Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSTJÓRNIN samþykkti frum- varp um eignarhald á fjölmiðlum á fundi sínum fyrir hádegi í gær og verður það lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Kveður frumvarpið m.a. á um að dagblað og ljósvakamiðill geti ekki verið á einni og sömu hendi. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því, að fyrirtæki sem eru í markaðsráðandi stöðu í óskyldum rekstri megi ekki reka ljósvakamiðil, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundin- um í gær að það væri viðhorf ríkis- stjórnarinnar að það gangi ekki upp fyrir lýðræðislegar umræður að sami aðili eigi dagblað og ljósvaka- miðil. „Frumvarpið gerir ráð fyrir að ljósvakamiðlar og dagblöð geta ekki verið á einni og sömu hendi,“ sagði hann. Framvirkt frumvarp, ekki afturvirkt Forsætisráðherra mun flytja frumvarpið á Alþingi og sagði hann að ótal fordæmi væru fyrir því að forsætisráðherra flytti mál sem rík- isstjórnin stendur öll að. Davíð sagði að efnislega væri tekið á því sem nefnd menntamálaráð- herra um eignarhald á fjölmiðlum hefði talið nauðsynlegt að gert yrði í greinargerð sinni og Davíð bætti því við að það væri nánast skylda ríkis- stjórnar og þings að taka á þeirri samþjöppun í fjölmiðlarekstri sem hér hafi orðið og yrði hvergi liðin annars staðar í heiminum. Spurður hvort ákvæði frumvarps- ins væru afturvirk, svaraði Davíð því neitandi. „Þetta er framvirkt frum- varp frumvarp, ekki afturvirkt,“ sagði forsætisráðherra. Davíð sagði að frumvarpið yrði kynnt þingflokkum ríkisstjórnar- flokkanna í dag og vildi hann ekki fara nánar út í einstök efnisatriði fyrr en það hefði verið gert. Hann sagði frumvarpið sérstaklega varða útvarpsréttarlög og veitingu út- varpsleyfa, en einnig samkeppnislög að nokkru leyti. „Frumvarpið er mjög skýrt og einfalt og klárt og auðvelt að skilja það þegar menn sjá það. Ég á því von á því að það gangi greiðlega í gegn- um þingið og hljóti þar mikinn stuðn- ing. Ég á ekki von á öðru,“ sagði for- sætisráðherra. Fram kom í máli hans að frum- varpsdrögin hefðu breyst mjög mik- ið frá því hann lagði þau fyrst fram og sagðist hann vera mjög sáttur við það. Komið hefðu lögfræðingar að vinnslu málsins, m.a. lögfræðingur af hálfu menntamálaráðuneytisins. „Það hefur verið haft fullt samráð við alla,“ sagði hann. Byggt á grundvelli skýrslu fjölmiðlanefndarinnar Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagðist ekki vilja ræða efni frumvarpsins fyrr en eftir fund í þingflokki Framsóknarflokksins, sem verður haldinn í dag, en sagði að frumvarpið varðaði samkeppnislög og útvarpsréttarlög. „Það er mjög góð sátt um þetta frumvarp og það er algjörlega á grundvelli þeirrar skýrslu sem hefur verið gefin út og verður birt í kjöflar þessa fundar,“ sagði Halldór. Hann sagði einnig mjög mikilvægt að eyða þeirri óvissu sem skapast hafi vegna umræðunnar að undanförnu. Halldór sagðist aðspurður telja að frumvarpið stæðist fyllilega ákvæði stjórnarskrárinnar, „og hef engar áhyggjur af því,“ sagði hann. Spurður hvort frumvarpið yrði að lögum í vor sagði Halldór að það ætti við um öll mál sem lögð væru fram að gert væri ráð fyrir að þau yrðu leidd til lykta. „Ég held að það sé mikil- vægt að ljúka þessu máli. Það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta frumvarp er einfalt og auðskilið og þarf ekki langan umhugsunartíma.