Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 12
ÚR VERINU 12 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÉRFRÆÐINGUR í lýðheilsu- málum frá Svíþjóð segir að einka- væðing heilbrigðisþjónustu sé dýr- ari en opinber rekstur. Göran Dahlgren, hagfræðingur og hand- hafi Norrænu lýðheilsuverð- launanna 2003, var hér á landi á dögunum í boði BSRB og greindi frá reynslu Svía af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Í samtali við Morgunblaðið segist Dahlgren, sem m.a. kennir við háskólann í Liver- pool, telja vænlegast að fjármagna heilbrigðiskerfi með sköttum. Hækkun þjónustugjalda og aukin hlutdeild sjúklinga í kostnaði skapi óréttlátt heilbrigðiskerfi. Þá segir hann að einkavæðing í heilbrigð- iskerfinu sé til þess fallin að auka kostnað í stað þess að draga úr honum. „Í Svíþjóð heyrast þær raddir að við höfum ekki lengur efni á að bjóða fría heilbrigðisþjónustu. Fólkið verði því að borga. Þetta viðhorf gefur mjög misvísandi skilaboð til almennings. Að sjálf- sögðu er það fólkið sem borgar, það er alltaf þannig. Það er enginn annar til að borga. En spurningin er hvort það borgar með sköttum eða hvort hver og einn borgar fyrir sig.“ Að mati Dahlgrens er verið að setja byrðar á ranga hópa sam- félagsins með því að hækka gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu. „Með því er í raun verið að segja að veika fólkið eigi að borga meira og heil- brigðir að borga minna. Eldra fólk borgi meira en þeir sem eru á vinnumarkaði borgi minna. Það er einnig verið að segja að konur eigi að borga meira en karlar. Þær lifa lengur og þær ganga með börnin og nota því heilbrigðiskerfið meira.“ Dahlgren telur að hækkun þjón- ustugjalda og aukin kostn- aðarhlutdeild notenda heilbrigð- iskerfis leiði til þess að þeir sem hafa minnst á milli handanna borgi mest fyrir kerfið. Þannig verði til afar óréttlátt kerfi. Sænsk heilbrigðis- þjónusta orðin of dýr Dahlgren segir að 1990 hafi 90% af sænsku heilbrigðiskerfi verið fjármöaguað með sköttum en 10% með framlagi sjúklinga. Núna séu 17% greidd úr vasa þeirra sem nota heilbrigðiskerfið. „Áhrifin af þessu eru t.d. að nú hafa 250 þús- und manns ekki efni á að taka út þau lyf sem læknar hafa skrifað upp á fyrir þau. Fjórðungur þeirra sem fá hjartaáfall hefur ekki efni á því að fara í endurhæfingu vegna þess að það er of dýrt.“ Versta dæmið segir hann vera aukinn kostnað við tannlæknaþjón- ustu, en að hans sögn hefur helm- ingur sænsks lágtekjufólks ekki efni á að nýta sér nauðsynlega tannlæknaþjónustu. „Þetta er frek- ar sláandi fyrir velferðarríki,“ segir Dahlgren. Hann kvaðst í samtali við Morg- unblaðið ekki hafa kynnt sér ná- kvæmlega hvernig þessum málum er háttað hér á landi. En sagði að sér sýndist umræðan um fjár- mögnun heilbrigðiskerfisins vera á svipuðum nótum hér á landi og í Svíþjóð, þ.e. að margir væru á þeirri skoðun að notendur kerfisins þyrftu að greiða meira fyrir þjón- ustuna en aðrir. „Ég vil vara þá við sem halda að hækkun þjónustugjalda og einka- væðing sé leið til að leysa fjárhags- vandamál. Með þessu er verið að leggja byrðarnar á herðar rangra hópa. Ef þetta er útskýrt á þennan hátt þá er ég viss um það fólk er viljugra til að samþykkja aukin framlög hins opinbera til heilbrigð- ismála.“ Réttlátt að fjármagna kerfið með sköttum Dahlgren telur heppilegra að heilbrigðiskerfið sé fjármagnað í gegnum skatta. „Ég tel rétt að karlar greiði einnig fyrir þá aðstoð sem konur fá. Vinnandi fólk greiði einnig fyrir þá þjónustu sem eldra fólk fær. Tekjuháir borgi einnig fyrir þjónustu til tekjulágra. Það er réttlátt kerfi. Það er kerfi þar sem greitt er fyrir notkunina.“ Sveitarstjórnir í Svíþjóð eru ábyrgar fyrir rekstri heilbrigð- iskerfisins og Dahlgren segir sænskt heilbrigðiskerfi því vera mjög dreifstýrt. „Borgarstjórnin í Stokkhólmi ákvað fyrir nokkrum árum að einkavæða í heilbrigð- iskerfinu. Eitt af því sem hún gerði var að selja besta sjúkrahúsið til einkafyrirtækis. Þeir hafa verið að stæra sig af því að sjúkrahúsið sé ódýrara í rekstri. Ég veit að það er fólk hér á Íslandi sem hefur einnig sett hlutina fram á þennan hátt. Nú hafa endurkoðendur sjúkra- hússins farið yfir fjármál sjúkra- hússins og þeirra niðurstöður sýna glögglega að þjónustan þar er mun dýrari en hún var áður en hún var einkavædd,“ segir Dahlgren. Hann segir notendur þjónustunnar þó ekki hafa tekið eftir því hversu dýrt sjúkrahúsið er orðið, enda hafi gjöld þeirra ekki hækkað ennþá. Kostnaður sveitarstjórnarinnar hafi þó hækkað verulega frá því sjúkra- húsið var einkavætt. Sjúklingar borga fyrir einkavæðinguna á endanum Rekstur einkarekinna sjúkrahúsa segir Dahlgren vera dýrari en rekstur hinna opinberu sjúkrahúsa vegna þess að markmiðin séu ólík. „Hagnaður er ekki framarlega í forgangsröðinni frá sjónarmiði heil- brigðiskerfisins. Einkafyrirtæki hafa hag að því að miklir peningar séu í umferð en hið opinbera hefur hag af því að hagræða. Einkafyr- irtæki færa út kvíarnar og stækka markaðinn fyrir heilbrigðisþjón- ustu.