Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 11 Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Kerruljós Kr. 2990,- TERRANO Einn stóran Nýi Terrano jeppinn er einn sá sprækasti sem Nissan fjölskyldan hefur alið af sér. Terrano er ekki aðeins rúmgóður og kröftugur heldur skipta smáatriðin líka máli: Hágæða hljómflutningstæki með tengdri þjófavörn, þrjú 12 volta rafmagnsúrtök og ný vörn gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Nissan Terrano – stórkostlegur bíll fyrir stórhuga fólk. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málið nánar. takk Sævarhöfða 2 · 525 8000 · ih@ih.is Verð frá 3.380.000 kr. F í t o n / S Í A F I 0 0 9 3 4 6 „ÞAÐ VAR ekkert annað að gera en að drífa í þessu ef ég ætlaði að koma diskinum út fyrir sextugt,“ segir Snorri tenórsöngvari, bóndi og tamningamaður á Syðstu- Fossum í Andakíl. Hann er vel þekktur í Borgarfirði og víðar fyr- ir leik og söng, en hann hefur sungið með Karlakórnum Söng- bræðrum um árabil, sungið ein- söng og einnig hefur hann sungið víða með Gunnari Erni Gunn- arssyni dýralækni. Snorri lauk 8. stigi í söng frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar árið 2000, en kenn- ari hans var Theodóra Þorsteins- dóttir. Hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum Master Class nám- skeiðum t.d hjá Mariu Teresu Uribe sem haldið hefur nokkur slík námskeið í Borgarnesi. Hljómur frá Aðalvík „Þetta hefði aldrei gengið upp nema af því að ég hef svo góðan umboðsmann og framkvæmdar- stjóra, hann Unnstein son minn,“ segir Snorri. „Auk þess hef ég not- ið aðstoðar kennarans míns og fleiri. Síðast en ekki síst er ég með frábæran meðleikara, Helgu Bryn- dísi Magnúsdóttur, sem jafnframt er frænka mín, ættuð úr Aðalvík eins og ég.“ Nafnið á diskinum, Hljómur frá Aðalvík, sýnir að þau eru stolt af upprunanum, en minnir óneit- anlega einnig á hestnafn. Ekki að undra því söngvarinn lifir og hrær- ist í hestamennskunni. Hann hætti með kýrnar fyrir einu og hálfu ári og sneri sér alfarið að hrossarækt- inni. „Já, ég hef mikla trú á hrossa- ræktinni á Íslandi,“ segir hann. „Hrossin eru framtíðin. Og þetta vissi ég löngu á undan Guðna Ágústssyni,“ segir Snorri og hlær. „En það er ekkert grín að þetta hefur gengið vel hjá mér og mér gengur vel að selja hrossin. Núna er ég búinn að selja nánast allt sem ég á tamið.“ Leikur 16 ára tamningastrák Þegar hann er spurður hvort söngur og hestamennska fari vel saman svarar hann því til að ekki sé hægt að ná lengra. „Það er gam- all draumur að geta unnið við að syngja og ríða út. Ég réð mig sem tamningamann hjá Birni Ein- arssyni frá Neðri-Hrepp og hef unnið við tamningar frá því í febr- úar. Svo nú er þessi draumur að rætast.“ Þeir félagarnir eru með aðstöðu í hesthúsi á Hvanneyri og húsið er nánast fullt af kynbótahryssum sem fyrirhugað er að sýna í vor. Nóg er að gera en úti var rok og rigning svo Snorri gaf sér tíma til að spjalla meðan Björn járnaði. „Já, ég hef verið leikari í hér- aðinu í 40 ár og hlutverkið sem ég leik í dag er sextán ára tamn- ingastrákur og ég fer létt með það,“ segir Snorri. – En hvernig lög eru á diskinum? „Þetta eru aðallega íslensk söng- lög, en þar er einnig að finna aríu, kirkjuleg verk og erlend sönglög. Titillagið heitir Aðalvík og hefur ekki heyrst mikið, en er eiginlega þjóðsöngur Aðalvíkinga frá Horn- ströndum.