“ Halldór svaraði því neitandi er hann var spurður hvort frumvarpið hefði valdið titringi í stjórnarsam- starfi flokkanna. Hér ríki fjölbreytni á markaði Davíð var spurður hvort frum- varpið myndi leiða til breytinga á fjölmiðlamarkaði og svaraði: „Þegar gerðar eru breytingar á lagaum- hverfinu þá laga menn sig að því. Stundum hafa menn mjög skamman tíma til þess og stundum lengri, eins og í þessu tilfelli hafa menn lengri tíma.“ Hann sagði einnig að frumvarpið snerist um almennt fyrirkomulag á fjölmiðlamarkaði. ,,Það er verið að koma því til leiðar að hér ríki fjöl- breytni á markaði og að fjölmiðlarnir séu reknir með þeim hætti hér á landi eins og annars staðar að það séu ákveðnar kröfur gerðar um eign- arhald og þess háttar,“ sagði Davíð. Verði afgreitt sem lög fyrir þinglok Forsætisráðherra sagði að staðan á fjölmiðlamarkaði væri þannig núna að ekki væri viðunandi að mati ríkis- stjórnarinnar, „og ég hygg að það verði mat stórs hluta þingsins.“ „Það kunna að vera þingmenn sem vilja gæta hagsmuna einhverra annarra en við erum að gæta hagsmuna al- mennings og þjóðarinnar sem heild- ar eins og ríkisstjórn og þing eiga að gera.“ Davíð sagði að góður hópur lög- fræðinga hefði farið yfir frumvarpið og reiknaði hann ekki með að fyr- irtæki gætu farið í skaðabótamál vegna breytts lagaumhverfis. Davíð sagðist gera ráð fyrir mikl- um umræðum um frumvarpið á Al- þingi, en stefnt er að því að frum- varpið verði að lögum fyrir þinglok í vor. Spurður hvenær mætti vænta þess að breytinga sæi stað eftir að frumvarpið verður að lögum sagðist hann gera ráð fyrir að það yrði til- tölulega fljótlega. Ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum Bann við að dagblað og ljós- vakamiðill séu á sömu hendi Markaðsráðandi félagi í óskyldum rekstri bannað að eiga ljósvakamiðla Morgunblaðið/Árni Torfason Fréttamenn leggja spurningar fyrir Davíð Oddsson forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í forsætisráðuneytinu í gær. EINAR G. Baldvinsson listmálari er látinn, á áttugasta og fimmta aldursári. Einar fædd- ist áttunda desember 1919 í Reykjavík, en foreldrar hans voru Baldvin Einarsson, söðla- og aktygjasmiður og kona hans Kristine Karoline frá Heggem. Einar lærði myndlist í Handíða- og myndlist- arskólanum árin 1942– 45 og í Kunstakademiet í Kaupmannahöfn árin 1946–50. Hann starfaði sem listmálari í Reykjavík og kenndi einnig teikningu í skólum. Hann hélt fjölda málverkasýninga auk þess sem hann tók þátt í samsýningum Félags íslenskra myndlistar- manna. Fyrstu einka- sýningu sína hélt Einar í bogasal Þjóðminja- safnsins árið 1958. Ein- ar var þekktur fyrir myndir sínar af íslenska þorpinu auk þess sem hann málaði einstakar landslagsmyndir og þótti hafa mikið næmi fyrir stemmningum. Hann málaði nánast alla starfsævi sína tilbrigði um þann veruleik sem blasti við honum á þroskaárum hans, þorpsstemmninguna í Reykjavík, andrúmsloftið við höfnina og sambýli þorps og hafs. Einar var ókvæntur og barnlaus. Andlát EINAR G. BALDVINSSON ÞAU voru skemmtileg tilþrifin og líflegar tilraunirnar hjá hinum ungu keppendum sem tóku þátt í úrslitakeppni Íslandsmeistaramóts- ins í kassaklifri sem Slysavarna- félagið Landsbjörg, ýmsar björg- unarsveitir og Bandalag