Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 15 Í tilefni Viku bókarinnar efna Morgunblaðið og Vaka-Helgafell til getraunaleiks. Frá þriðjudeginum 20. apríl til og með mánudeginum 26. apríl birtist ein tilvitnun á dag úr verkum Halldórs Laxness og spurt er úr hvaða verki viðkomandi til- vitnun er. Þátttakendur senda inn svörin sín í lok getraunarinnar. Frestur til að senda inn lausnir er til 30. apríl. Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og munu 10 þátttakendur, sem svara öllu rétt, hljóta í verðlaun bókina Perlur í skáldskap Laxness. Þú getur kynnt þér Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Lax- ness og verk hans á mbl.is undir Fólkinu. Þar er að finna umfjöllun um skáldið, verk hans, umsagnir og margt fleira. Sendu svörin til okkar. Utanáskriftin er: Morgunblaðið Getraunaleikur - Halldór Laxness - Kringlan 1, 103 Reykjavík „Taktu aldrei mark á ófullum íslendingi...“ GETRAUNALEIKUR - Halldór Laxness 7. tilvitnun: Sendið svör inn fyrir föstudaginn 30. apríl Nafn: Heimilisfang: Sími: Svör 1. tilvitnun 2. tilvitnun 3. tilvitnun 4. tilvitnun 5. tilvitnun 6. tilvitnun 7. tilvitnun Póstnr.: RÍFLEG meðalaðsókn var að „gulu“ sinfóníutónleikunum á föstu- dag og má kalla gott, miðað við að hvorki var heimskunnur sólisti né lár- krýndur stríðsfákur sígildra tónbók- mennta á boðstólum. Væntanlega verður þó enn fjölmennara nk. fimmtudag þegar Nía Beethovens kveður Óðinn til gleðinnar. Því miður hefur sjaldnast, hvorki í tónleikaskrám eða fréttatilkynning- um SÍ, verið siður að reifa flutnings- sögu jafnvel sjaldheyrðra verka, og svo var ekki heldur nú. Þótt varla sé hlutverk gagnrýnenda að staga í slík- ar gloppur eftir á, tókst að grafa upp úr Gagnasafni Morgunblaðsins að verkið var áður flutt af Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík 1998, en þar áður – í upphaflegri sextettsmynd – af Kammersveit Reykjavíkur 1993 og 1984. Ásamt Pétri í tunglinu er síðróm- antíska tónaljóðið „Ummynduð nótt“ eins og það hefur verið kallað (móð- urmálkerar töldu í hléi „Forkláraða nótt“ enga goðgá, og jafnvel betra) vinsælasta tónsmíð þessa brautryðj- anda nýhyggju og tólftónakerfis. Hún var frumsamin fyrir strengjasextett 1897 en umrituð fyrir strengjasveit 20 árum síðar, undir áhrifum frá samnefndu ljóði Rich- ards Dehmels um sárs- aukafulla játningu og fyrirgefningu í tilhuga- lífi. Það varð á sinn hátt fyrirboði krísunnar í hjónabandi Schönbergs 1907 þegar frú Mathilde hélt fram hjá með ung- um málara, sem síðan fyrirfór sér er frúin hvarf aftur í faðm eigin- mannsins. Má e.t.v. finna enduróm þess í strengja- sveitarútsetningunni. En hvað sem því líður fór hér ákaf- lega tilfinningaþrungið verk og undir sterkum áhrifum frá „óendalegu“ lag- línum og hljómskörunum í óperum Wagners, ekki sízt Tristan og Ísold. Flestir kannast við þegar yfirþyrm- andi tilfinningar bera kalda rökhugs- un ofurliði, og sú var einmitt kenndin sem að manni setti í ólgandi klímöx- um verksins. Bernharður Wilkinson og útvíkkuð strengjadeild SÍ létu ekki sitt eftir liggja, enda svall þeim heyr- anlega mikill móður í brjósti áður en að forkláraða niðurlaginu kom, jafn- vel svo að strengjatónninn lenti stundum í grófari kantinum, þó að ugglaust hefði borið minna á því í betra húsi. Að frátöldum forleiknum var Jóns- messunæturdraumstónlist Mendels- sohns frumsamin fyrir leikhússýn- ingu, og þannig nýtur hún sín bezt. Því þó að einstaka þáttur (þ. á m. brúðarmarsinn frægi) sé oft leikinn sér, eru