Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 11
ALFREÐ Þorsteinsson, oddviti
framsóknarmanna í Reykjavíkurlist-
anum, segist hafa fundið fyrir mikilli
óánægju meðal framsóknarmanna
með fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnar-
innar. Sjálfur telur hann að frum-
varpið geti stefnt atvinnuöryggi
fjölda fólks sem vinnur að fjölmiðlun í
Reykjavík í töluverða hættu og lýsti
þeirri skoðun sinni á aukafundi borg-
arstjórnar í gærkvöld. Þá var á auka-
fundinum lögð fram og samþykkt
með níu atkvæðum gegn sex svo-
hljóðandi ályktun Ólafs F. Magnús-
sonar borgarfulltrúa:
„Borgarstjórn Reykjavíkur lýsir
þungum áhyggjum sínum vegna þess
frumvarps um fjölmiðla, sem liggur
fyrir Alþingi. Fram hafa komið rök-
studdar ábendingar um að samþykkt
frumvarpsins í óbreyttri mynd geti
leitt til atvinnumissis hundraða borg-
arbúa og skertrar afkomu enn fleiri.
Borgarstjórn skorar því á Alþingi og
sérstaklega þingmenn Reykvíkinga
að koma í veg fyrir samþykkt frum-
varpsins.“
Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins kom fram að þeir
telja nauðsynlegt að komið sé í veg
fyrir óæskilega eignasamþjöppun á
fjölmiðlamarkaði eins og stefnt sé að
með fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórn-
arinnar.
Framsóknarmenn óánægðir
„Ég hef, bæði í samtölum við
flokksmenn í Reykjavík og víðar,
fundið fyrir mikilli óánægju með
þetta frumvarp,“ sagði Alfreð í sam-
tali við Morgunblaðið. „Ég bendi líka
á að það hafa þónokkur framsóknar-
félög, bæði í nágrenni Reykjavíkur
og úti á landi, ályktað gegn því, ásamt
Sambandi ungra framsóknarmanna
og ungum framsóknarmönnum í
Reykjavík.“
Á fundi borgarráðs í gær var sam-
þykkt með fjórum atkvæðum gegn
þrem eftirfarandi ályktunartillaga
borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlist-
ans. Tillagan var svo samþykkt í
borgarstjórn með níu atkvæðum
gegn sex.: „Vegna umræðu um
starfsumhverfi fjölmiðla vill borgar-
ráð vekja athygli þingmanna á nauð-
syn þess að fjölmiðlar búi við stöð-
ugleika og öruggt lagaumhverfi ekki
síður en önnur atvinnustarfsemi.
Fjölmiðlarekstur og útgáfa er mik-
ilvæg atvinnugrein í Reykjavík.
Nægir þar að nefna að tvö til þrjú
þúsund einstaklingar starfa við fjöl-
miðla og þar með eiga jafnmargar
fjölskyldur lífsafkomu sína að hluta
eða heild undir blómlegum rekstri
þeirra. Gera verður þá kröfu að að-
gerðir ríkisstjórnarinnar stofni ekki
rekstri fjölmiðlafyrirtækja og at-
vinnuöryggi starfsfólks í hættu nema
brýna nauðsyn beri til og ljóst sé að
mildari úrræði nái ekki sömu mark-
miðum. Borgarráð varar eindregið
við því að málið verði keyrt fram með
hraði og hvetur til vandaðrar og ít-
arlegrar umræðu áður en lög verði
samþykkt frá Alþingi. Borgarráð
bendir á að þrátt fyrir þær breyting-
ar sem boðaðar hafa verið í meðför-
um Alþingis er ljóst að rekstur öfl-
ugra fjölmiðla og atvinnuöryggi
hundraða er í uppnámi verði frum-
varpið að lögum. Alls óvíst virðist
hins vegar hvort markmið frum-
varpsins um fjölbreytni í umfjöllun
og öfluga dagskrárgerð náist. Það er
lágmarkskrafa að nægilegur tími gef-
ist til að fullkanna hin víðtæku áhrif
sem samþykkt frumvarpsins gæti
haft í för með sér.“
Ekki verið ályktað vegna
annarra starfsmanna
Í bókun sinni taka borgarráðs-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins undir
þá skoðun R-listans að starfsemi fjöl-
miðla byggist á öruggu lagaumhverfi
og telja fjölmiðlafrumvarpið stuðla að
því.
