Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 22
MINNINGAR
22 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ísak Árni Árna-son fæddist á
Atlastöðum í Svarf-
aðardal 23. maí 1925.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Sauðárkróki 15. apríl
síðastliðinn. Ísak var
ókvæntur og barn-
laus. Foreldrar hans
voru Árni Árnason, f.
18. júní 1892 á Atla-
stöðum í Svarfaða-
dal, d. 4. desember
1962, og kona hans
Rannveig Rögnvalds-
dóttir, f. 8. október
1894 á Skeggsstöðum í Svarfaðar-
dal, d. 14. júli 1989. Ísak átti sex
systkini. Þau eru: Sigríður Árna-
dóttir, f. 22. maí 1917, d. 4. maí
2003, Anna Árnadóttir, f. 26. jan-
úar 1919, d.12. október 1980,
Rögnvaldur Árnason, f. 16. mars
1920, Sigurlína Árnadóttir, f. 26
apríl 1922, Ragnhildur Árnadótt-
ir, f. 5. nóvember 1923, og Trausti
Helgi Árnason, f. 21. maí 1929.
Ísak ólst upp í for-
eldrahúsum, fyrst á
Atlastöðum en 1936
fluttust þau í Syðri-
Hofdali í Skagafirði.
Þau Árni og Rann-
veig fluttu síðan til
Sauðárkróks árið
1950 og bjuggu á
Hólavegi 12. Þar
hélt Ísak heimili með
þeim og Önnu systur
sinni á meðan þau
lifðu en eftir það
einn. Seinustu ævi-
árin var Ísak vist-
maður á Dvalar-
heimili Heilbrigðisstofnunarinnar
á Sauðárkróki.
Ísak lærði húsasmíðar hjá Ing-
ólfi Nikodemusarsyni á Sauðár-
króki og varð húsasmíðameistari.
Hann rak sitt eigið byggingafyr-
irtæki lengst af. Síðustu starfsár-
in vann hann hjá Sauðárkróksbæ.
Útför Ísaks fór fram frá Sauð-
árkrókskirkju laugardaginn 24.
apríl.
Ísak Árnason sleit barnsskónum
á Atlastöðum í Svarfaðardal, fögr-
um og grösugum dal, sem girtur er
háum og svipmiklum fjöllum. Fjöl-
skyldan flutti sig um set að Syðri-
Hofdölum í Viðvíkursveit í Skaga-
firði, þegar Ísak var ellefu ára.
Hann ólst því upp við sveitastörf
þess tíma, enda blundaði bóndinn
ávallt í honum og átti hann lengst
af einhverjar skepnur, hesta eða
kindur.
Ísak lærði ungur að árum til
húsasmíða og varð húsasmíða-
meistari og rak í mörg ár sitt eigið
byggingafyrirtæki. Hann byggði
talsvert af húsum bæði í Skagafirði
og í Húnavatnssýslum, var lagtæk-
ur smiður og léttleika maður til
verka.
Ísak var mikill dýravinur, bæði
natinn og nærgætinn í allri um-
gengni við skepnur og naut ég góðs
af því, þegar við áttum hesthús í fé-
lagi um nokkurra ára skeið. Það
kom fyrir að hestarnir hans fengu
að ráða ferðinni meira en góðu hófi
gegndi og gengu þeir á lagið, því
Ísak hafði ekki brjóst í sér til að
beita þá aga eins og þurfti að gera.
Átti þetta við um Blesa hans sem
var góður alhliða reiðhestur en
nokkuð dyntóttur og var stundum
ekki allskostar ljóst hvor réð ferð-
inni Blesi eða Ísak. Blesi teymdist
t.d. afar illa með öðrum hestum og
átti það til að stoppa fyrirvaralaust
og fara sína leið. En það varð til
þess að honum var þá riðið meira
en til stóð í upphafi og er ég ekki
viss um að Blesi hafi áttað sig á
því. Blesi tók upp á því á sínum efri
árum ef hann var úti í gerði með
tryppum sem voru með stallmúl að
bíta í múlinn og teyma síðan trypp-
in hring eftir hring í gerðinu, trú-
lega hefur hann ætlað að bæta
Ísaki upp með þessu sína ágalla.