músíksenuatriðin 15 hvert um sig afar mislöng og misburðug (sum þeirra m.a.s. síðar endurtek- in) og mynda varla full- nægjandi heild á hljómleikapalli. Upp- lestur sögumanns á ljóðabrotum Shake- speares á milli þátta hjálpaði lítt upp á þær sakir, þó að Valur Freyr Einarsson leik- ari legði sig allan fram, með að vísu fullvökru tónfalli á kostnað skýr- leika í framsögn. Þá var hlutverk kórs og einsöngvara (í aðeins tveimur þáttum) pínlega lítið, og breytti litlu þó að kristalstær söngur Graduale Nobili væri til fyrirmyndar og framlag þeirra Þóru Einarsdóttur og Huldu Bjarkar Garðarsdóttur stæði einnig vel fyrir sínu. Hér, utan leikhússviðs, hefði því líklega farið bezt að flytja 4–5 bitastæðustu kafl- ana saman í svítu án sögumanns, er gerði frekar að trufla en teyma fram- vindu. Spilamennskan var aftur á móti spræk og fislétt við hæfi og (oftast) klukkusamtaka, t.a.m. í tápmiklu spiccatotipli strengjanna í forleiknum og scherzóinu sem ekki er heiglum hent í hópefli. Tréblásturinn í litríkri ævintýrorkestrun Mendelssohns var og víða bráðfallega mótaður, t.d. í hinu heiðríka Andante (9.), enda þótt staka innkoma væri svolítið loðin – kannski heyranlegast í tvíhljómum flautnanna. Ólgandi ástríður TÓNLIST Háskólabíó Schönberg: Verklärte Nacht Op. 4. Mend- elssohn: Draumur á Jónsmessunótt Op. 21 / Op. 61. Einsöngvarar: Þóra Ein- arsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir. Graduale Nobili (kórstjóri Jón Stef- ánsson). Sögumaður: Valur Freyr Ein- arsson. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson. Föstudaginn 23. apríl kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Bernharður Wilkinson FÉLAG íslenskra teiknara, FÍT, sem er fagfélag grafískra hönn- uða og myndskreyta, afhenti ár- leg hönnunarverðlaun sín í Lista- safni Reykjavíkur á dögunum. Um 120 verk bárust í keppnina og hlutu eftirtaldir verðlaun og viðurkenningar: Snæfríð Þor- steins hlaut hönnunarverðlaun fyrir bréfagögn 101 Hótels og Einar Gylfason fékk viðurkenn- ingu fyrir bréfagögn hönn- unarstofunnar Ó!. Í flokknum bókakápur hlaut Hany Hadaya viðurkenningu fyrir bókina Önd- vegiseldhús Reykjavíkur. Verðlaun fyrir prentað kynn- ingarefni hlaut Tómas Tómasson fyrir „Jack Welch á Íslandi“. Við- urkenningu hlutu Þórdís Claessen fyrir kynningarefnið „Hear Ice- land“ og Elísabet Ann Cochran fékk fyrir „Spilaðu með okkur“. Fyrir hönnun plötuumslaga hlutu verðlaun Dóra Ísleifsdóttir og Úlfur Eldjárn fyrir „Ljóð, hljóð og óhljóð“. Viðurkenningu hlaut Þórdís Claessen fyrir „Tengsl – Í svörtum fötum“ og Haraldur Agn- ar Civelek og Jeffrey C. Ramsey fyrir „Romantika – Apparat“. Verðlaun fyrir myndskreytingar hlaut Gunnar Karlsson fyrir „Jólasveinana“ og Halldór Bald- ursson fékk tvær viðurkenningar; annars vegar fyrir „Sálarplakat“ og einnig fyrir myndskreytinguna „Kökuboxið“. Fyrir hönnun um- búða hlaut verðlaun Björn H. Jónsson fyrir „Nóa konfekt í tin- kassa“ og þeir Haraldur Agnar Civelek og Árni Þór Árnason fengu viðurkenningu fyrir „Knattspyrnubúning Fastlands“. Fyrir vöru- og firmamerki hlaut verðlaun Halla Guðrún Mixa fyrir firmamerki Geotek. Einar Gylfason fékk viðurkenningu fyr- ir merki Ó! og Björn H. Jónsson fyrir merki Loftleiðir Icelandic. Verk sem fengu verðlaun eða viðurkenningu verða framlag Ís- lands í hönnunarkeppni Art Dir- ectors Cluc of Europe, en í þá keppni fara eingöngu verk sem unnið hafa til verðlauna í sínu heimalandi. ADCE er samtök hönnunarfélaga í Evrópu og er FÍT fulltrúi Íslands