Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 17 Laugavegi 32 sími 561 0075 Í MORGUNBLAÐINU laug- ardaginn 17. apríl skrifar Ragnar Jónasson, varaformaður Heimdallar, grein um frumvarp til laga sem menntamálaráðherrra lagði nýverið fyrir Al- þingi um stofnun Tón- listarsjóðs. Heimdallur hefur með ályktun lagt sig alfarið gegn því að þessi sjóður verði settur á laggirnar. Rökin sem þeir færa fyrir því eru þau annars vegar, að þeir treysti tónlist- armönnum fyrir því að standa á eigin fótum, og hinsvegar að þeir séu al- farið á móti stofnun nýrra sjóða þar sem reynslan sýni að sjóðir sem slíkir þenjist út og taki sífellt meiri hluta af skattpeningum okkar. Ég vil byrja á að þakka Ragnari traustið sem hann og Heimdallur bera til tónlistarmanna og einnig fyrir að standa vörð um skattfé mitt. Greinin sem Ragnar ritaði með fyr- irsögninni „Treystum við tónlist- armönnum?“ vekur þó óneitanlega margar spurningar. Eru Heimdell- ingar alfarið á móti því að hið op- inbera styrki menningarmál? Grunn- hugmyndin að þessum tónlistarsjóði er sú að gera styrktarafgreiðslur til tónlistarmanna skilvísari, þ.e. nota fé sem þegar er varið í þennan mála- flokk á skipulagðari máta. Verðugt er að benda Ragnari og Heimdellingum á það að tónlistargeirinn á Íslandi skilar nú þegar umtalsverðum tekjum í þjóðarbúið. Tónlistarmenn búa við 24,5% virðisaukaskatt á seld- ar plötur sem gerir þær dýrari út úr búð og þar af leiðandi ósamkeppn- ishæfari við erlendar útgáfur. Þykir Ragnari ósanngjarnt að eitthvað af þessum tekjum skili sér til baka út í iðnaðinn í þeim tilgangi að efla hann enn frekar? Margir tónlistarmenn hyggja á landvinninga og óska lið- sinnis hins opinbera í þeirri leitun sinni. Markmiðið er, leynt og ljóst, að afla tekna með tónlistarsköpun og skila þar með meira fé í ríkiskassann okkar sem Heimdellingum er svo í mun að vernda. Ragnar vill meina að það sé rang- læti í því að sóa peningum í tónlist- armenn, þrátt fyrir að tónlistarmenn afli umtalsverðra tekna fyrir rík- issjóð. Hvaða atvinnutónlistarmaður sem er myndi vera sammála mér þeg- ar ég segi að enginn kæri sig um að komast „á spena.“ Mörg afar spenn- andi verkefni eru á döfinni hjá þeim fjölmörgu tónlistarbatteríum sem starfandi eru á landinu og fjárskortur hrjáir svo gott sem alla sem að þessum málaflokki koma. Margir hafa unnið merka landvinn- inga og láta ekki stað- ar numið þar. Ekki er hægt að nefna marga blómstrandi iðnaði sem ekki hafa ein- hverntímann, oftast á uppvaxtarárum sínum, þurft að leita til ríkis með aðstoðarbeiðnir. Oftar en ekki hefur það margskilað sér aft- ur í þjóðarbúið og er óþarft að nefna dæmi því til vitnis úr tónlist- arbransanum. Með því að styrkja stoðir þessa mála- flokks er mennta- málaráðherra að leggja grunninn að því að tónlistar- iðnaðurinn geti starfað óstuddur. Ragnar talar um að Heimdellingar beri traust til tónlistarmanna til að standa á eigin fótum. Bera þeir traust til okkar til að nota þessa peninga vel og skila þeim aftur í formi tekna í rík- issjóð? Treysta tónlistar- menn Heimdalli? Gylfi Blöndal svarar Ragnari Jónassyni ’…tónlistar-geirinn á Íslandi skilar nú þegar umtalsverðum tekjum í þjóð- arbúið.