Við fórum margar ferðir ríðandi
vestur í fjöllin frá Sauðárkróki og
lék þá Ísak yfirleitt á als oddi, enda
mikið náttúrubarn. Minnisstæðust
er ferð sem við fórum í blíðviðri
fyrir um sextán árum. Riðum við
þá Kálfárdal, Skálahnjúksdal, Am-
báttardal og um Balaskarð og gist-
um á bænum Balaskarði þar sem
við fengum góðar viðtökur. Við
héldum síðan áfram ferðinni um
Laxárdal (fremri), Litla-Vatns-
skarð, Víðidal, Gyltuskarð, Rang-
ala, Molduxaskarð og til Sauðár-
króks. Í þessari ferð var Ísak í
essinu sínu, í frelsi fjallanna, með
hestunum sínum. Ég man ekki eft-
ir honum í betra skapi. Hann kunni
skil á mörgum örnefnum á þessu
svæði, sérlega eyðibýlum og fólk-
inu sem þar hafði búið síðast. Þessi
ferð var mér, þá ungum manninum,
mikils virði og áttaði ég mig þá á
því, hve mikils er um vert á ferða-
lögum að kunna einhver skil á því
svæði sem um er farið.
Ísak, minn gamli vinur, þó að þú
sért nú á ókunnum slóðum, vona ég
að þú megir njóta skjóls af háum
fjöllum og hlý golan bæri fax á
rauðblesóttum gæðingi sem bíður
þín í fjarska á grösugu engi til að
bera á leiðarenda.
Kári Sveinsson.
ÍSAK ÁRNI
ÁRNASON
✝ Sigrún Guð-björnsdóttir
fæddist á Króki í
Hraungerðishreppi í
Árnessýslu hinn 28.
desember 1921. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi hinn
17. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðbjörn
Sigurjónsson, f. 17.
september 1896, d.
20. nóvember 1981,
og Margrét Gissurar-
dóttir, f. 26. júlí 1897,
d. 24. maí 1983. Bróð-
ir Sigrúnar er Sigurjón Guð-
björnsson, f. 30. maí 1938. Sigur-
jón á þrjú börn með Gunnlaugu
Bjarndísi Jónsdóttur, f. 4. október
1942. Þau eru: Guðrún (f. 1963),
Erla (f. 1968) og Guðbjörn (f.
1972). Uppeldissystur Sigrúnar
eru: Guðrún Guðmundsdóttir, gift
Sigurði Jónssyni, og Ragna Páls-
dóttir, ekkja eftir Gunnar Ingv-
arsson.
Hinn 6. nóvember 1943 giftist
Sigrún Valdimari Þórhalli Karli
Þorsteinssyni, verslunarmanni, f.
á Bakka í Bakkafirði í N-Múl. 2.
febrúar 1921, d. 26. október 1981.
Þau bjuggu lengst af í Sörlaskjóli
60 í Reykjavík. Dætur þeirra eru:
1) Margrét Ingibjörg, f. 27. janúar
1943. Hún giftist Guðlaugi
Tryggva Karlssyni, f. 9. septem-
ber 1943. Þau skildu. Synir þeirra
eru, Valdimar Karl (f. 1962) og
Karl Höskuldur (f. 1966). Margrét
á Ingibjörgu (f.
1970). Faðir hennar
er Guðmundur Leif-
ur Ragnarsson, f. 31.
desember 1944. Mar-
grét er gift Sigurjóni
Svavari Yngvasyni,
f. 26. desember 1940.
Börn þeirra eru Þur-
íður Ósk (f. 1977) og
Yngvi Karl (f. 1982).
2) Steinunn Guð-
björg, f. 13. mars
1944, gift Steingrími
Erni Dagbjartssyni,
f. 20. janúar1942.
Börn þeirra eru Þór-
hallur (f. 1970) og Kristín (f.
1973). 3) Þorbjörg Birna, f. 29.
nóvember 1945, gift Þorsteini
Þorvaldssyni, f. 12. júní 1943.