“ Í tilefni af útgáfu disksins verða haldnir tónleikar í Logalandi í Reykholtsdal á afmælisdegi Snorra, miðvikudaginn 28. apríl. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og hægt verður að kaupa diskinn í Logalandi. Að syngja og ríða út – það er toppurinn Hugmyndin um að gefa út geisladisk kom upp fyrir einu ári og nú hefur Snorri Hjálmarsson á Syðstu-Fossum í Andakíl látið draum- inn rætast. Diskurinn kemur út í vikunni og þá verða einnig haldn- ir útgáfutónleikar. Ás- dís Haraldsdóttir hitti hann í hesthúsinu. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Snorri Hjálmarsson í hesthúsinu og heldur í hina fríðu Snæju. asdish@mbl.is EINS og mörg hótel á landsbyggð- inni hefur Hótel Reykholt í Borg- arfirði átt í fjárhagserfiðleikum að undanförnu, og hafa eignir þess nú verið seldar fjárfesti úr Reykjavík, Sverri Hermannssyni. Sömu rekstrarað- ilar munu þó halda rekstrinum áfram eins og verið hefur. Það eru hjónin Óli Jón Ólason og Stein- unn Hansdóttir sem rekið hafa hót- elið sem heilsárshótel frá því í árs- byrjun 1998. Fyrstu árin leigðu þau húsnæðið af ríkinu, en réðust síðan í kaup á eignum Héraðsskólans, þ.e. heimavist og matsal. Áður var í Reykholti rekið Edduhótel á sumrin í byggingum Héraðsskólans sem þar var rekinn til þess tíma. Óli Jón og Steinunn fóru þá út í talsverðar lagfæringar á heimavist- inni og hafa boðið upp á 63 herbergi án baðs og 17 með baði auk góðrar aðstöðu til funda- veislu- og ráð- stefnuhalds. Nýr eigandi hyggst nú fara út í margs konar framkvæmdir við húsnæðið og umhverfið. Fram- kvæmdir sem uppfylla betur óskir og væntingar ferðamanna eins og t.d. að fjölga herbergjum með baði til muna. Að sögn Óla Jóns eru vandamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni þau að erfitt er að fá hagstæð lán til uppbyggingar. Þau lán sem í boði eru séu allt of stutt og óhagstæð. Án efa séu mörg hótel til sölu á lands- byggðinni af þessum sökum. Hann telur það vissan sigur að fjárfestir eins og Sverrir Hermannsson skuli sjá framtíð í að leggja fé í ferðaþjón- ustuna og mættu aðrir fjárfestar taka hann sér til fyrirmyndar. Ferðaþjónustan á mikla framtíð fyr- ir sér ef hún fær aukið eigið fé inn í reksturinn og hún fær að sitja við sama borð og aðrar útflutnings- greinar. Óli Jón segist bjartsýnn á rekst- urinn framundan, enda hafi aldrei verið meira bókað fyrir sumarið en nú og þegar farið að panta mikið fyrir árið 2005. En þó að ferðamönn- um hafi fjölgað mikið utan háanna- tímans, þá skilar það sér hægt út á landsbyggðina og það er dýrt að vera með opið allt árið þó að það sé nauðsynlegt fórnarstarf til að sinna þessari uppbyggingu. Gott samstarf er á milli Hótel Reykholts og hót- elanna í Ólafsvík og Stykkishólmi, sem eru rekin af sömu fjölskyld- unni. Þá er einnig mikil samvinna við aðra rekstaraðila í Reykholti, þ.e. Snorrastofu, Heimskringlu og Reykholtskirkju og styðji þar hver við annan, en uppbygging í Reyk- holti hefur verið mikil á undanförn- um árum. Eignir Hótels Reykholts seldar Sömu rekstraraðilar halda rekstri hótelsins áfram Óli Jón Ólason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.