íslenskra skáta stóðu fyrir á laugardag. Mót- ið var haldið í húsi Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og kepptu alls sautján ungir ofur- hugar í fjórum flokkum, drengja og stúlknaflokkum, 13–15 ára og 16– 18 ára. Íslandsmeistari í kassaklifri í ár er Andri Buchhloz úr Grinda- vík, en hann fór hæst upp í þrjátíu og þrjá kassa, sem er ellefu metra hæð. Andri er á átjánda ári. Efst stúlkna var Kristín Ósk Jónsdóttir frá Suðureyri, en hún fór þrjátíu og einn kassa upp í loftið, rúma tíu metra. Kristín er á sextánda ári. Í yngri flokki stráka sigraði hinn fimmtán ára Hákon Valdimarsson frá Ísafirði, en hann kleif þrjátíu og tvo kassa. Í yngri flokki stúlkna sigraði hin fimmtán ára Halldóra Auður Jónsdóttir frá Neskaupstað, en hún fór upp tuttugu og einn kassa eða sjö metra. Kassaklifur er ný jaðaríþrótta- grein sem hefur verið að þróast innan björgunarsveitanna og skáta- hreyfingarinnar síðustu ár en hún á rætur sínar að rekja til Þýskalands. Útbreiðsla þessarar nýju íþróttar er orðin talsverð meðal félags- manna hreyfinganna og töldu þær nú orðið tímabært að kynna hana fyrir landsmönnum. Íþróttin snýst um það að klifra upp á turn af öl- kössum, sem raðað er upp í beinan turn og bæta sífellt við hæð turns- ins, en nýir ölkassar eru hífðir til keppenda þar sem þeir standa á turnunum. Keppendur eru festir í öryggislínu enda aðeins tímaspurs- mál hvenær jafnvægið gefur sig. Ís- landsmetið í kassaklifri er þrjátíu og sex kassar, um 12 metrar og var Andri ekki langt frá því. Íþróttin sameinar afl og jafnvægi, sem einn- ig er undirstaða góðs kletta- og ís- klifrara, svo hún þykir henta vel sem undirbúningur fyrir slíka iðju. Morgunblaðið/Sverrir Hátt er fallið, en sem betur fer njóta keppendur öryggislínunnar. Liprir klifur- kettir á ölkössum ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra segir stefnt að því að afgreiða frum- varpið um eignarhald fjölmiðla nú á vorþinginu. „Ég tek undir það sem utanríkisráðherra hefur sagt, að það er ekki gott þegar mál eru í einhverri óvissu. Það á að klára svona mál og ég held að við höfum náð mjög góðri lendingu með þeirri afgreiðslu sem við náðum í morgun í ríkisstjórninni. Það var mikill ein- hugur og sátt um þetta frumvarp,“ sagði menntamálaráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hún segir að frumvarpið kunni að hafa nokkur áhrif á fjölmiðlaum- hverfið hér á landi. „Meginmálið er að við megum ekki horfa á skamm- tímasjónarmið heldur þau sjónar- mið sem eru okkur svo mikilvæg, sem eru að varðveita frjálsa og óháða fjölmiðlun þannig að hér fái þrifist fjölmiðlar sem gegna því hlutverki sem við ætlumst til af þeim, þ.e. að standa undir þeirri ábyrgð að vera fjórða valdið. Það sem við erum að gera með þessu frumvarpi er í fullu samræmi við það sem gengur og gerist ann- ars staðar,“ segir Þorgerður. Hún sagði það rétt sem komið hefði fram að meginsjónarhornið í frumvarpinu væri á úthlutun út- varpsleyfa og þar af leiðandi yrði óbreytt ástand á markaði prent- miðlanna. Það byggðist fyrst og fremst á því, að í dag þyrfti ekki leyfi til að reka prentmiðla en út- varpsrekstur væri háður leyfum og þau væru veitt að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mikill einhugur og sátt um frumvarpið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.