Börn þeirra eru Þorvaldur (f.
1963) og Sigrún (f. 1973). 4) Unn-
ur Hildur, f. 19. nóvember 1953,
gift Eyþóri Benediktssyni, f. 28.
október 1952. Börn þeirra eru
Benedikt (f. 1976), Þorsteinn (f.
1979) og Þórhildur (f. 1980). Eft-
irlifandi sambýlismaður Sigrúnar
er Guðbjörn Guðjónsson heildsali,
f. 1. desember 1921, búsettur að
Engjateigi 5 í Reykjavík. Sigrún
starfaði sem klinikdama á tann-
læknastofu í Melaskóla og einnig
við saumaskap á heimili sínu. Hún
tók virkan þátt í starfi Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík og var
einnig félagi í Sinawik.
Útför Sigrúnar verður gerð frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Sigrún Guðbjörnsdóttir, Dúa,
tengdamóðir mín, er fallin frá óvænt
og ótímabært miðað við atorku og
heilsufar. Hún var heilsteypt kona
og beinskiptin, glaðsinna og fé-
lagslynd.
Dúa ólst upp í Flóanum, lærði til
sveita- og heimilisverka eins og
margir af hennar kynslóð og bjó að
því alla ævi. Minningar frá þeim
tíma eru margar. Meðal annars er
minnisstætt þegar hún sagði frá því
er hún rak fé á fjall með Flóamönn-
un sem unglingsstúlka, austur Flóa,
upp Skeið og Hreppa og með Stóru-
Laxá alveg upp á Flóamannaafrétt
og reið glæsilegum jörpum. ,,Strák-
arnir voru grænir af öfund yfir því
hvað ég var vel ríðandi,“ sagði hún
síðar í endurminningunni.
Að uppvaxtarárunum liðnum fór
Dúa, þá orðin glæsileg ung kona, til
Reykjavíkur og við Ármenningar er-
um stoltir af því að hafa átt Dúu í
sýningarflokki í fimleikum í okkar
félagi.
Fljótlega kynntist hún Kalla, gift-
ist honum og átti með honum fjórar
yndislegar dætur. Efalaust hefur oft
verið þröngt í búi hjá ungu hjón-
unum með ómegð, á Skólavörðu-
stígnum og síðar í Sörlaskjóli, en
bæði harðdugleg og sáu um sína.
Dúa var flink sníða- og saumakona
og drýgði heimilistekjur með sauma-
skap fyrir aðra. Gaman er að skoða
gamlar ljósmyndir af dætrunum
ungum, öllum í fallegum kjólum
saumuðum af móðurinni. Aðdrættir í
matvælum var ættgeng hefð þannig
að ekki skorti. Áhugamennska í
kartöflurækt var Dúu í blóð borin og
stundaði hún þann búskap fram eftir
aldri. Þekkt er innan fjölskyldunnar
og oft minnst á í gamansömum tóni
úrræði hennar þegar kartöflulendur
Korpúlfsstaða voru lagðar undir
golfvöll. Þá leit Dúa í kringum sig og
fann flag aftan við Umferðarmið-
stöðina við enda flugbrautarinnar
setti þar niður útsæði og tók upp
undir lendingarhjólum Fokkeranna.
Dúu var margt til lista lagt um-
fram kjólasaum, kartöflurækt og
sláturgerð. Hún hafði ágætt brag-
eyra, sýndi ótvíræða hæfileika við
málun, sem hún föndraði við á efri
árum og hafði gott auga fyrir mynd-
uppbyggingu. Listamannahæfileika
hafði hún tvímálalaust í tónlist. Hún
hafði fallega og næma söngrödd,
glæsilega framkomu og hefði sómt
sér vel sem prímadonna á sviði ef
lífsleiðin hefði legið þann veg.