‘ Höfundur er stjórnarmaður í Félagi um tónlistarþróunarmiðstöð og tónlistarmaður. ÁGÆTU eldri borgarar á Suð- urnesjum! Það er nokkuð víst að ellinni er ekki hægt að gleyma, hún kemur til þín og hún kemur til mín. Ellinni er ekki hægt að skila eða selja, því er best að sættast við hana og vinna með þann styrk og kraft sem hver og einn á. Ef við hugsum vel um heilsuna ræktum hugann af bjartsýni og gleði. Hreyfum við okkur reglulega og hugum að hollum lífs- háttum getum við eytt ævikvöldi á eigin forsendum. En í okkar samfélagi sem annars staðar þarf eldra fólk stundum að reiða sig á þjónustu þar sem heilsan er ekki í lagi og einstaklingurinn kemst ekki af heima, nema með dyggri aðstoð heimaþjónustu þar sem þjónustan skal miðast við ein- staklingsbundið mat á þjónustuþörf og byggjast á hjálp til sjálfshjálpar, þjónustan er tvíþætt, annars vegar er heilbrigðisþáttur heimaþjónustu sem er í höndum starfsfólks heilsu- gæslustöðva . Hins veg- ar félagslegur þáttur heimaþjónustu sem fel- ur í sér aðstoð á heim- ilinu við aðdrætti og þrif. Enfremur er í boði dagvistun þar sem sinnt er um einstaklinginn af kostgæfni eftir þörfum hvers og eins. Þegar þetta uppfyllir ekki þarfir einstaklingsins, getur viðkomandi notið þjónustu á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja hvort sem er á sjúkra- deild eða fimm daga deild, þar er unnið gott starf í þágu aldraðra. Læknisfræðilegt mat og skoðun er framkvæmt, unnið er með ein- staklingnum í endurhæfingu lík- amlega og andlega , miðað er að markvissum framförum sem auka styrk og heilsu einstaklingsins þann- ig að viðkomandi geti snúið heim aft- ur. Hvað er betra en samvistir með ástvinum á eigin heimili. Háværar raddir heyrast um það að D-álman var tekin frá okkur. En staðreyndin er sú að D-álman er endurhæfingar- og sjúkradeild fyrir aldraða. Því getum við spurt hverjir sofn- uðu á verðinum!! Fylgdumst við ekki með og af hverju var fólk að bíða í tuttugu ár. Ellinni er ekki hægt að týna eða gleyma, vilja Suðurnesjamenn ekki geta annast sig sjálfir? Það þarf bæði sjúkradeild og hjúkrunardeild á Suðurnesin. Hvar er ykkar framsýni, kæru eldri borgarar? Staðreyndin er sú að núna við eig- um öflugt og vel rekið sjúkrahús. Aflið ykkur upplýsinga, sam- félagið þarf að standa saman og sækja fast. Okkur vantar hjúkr- unarheimili þar sem ríkir virðing og gleði fyrir lífinu í friðsælu og heim- ilislegu umhverfi. Við þurfum hjúkr- unarheimili á Suðurnesin, þörfin mun verða fyrir hendi, vekja þarf upp nýja hugsun varðandi efri árin. Verum framsýn og sterk saman. Höfum við sofnað á verðinum? Elín Jónína Jakobsdóttir skrifar um málefni aldraðra ’Aflið ykkur upplýs-inga, samfélagið þarf að standa saman og sækja fast.‘ Elín Jónína Jakobsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum. ALLIR geta verið sammála um að við verðum að berjast gegn ofbeld- isglæpum í samfélag- inu. Á undanförnum árum hefur aukist umræða um ýmiss konar ofbeldi sem hefur verið til staðar í þjóðfélaginu en oft undir yfirborðinu, jafnvel aldrei kært til lögreglu og hinum seku aldrei refsað. Slík umræða er nauð- synleg til að takast á við vandamálin og út- rýma ofbeldinu. Nauðgun er skelfi- legt form ofbeldis og fórnarlömb hennar allt of mörg. Umræð- an um nauðgunarmál undanfarin ár hefur ekki síst snúist um að koma því á hreint að nauðgun er refsiverður glæpur. Frumkvöðlar að slíkri um- ræðu hafa verið öflug samtök á borð við Stígamót og fleiri. Framlag þeirra er mikilvægt og mjög þakkarvert. Það hafa hins vegar einkum verið konur, sem hafa verið mest áberandi í um- ræðum um nauðg- unarglæpi. Það var löngu orðið tímabært að karlar vektu at- hygli á því að þeir eru meðvitaðir um vandamálið og þátt- takendur í um- ræðunni. Karlahópur Femínistafélag hefur með myndarlegum hætti vakið athygli á málinu á undanförum dögum. Það er von- andi skref í þá átt að uppræta þennan öfögnuð í samfélagi okkar. Nauðgun er glæpur Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar um nauðganir Guðlaugur Þór Þórðarson ’Nauðgun erskelfilegt form ofbeldis og fórn- arlömb hennar allt of mörg.‘ Höfundur er alþingismaður og borgarfulltrúi. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. Gylfi Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.