í samtök- unum. Gunnar Karlsson hlaut verðlaun fyrir myndskreytingar „Jólasveinanna“. Hönnunar- verðlaun FÍT SKÁLDSKAPURINN kemur til okkar með ýmsum hætti. Sum skáld hafa margt að segja með mörgum orðum, önnur mikið með fáum orð- um. Svo eru skáld sem segja fátt með fáum orðum. Gunnar Randversson yrkir mest um fáein, einföld fyrirbrigði í ljóða- bók sinni Hvítasta skyrtan mín. Ljóð hans og sögur, en tvær frá- sagnir eða sögur fylgja með, ein- kennast öðru fremur af einfaldleika og knöppum stíl. Þetta eru minning- arbrot þar sem ástin, ljóðið, sjórinn og einsemdin gegna meginhlutverki. Ég er einfari á ferð um undraheim orðanna Það eru til aðrir heimar en ég þekki þá ekki Ég er einfari á ferð um undraheim orðanna Höfuðstyrkur ljóða og sagna Gunnars felst í einfaldri og grófri áferð. Hann tekst ekki á við erfið yrkisefni en gerir vel úr því sem hann fæst við. Í ljóðinu Kyrrðar- stundir talar skáldið um orð sem ,,dúkka“ upp:,,alltaf sömu orð sem dúkka upp / á svona kyrrðarstund- um- // skip, haf, bernska, draumur / skip, haf, bernska, draumur“. Skáldið er ófeimið við hvunn- dagsmál og gefur það verkum hans allt að því sæbarið yfirbragð. Það er svo annað mál hvort slíkur kveð- skapur höfði til allra. Með því að velja sér svona einfaldan tjáning- arhátt gegnur skáldið einstigi þar sem hættan er sú að skáldskapurinn verði of einhæfur. Mér finnst raunar Gunnar oftast sleppa vel frá þeirri hættu. Hinar einföldu líkingar hans sem oft á tíðum verka kunnuglega á mann hafa einhvern þann undirtón sem gef- ur þeim styrk. Sem dæmi um slíkt ljóð mætti nefna ljóð sem hann nefnir 02. 14: Nóttin breiðir sína þungu skikkju yfir herðar mínar og ég sofna Ljóð Gunnars Rand- verssonar í hinni nýju ljóðabók hans flíka hvorki málskrúði né takast þau á við flókin viðfangsefni. Þau eru hnitmið- uð tjáning einfaldra kennda. Áferð þeirra sækir lit sinn til hvunndags- ins og að baki ólgar einhvers staðar brim. Undraheimur orðanna BÆKUR Ljóð eftir Gunnar Randversson. Lafleur. 2004. HVÍTASTA SKYRTAN MÍN Skafti Þ. Halldórsson Gunnar Randversson FÉLAG starfs- fólks bókaversl- ana veitti Þor- steini frá Hamri viðurkenningu sína, Lóð á vog- arskál íslenskra bókmennta, nú í viku bókarinnar. Viðurkenningin er nú veitt í fjórða sinn. Þor- steinn hlýtur viðurkenningu fyrir framlag sitt til íslenskra bók- mennta. „Þorsteinn er tíður gestur í bókaverslunum og er bóksölum að góðu kunnur fyrir mikla ljúf- mennsku, og því er þeim sérstök ánægja að veita honum viðurkenn- ingu að þessu sinni,“ segir í frétt frá félaginu. Þorsteinn frá Hamri hlýtur viðurkenningu Þorsteinn frá Hamri Metrófóbía nefn- ist ljóðabók eftir Baj, Bjarna Axel Jónsson. Í þessari þriðju bók höf- undar eru 45 ljóð þar sem sterkar tilfinningar takast á, m.a. ástin og ástarsorgin. Bjarni hefur áður gefið útljóðabæk- urnar „Mín fyrstu skref“ og „Lengi lifi Staðallinn“. Útgefandi er Bókaforlagið Pjaxi. Bókin er 52 bls., prentuð í Prentsmiðj- unni Viðey ehf. Ljóð Jón Forseti kl. 21 Thor Vilhjálms- son leiðir áttunda Skáldaspírukvöld- ið og les úr verkum sínum ásamt Jóni Kalman, sem les úr nýjustu skáld- sögu sinni, Eiríki Guðmundssyni sem les úr nýrri skáldsögu og Bjarna Bjarnasyni sem les úr verkum sín- um. Auk þeirra lesa þær Anna Dóra Antonsdóttir og Kristrún Guð- mundsdóttir úr ljóðum sínum. Þá verður sigurskáldið úr samkeppni Eddu og Fréttablaðsins, Kristín Ei- ríksdóttir, kynnt og ljóð hennar lesið. Á MORGUN  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.