„Með því að hafa skýrar reglur um
eignarhald og aðkomu markaðsráð-
andi fyrirtækja er ekki verið að
veikja forsendur fyrir fjölmiðlastarf-
semi heldur breikka og styrkja.
Frumvarpið hefur nú verið í meira en
tvær vikur til umræðu á Alþingi. Um-
ræður um það hafa verið mjög ítar-
legar og enn er eftir þriðja umræða
um frumvarpið. Það hefur því gefist
og gefst góður tími til að meta efni
frumvarpsins en að baki því liggur ít-
arleg rannsókn og skýrsla nefndar á
vegum menntamálaráðherra. Hags-
munaaðilar og sérfræðingar hafa
komið fyrir þrjár nefndir Alþingis
vegna málsins.
Miklar breytingar eru á starfshátt-
um fyrirtækja og starfsfólki fjölgar
eða fækkar eftir því hvernig aðstæð-
ur eru hverju sinni á atvinnumark-
aðinum. Á þetta jafnt við atvinnufyr-
irtæki á vegum einkaaðila og
opinberra aðila. Það vekur athygli að
flutningsmenn þeirrar ályktunartil-
lögu sem hér liggur fyrir hafa ekki
séð ástæðu til þess að flytja sérstakar
ályktunartillögur vegna starfsörygg-
is hundraða starfsmanna stofnana og
fyrirækja, m.a. hjá Landspítalanum
og Íslenskri erfðagreiningu.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins telja framlagða tillögu byggða á
röngum forsendum sem engin tilraun
hefur verið gerð til að rökstyðja og
lýsa þess vegna andstöðu sinni við
hana,“ segir í bókun sjálfstæðis-
manna.
Í bókun Ólafs F. Magnússonar,
borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins,
kom fram stuðningur hans við sjón-
armið í bókun borgarráðsfulltrúa R-
listans og taldi hann framgöngu
Sjálfstæðisflokksins „aumkunar-
verða“ í málinu.
„Vegna bókunar borgarráðsfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins er fullljóst
að undirritaður mun flytja tillögu í
borgarstjórn í haust, ef ríkisstjórnin
ræðst enn einu sinni á heilbrigðis- og
velferðarþjónustuna í landinu og
borginni með niðurskurði á stöðu-
gildum og þjónustu Landspítala – há-
skólasjúkrahúss. Ekki er að vænta
stuðnings Sjálfstæðisflokksins við
slíka tillögu, enda flokkurinn hollari
ríkisstjórninn en starfsfólki Land-
spítala – háskólasjúkrahúss.“
Markaðurinn finnur leiðir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagð-
ist ekki myndu fullyrða um viðbrögð
markaðarins við breyttu lagaum-
hverfi. En sér hefði sýnst að mark-
aðurinn væri æði fljótur að finna leið-
ir til að halda áfram starfsemi sinni
væri hún arðsöm. Engin gögn væru
til sem segðu skýrt til um það að til-
tekið fyrirtæki myndi hrynja saman
yrði fjölmiðlafrumvarpið að lögum.
Fjölmiðlafrumvarpið var rætt á fundum borgarráðs og borgarstjórnar í gær
Meirihluti borgarstjórnar
lýsir þungum áhyggjum
Sjálfstæðismenn vilja koma í veg
fyrir „óæskilega eignasamþjöppun“
FILIPPUS Darri Björgvinsson, sjö
ára úr Mosfellsbæ, varð hlutskarp-
astur í samkeppni um nafn á
björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð
14 sem efnt var til fyrir nokkru.