Dúa var kappsmikil hugmann-
eskja alla tíð. Eitt sinn í febrúar er
Dúa var komin vel á áttræðisaldur-
inn áttum við samleið úr barnaaf-
mæli langömmubarns hennar í
Kópavogi. Síðdegis brast á glórulaus
stórhríð og gerði ófærð á örskömm-
um tíma. Ég lenti í erfiðleikum með
að aka út úr Kópavogi sökum blindu,
en tengdamóðir mín sat við hlið mér
prúðbúin á háum hælum. Hún fylgd-
ist með basli tengdasonarins og ef-
laust ekki litist gæfulega á. Skyndi-
lega segir hún. ,,Á ég ekki að fara út
og ganga á undan?“ Henni var full
alvara, enda vön af Hellisheiðinni.
Þannig var Dúa.
Sofðu, mín Sigrún
og sofðu nú rótt.
Guð faðir gefi
góða þér nótt.
(Jón Th.)
Sigurjón Yngvason.
Ég sá hana Dúu fyrst fyrir um það
bil 45 árum, það var þegar ég fór
með móður minni í hús í Sörlaskjól-
inu, þar ætlaði hún að láta sníða og
hálfsauma á sig kjól.
Ég var full eftirvæntingar þegar
við stóðum á tröppunum og hringd-
um bjöllunni. Til dyra kemur falleg
kona og býður okkur inn í borðstof-
una þar sem hún er með saumaað-
stöðu, þar er allt fullt af blöðum, efn-
um og öðru sem tilheyrir sauma-
skap. Þær mamma fara að fletta í
blöðum og velta fyrir sér sniðum að
endingu tekur Dúa mál af mömmu
og segir henni að koma eftir nokkra
daga. Að þeim liðnum fer mamma og
sækir kjólinn og viti menn, er ekki
kjóllinn úr blaðinu ljóslifandi kom-
inn! Seinna sneið hún fyrir mig föt
þegar ég var sjálf farin að sauma.
Seinna, löngu seinna, kynnist ég
Dúu svo á öðrum vettvangi, það var
þegar tengdapabbi kynnti okkur
Hafstein fyrir glæsilegri konu sem
hann hafði kynnst á „eldriborgara-
dansleik“ í Tónabæ.
Ekki minnkaði aðdáun mín á
henni þegar ég kynntist henni betur,
alltaf glæsileg kát og glöð. Hún tók
lifandi þátt í öllu í kringum sig, var
m.a. í kór, fór að læra að mála þó að
sjónin væri orðin léleg. Þannig fengu
listrænir hæfileikar hennar notið
sín. Hún tók lifandi þátt í öllum við-
burðum hjá sonum Guðbjörns þar
sem hún var hrókur alls fagnaðar.
Þau tengdapabbi ferðuðust mikið
bæði innanlands og utan meðan
heilsa hans leyfði.
Vorum við Hafsteinn einmitt að
rifja upp með þeim ferðalög sem þau
höfðu farið í og fór hún alveg á kost-
um í lýsingum sínum, þetta var að-
eins nokkrum dögu áður en hún lést.
Erum við nú innilega þakklát fyrir
að eiga þessa fallegu minningu um
hana.
Núna þegar þrjár konur sem allar
voru glæsilegir fulltrúar kvenna sem
fæddar voru á fyrri hluta síðustu
aldar og höfðu mikil áhrif á mig hafa
kvatt með stuttu millibili, þ.e. móðir
mín Guðný, Elín tengdamamma og
svo Dúa, skapast óneitanlega mikið
tómarúm.
Guð blessi minningu þeirra allra
og styrki ástvini þeirra.
Kolbrún.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast hennar ömmu minnar,
Sigrúnar Guðbjörnsdóttur eða
ömmu Dúu eins og hún var oftast
kölluð.
Amma Dúa var einstök og hæfi-
leikarík kona. Hún var hrókur alls
fagnaðar og fannst gaman að vera í
góðra vina hópi þar sem hún naut sín
best. Sem barn var ég mikið hjá
ömmu en sumarið 1994 urðum við
nágrannar þegar ég keypti hæð á
bak við húsið hennar. Upp frá því
var mikill samgangur og kíktum við
reglulega hvor á aðra.
