum. Þar jafnaði kraftakapp- inn Auðunn Jónsson heimsmet í samanlögðu, þegar hann lyfti eittþúsund og fimmtíu kílóum. Þessar tvær ungu vinkonur fylgdust með, fullar forvitni og áhuga á því sem fram fór. Sátu þær í öruggri fjarlægð og á bak við verndandi plexigler kýraug- ans, sem er þó nokkru stærra en gengur og gerist á skipum. Morgunblaðið/Eggert Gaman á kraftlyftingamóti  Íþróttir/2 Össur Skarphéðinsson um afstöðuna til Íraksstríðsins Vill rann- sókn á til- drögum stuðnings ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að tími sé kominn til að fram fari hlutlaus rannsókn á því ferli, sem leiddi til þeirrar ákvörðunar utanríkisráð- herra og forsætisráðherra „að setja Ísland á lista hinna sjálfviljugu þjóða sem studdu inn- rásina í Írak“, eins og hann orðaði það á opn- um landsmálafundi flokksins á Egilsstöðum. Mun hafa forgöngu um rannsókn „Við í Samfylkingunni munum hafa for- göngu um það meðal stjórnarandstöðunnar, með hvaða hætti verður lagt til við Alþingi Íslendinga að þessi rannsókn verði tekin upp. Það er hægt að gera það með tvennum hætti. Annars vegar með því að utanríkis- málanefnd þingsins taki að sér að kanna þetta og kalli fyrir sig þá ráðamenn íslenska sem myndi þá bera skylda til að greina nefndinni frá tildrögum þessa máls. Hins vegar gætum við nýtt okkur ákvæði stjórn- arskrárinnar til þess að setja upp sjálfstæða rannsóknarnefnd. Íslenskir ráðamenn verða að gera þetta mál upp og greina íslensku þjóðinni frá því með hvaða hætti hún var tengd inn í þennan hildarleik.“ Össur sagði að engin sjálfstæð rannsókn hefði farið fram á því af hálfu íslenskra ráða- manna hvað hafi verið á bak við staðhæf- ingar um gereyðingarvopn í Írak.  Vilja/10 ÍSLENSKIR matreiðslunemar urðu hlutskarpastir í árlegri Norðurlandakeppni framleiðslu- og matreiðslunema sem lauk í gær í Gautaborg í Svíþjóð. Sig- urður Daði Friðriksson, nemi á Tveimur fiskum, og Halldór Karl Valsson, nemi á Hótel Sögu, urðu í fyrsta sæti í mat- reiðslukeppninni en Danir urðu í öðru sæti og Finnar í því þriðja. Í keppninni um besta fram- reiðslunema ársins á Norð- urlöndum kepptu þau Elvar Már Atlason og Unnur Erna Ingi- marsdóttir, fyrir Íslands hönd og urðu þau í þriðja sæti, en þar sigruðu Danir og Norðmenn voru í öðru sæti. Íslensku keppendurnir áunnu sér þátttökurétt í keppninni þar sem þeir stóðu sig best í keppn- inni um besta framreiðslu- og matreiðslunema ársins 2003 á Ís- landi, sem haldin var á Akureyri fyrir ári. Keppendurnir hafa síð- an varið miklum tíma til æfinga fyrir Norðurlandamótið. Íslendingar urðu Norðurlandameist- arar í matreiðslu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Halldór Karl Valsson og Sigurður Daði Friðriksson sigruðu á Norð- urlandamótinu. Hér sjást þeir undirbúa sig í einu af eldhúsunum á sýningunni Matur 2004 sem haldin var í Fífunni Kópavogi. ALLMÖRG hross á höfuðborgar- svæðinu hafa fengið augnsjúkdóm frá því um páskana. Hann lýsir sér fyrst og fremst í augnrennsli sem getur orðið graftarkennt eftir nokkra daga. Sjúkdómurinn getur verið í öðru eða báðum augum, slím- himnan í augunum verður eldrauð og augnlok hrossanna geta bólgnað. Sjúkdómurinn gengur yfir án með- ferðar á þremur til fimm dögum. Gunnar Örn Guðmundsson, hér- aðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarumdæmi, segir að ekki sé vit- að hvort um veirusýkingu er að ræða eða ekki. „Það bar fyrst á þessu um páskana, nánar tiltekið fékk ég fyrstu meldingu um sjúk- dóminn á skírdag og svo aftur næstu daga á eftir. Við tókum strax sýni á þriðjudaginn eftir páska og erum búnir að taka tvisvar sinnum sýni síðan. En það hefur ekkert komið út úr því enn. Það var ákveð- in baktería sem við vorum að leita að en hún fannst ekki en veirurækt- unin tekur hins vegar dálítið lengri tíma. Hún er í gangi núna,“ segir Gunnar Örn. Margir hafa veikst Gunnar Örn segir þó nokkuð marga hesta á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið sjúkdóminn en tölur um það liggi ekki fyrir, enda einkennin oft mjög mild og enginn hiti fylgi sjúkdómnum. „Það er svo sem lítið hægt að gera og ég hef ekki trú á að þetta sé neitt alvarlegt sem er ekki þekkt annars staðar. En ég ráðlegg fólki þó að hafa hestana inni eða nota þá ekki til útreiða meðan þetta stendur yfir.“ Augn- sjúkdóm- ur herjar á hross Morgunblaðið/Þorkell Engin bjartsýni „ÞAÐ er ekkert í stöðunni sem gefur tilefni til bjartsýni,“ sagði Elín Ýrr Halldórsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Tuttugu og tveir hjúkrunar- fræðingar á skurðdeild LSH hafa sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum vegna óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag. Elín Ýrr kvaðst gera ráð fyrir því að um- ræddir hjúkrunarfræðingar hittu sína yfir- menn í dag, en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið, enda væri það á viðkvæmu stigi. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.