Lagði hann til að henni yrði gefið
nafnið „Björgunarmiðstöðin Skóg-
arhlíð“ að höfðu samráði við móð-
ur sína en björgunarmiðstöðin var
vígð í mars síðastliðnum. Það var
samdóma álit þriggja manna dóm-
nefndar að mæla með nafninu en
yfir sex hundruð einstaklingar
sendu tillögu og var Filippus einn
um að senda umrædda tillögu að
nafni. Verðlaun fyrir hana, gjafa-
bréf að verðmæti 250 þúsund
krónur frá Icelandair, voru afhent
í Skógarhlíð 14 í gær að við-
stöddum verðlaunahafanum og
fjölskyldu hans.
Til Bandaríkjanna
næsta sumar
Filippus var að vonum stoltur
með verðlaunin og nafngiftina
þegar blaðamaður ræddi við hann
í gær og sagðist raunar alls ekki
hafa átt von á þesssu. Fjölskyldan
ráðgerir að fara til Bandaríkjanna
sumarið 2005 og verður gjafabréf-
ið notað upp í þá ferð.
Fjölmargar tillögur bárust í
keppnina, sem fyrr segir, og var
fjöldi fólks á bak við ýmsar til-
lögur, þar af lögðu flestir til nafn-
ið Bjarg, eða 44. Ákveðið var að
veita önnur verðlaun fyrir þá til-
lögu og voru dregnir út 20 þátt-
takendur sem fá senda vandaða
sjúkrakassa frá Slysavarnafélag-
inu Landsbjörg.
Sjö ára drengur hlutskarpastur í samkeppni um nafn
Var einn með verðlaunatillöguna
Morgunblaðið/Júlíus
Forsvarsmenn Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíð óska verðlaunahafanum, Filippusi Darra, til hamingju.
ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkur-
borgar var samþykktur samhljóða
eftir síðari umræðu í borgarstjórn í
gær. Í bókun borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins segir að útgjalda-
þensla og skuldasöfnun séu áberandi í
fjármálum borgarinnar. Borgarstjóri
sagði á fundinum í gær að það væri
sérkennilegt að minnihluti borgar-
stjórnar reyndi að gera ársreikning-
inn tortryggilegan. „Reykjavíkur-
borg stendur best af öllum
sveitarfélögum í landinu,“ sagði Þór-
ólfur Árnason borgarstjóri. Hann
sagði stöðu borgarsjóðs góða og
stefnt væri að lækkun skulda borg-
arinnar.
Skuldaaukning vegna
framkvæmda í orkumálum
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sjálf-
stæðisflokki sagði að þótt staða borg-
arsjóðs væri góð hefðu heildarskuldir
borgarinnar og fyrirtækja í hennar
eigu aukist gífurlega á síðustu árum
og þær skýringar sem meirihluti
borgastjórnar hafi gefið á þeirri
aukningu væru ekki boðlegar. Í bók-
un fulltrúa Sjálfstæðisflokks kemur
fram að heildarskuldir borgarinnar, á
verðlagi ársins 2002, hafa vaxið úr um
19 milljarða árið 1994 í um 64 millj-
arða árið 2003 utan lífeyrisskuldbind-
inga. „Allir tilburðir R-listans til að
tengja þá miklu skuldasöfnun við
framkvæmdir Orkuveitunnar á
Nesjavöllum fá ekki staðist enda
framkvæmdir við Nesjavallavirkjun
árin 1994–2003 einungis um fjórðung-
ur af skuldaaukningu borgarinnar á
þessu tímabili,“ segir í bókuninni.
Alfreð Þorsteinsson R-lista sagði
málflutning minnihlutans ekki ganga
upp, borgarfulltrúar minnihlutans
væru hlynntir fjárfestingum í orku-
málum en á móti lántökum til að
standa undir þeim. Alfreð sagði nauð-
synlegt að minnihlutinn gerði sér
grein fyrir að lán til virkjunarfram-
kvæmda og dreifikerfa væru ekki
eyðslulán heldur langtíma fjárfest-
ingar. Borgarstjóri minnti á að það fé
sem sett væri í dreifikerfi væri ára-
tugafjárfestingar.