Amma Dúa var einstaklega dug-
leg og drífandi og er mér mjög minn-
isstætt eitt skipti þegar við hjónin
vorum að ræða hvort við ættum að
taka slátur eða ekki. Amma var við-
stödd þegar þessar umræður áttu
sér stað og áður en við vissum af var
búið að kaupa slátrið, hún búin að
bretta upp ermarnar og komin á kaf
ofan í balann. Það var aldrei neitt
mál fyrir ömmu, hún bara dreif hlut-
ina áfram og ég held að henni hafi
ekki fundist þetta leiðinlegt.
Amma Dúa var frábær sauma-
kona og vann hún við það um tíma og
var ég svo heppin að fá nokkra kjóla
úr hennar smiðju og einnig fengu
dúkkurnar mínar einhverjar flíkur.
Ömmu Dúu fannst mjög gaman að
dansa og syngja og söng að sjálf-
sögðu einsöng í þrítugsafmæli mínu
við góðar undirtektir. Eftir því sem
amma Dúa eltist kom hún manni
alltaf meira og meira á óvart og fleiri
hæfileikar komu í ljós. Hún fór að
semja vísur við ýmis tækifæri og
vöktu þær hrifningu allra er á
hlustuðu. Einnig fór amma að mála,
þá komin á áttræðisaldur og búin að
missa sjón á öðru auganu. En mynd-
irnar voru glæsilegar og hanga þær
nú uppi á veggjum flestallra í fjöl-
skyldunni.
Ömmu Dúu fannst yndislegt að
keyra um Árnessýslu þar sem gaml-
ar minningar úr æskunni rifjuðust
upp. Þar sýndi hún mér staði sem ég
hafði aldrei komið á og sagði mér
skemmtilegar sögur af sér úr sveit-
inni. Einnig má ekki gleyma því að
amma var lífsglöð og glæsileg kona
sem bar aldurinn vel.
Elsku amma, ég veit að þú ert
komin á góðan stað núna, þú varst
frábær amma. Minningin um þig
mun lifa með mér og ég mun sakna
þín.
Kveðja.
Ingibjörg.
Í dag kveðjum við frábæra konu,
mikla konu eins og sagt er. Ég er
stolt af henni og henni ævinlega
þakklát fyrir að vera amma mín og
kenna mér að lifa lífinu. Hún var
alltaf að hugsa um fólkið sitt og mað-
ur fékk ekki afmæliskort nema kveð-
skapur væri til staðar. Hún amma
mín var mikill listamaður, hún orti
og hún málaði bæði með vatnslitum
og olíu þó að sjónin væri kannski
ekki upp á sitt besta. Hún var mikill
vinur fólksins síns og vildi allt það
besta fyrir okkur og fylgdist líka vel
með hvað við vorum öll að gera. Hún
var mikil barnakerling og dýravinur.
Hún hafði gaman af ferðalögum og
mannfögnuðum. Enda var hún hrók-
ur alls fagnaðar alls staðar sem hún
kom. Ferðalög voru líka stór hluti af
lífi hennar, enda hafði hún farið víða
og séð og upplifað margt eins og
fjöllin á Ítalíu, strandirnar á Spáni
eða spilavítin í Mónakó. Skoðuðum
við oft myndir af öllum þessum
ferðalögum þegar við sátum í kaffi í
Sörlaskjólinu og hún sagði manni
ferðasögur. Frábær tími! Yndislegar
minningar sem maður á sem betur
fer um þessa stórglæsilegu konu.
Megi góður Guð styrkja okkur öll.
Sigrún Þorsteinsdóttir.
Ég á margt að þakka ömmu Dúu.
Hún passaði mig eftir skóla í mörg
ár, hrósaði mér og skammaði mig,
eftir því sem við átti. Þegar ég var
kominn með fjölskyldu, skaut hún
yfir okkur skjólshúsi oftar en einu
sinni í lengri og skemmri tíma.
Minning mín um ömmu Dúu er
gleðiminning. Hún var kát kona.
Hlátur, glaðværð og söngur umlukti
hana og smitaði þá sem umgengust
hana. Hún þurfti ekkert á jákvæðn-
inámskeiði að halda, svo mikið er
SIGRÚN
GUÐBJÖRNSDÓTTIR
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is