Ekki rétt að setja allt
í eina skuldasúpu
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Sjálf-
stæðisflokki nefndi að það vantaði „al-
vöru heildstæða úttekt á fjármálum
borgarinnar“. Stefán Jón Hafstein R-
lista sagði það hins vegar ekki rétta
greiningu á fjárhagsástandi borgar-
innar hjá Sjálfstæðisflokki að „setja
allt í eina skuldasúpu“. Nær væri að
skoða hvern málaflokk fyrir sig. Með-
al þeirra góðu tíðinda sem að sögn
Stefáns Jóns felast í ársreikningnum
er hversu vel forystumenn í fræðslu-
málum hafa náð tökum á rekstrinum.
„Það er öllum ljóst að R-listinn hef-
ur nú sem fyrr lítil tök á fjármálum
borgarinnar. Allar lykiltölur í reikn-
ingum sýna, svo ekki verður um villst,
áframhaldandi verulega skuldasöfn-
un og það eina sem 3 ára fjárhags-
áætlanir borgarinnar sýna er það
sama – stöðug skuldasöfnun á skulda-
söfnun ofan,“ segir í bókun borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Ólafur F. Magnússon Frjálslynda
flokknum óskaði eftir því við borgar-
stjóra að hann greindi frá því hve
mikill kostnaður hefði fallið á borgina
vegna nýbyggingar Orkuveitu
Reykjavíkur og hversu mikið hefði
komið í hlut borgarsjóðs á móti vegna
sölu á eignum. Hann tók undir með
fulltrúum Sjálfstæðisflokks og sagði
bætta stöðu borgarsjóðs milli ára eiga
ekkert skylt við góða fjármálastjórn.
Hann sagðist þó ekki telja skulda-
söfnun borgarinnar vera eins alvar-
legt mál og fulltrúar Sjálfstæðisflokks
vildu vera að láta. Risastórt stökk
hefði verið tekið fram á við í þjónustu
borgarinnar og það væri jákvætt.
Staðan góð
en skuldir
áhyggju-
efni
Ársreikningar
Reykjavíkurborgar
TILBOÐ voru opnuð í tveimur út-
boðum hjá Landsvirkjun í gær
vegna framkvæmda við Kára-
hnjúkavirkjun, annars vegar í loku-
búnað virkjunarinnar og hins vegar í
strengjalagnir að vinnubúðum við
Ufsarlón.
Fimm tilboð bárust í lokubúnað-
inn og voru þau öll vel yfir kostn-
aðaráætlun Landsvirkjunar og ráð-
gjafa hennar, upp á rúmar 569
milljónir króna. Lægsta tilboð kom
frá ítölsku fyrirtæki, ATB Riva
Calzoni, upp á 717 milljónir króna
eða 25% yfir áætlun. Næstlægsta
boð, 824 milljónir, kom frá portú-
galska fyrirtækinu Alstom SA, og
síðan buðu þýsku fyrirtækin DSD
Stahlbau 832 milljónir og VA Tech
Hydro 983 milljónir. Hæsta boð kom
frá GE Hydro, eða upp á 1.076 millj-
ónir króna. Verkið felst í deilihönn-
un, efni, framleiðslu, flutningi, upp-
setningu og prófun á inntaksristum,
lokubúnaði og stálhurðum, með til-
heyrandi afl- og stjórnbúnaði.
Fjögur tilboð, öll undir áætlun,
bárust í lagningu rafstrengs og ljós-
leiðara frá Axará á Fljótsdalsheiði
að væntanlegum vinnubúðum við
Ufsarlón. Ingileifur Jónsson ehf.
bauð lægst, 13,2 milljónir, og síðan
voru Austfirskir verktakar hf. með
ríflega 18 milljóna tilboð, Grafan
með 18,9 milljónir og Ljósvirki Cabl-
ox ehf. með rúmar 22 milljónir.
Kostnaðaráætlun var upp á 30,8
milljónir króna.
Kárahnjúkavirkjun
Tilboð í
lokubúnað
hátt yfir
áætlun