“ Dahlgren segir að Svíar hafi fengið að reyna að þegar einkavætt er í heilbrigðiskerfinu stangist lýð- ræðisleg vinnubrögð sem viðhöfð eru í sveitarstjórnum og hjá hinu opinbera oft á við vinnubrögð í við- skiptaheiminum. „Eitt dæmi um þetta var þegar sveitarstjórn í Sví- þjóð lagði á ráðin um hvaða tilboði í rekstur tilteknis þáttar þjónust- unnar ætti að taka, þá var haldinn lokaður fundur vegna viðskipta- hagsmuna. Þarna erum við komin með lokaðan fund til að taka lýð- ræðislega ákvörðun. Það er í lagi í viðskiptaumhverfi að halda slíka fundi, en ekki í lýðræðisríki.“ Dahlgren sér fyrir sér að fleiri árekstrar geti orðið ef sjúkrahús verða einkavædd. „Segjum að það verði stórslys. Ríkissjúkrahús myndi verða að gera allt sem í þess valdi stendur til að bjarga fólki. Það er skylda þess. En við vitum ekki hvað einkafyrirtæki myndi gera. Það gæti sagt; nei þetta er of dýrt og er ekki hluti af okkar samningi.“ Þannig gæti það unnið gegn almannahagsmunum að færa heilbrigðisþjónustu yfir til einka- aðila að mati Dahlgrens. „Meginvandamálið er að kerfinu í heild sinni getur verið ógnað með einkavæðingu. Þeir sem vilja koma sjúkrahúsum yfir til einkafyr- irtækja átta sig ekki á kostnaðinum sem því fylgir. Sömu aðilar vilja alla jafna lækka skatta. Þannig myndast enn breiðara bil milli kostnaðar og tekna, sem sjúklingar þurfa á endanum að standa undir,“ segir Dahlgren. Einkavæðing skapar óréttlátt heilbrigðiskerfi Göran Dahlgren, pró- fessor og sérfræð- ingur í lýðheilsu- málum, vill vara þá við sem telja að einka- væðing og hækkun þjónustugjalda séu vænlegar leiðir til að standa undir auknum kostnaði í heilbrigð- iskerfinu. Hann segir reynslu Svía af einka- væðingu sýna að hún borgar sig ekki. Morgunblaðið/Jim Smart „Að sjálfsögðu er það fólkið sem borgar, það er alltaf þannig. En spurn- ingin er hvort það borgar með sköttum eða hvort hver og einn borgar fyrir sig,“ segir Göran Dahlgren, sérfræðingur í lýðheilsumálum frá Svíþjóð. „ÞAÐ er fremur rólegt yfir hum- arveiðunum þessa dagana. Aflinn var hinsvegar ágætur framan af vertíðinni en humarinn hefur verið nokkuð smærri en undanfarin ár,“ sagði Sigurður Ólafsson, skipstjóri á humarbátnum Sigurði Ólafssyni SF frá Hornafirði, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í gær. „Yfirleitt fer humarvertíðin vel af stað, aflabrögðin eru jafnan góð í maí og stundum fram í júní en síðan fjarar vertíðin smám saman út. Núna erum við að fá 50 til 100 kíló af hölum í holi sem þykir kannski ekkert spennandi afli. Frá því að við hófum veiðarnar í lok apríl er aflinn orðinn um 8 tonn af hölum.“ Of mikið álag Alls gera nú 6 bátar út á humar frá Hornafirði en auk þess hafa humarbátar annars staðar af land- inu sótt á miðin suðaustur af land- inu. Sigurður hefur áhyggjur af því að sóknin kunni að vera of þung á einstökum svæðum. „Við höfum fyrst og fremst verið að veiðum í Hornafjarðardýpi og Lónsdýpi og reyndar hefur stærsti hluti flotans verið á þessum svæðum. Eins hefur verið góð veiði í Meðallandsbugt og Breiðamerkurdýpi en þar hefur reyndar fengist enn smærri humar. Aftur á móti held ég að lítið hafi verið reynt á vestari svæðum enn sem komið er. Að mínu mati er álagið á austustu miðin of mikið. Nú orðið toga flestir bátar með tvö troll og fá fyrir vikið enn meiri afla. Örfá mið bera ekki allan flotann og að lokum mun eitthvað undan láta. Þó að vertíðin hafi verið mjög góð í fyrra held ég að það hafi verið tek- ið of mikið af austursvæðunum. Það kemur í bakið á okkur þótt síðar verði.“ Sigurður sagði þokkalegt verð á humrinum, svipað og undanfarin ár en nú væri humarinn smærri og því færi hærra hlutfall af aflanum í ódýrari verðflokka. „Við höfum einnig sett nokkur kíló á markað eftir hverja veiðiferð og fengið ágætt verð fyrir þau þar,“ sagði Sigurður skipstjóri. Ágætur afli en smár humar Morgunblaðið/Sigurgeir INMOBIL-tölvupóstkerfið hefur í nýrri útgáfu, sem komin er á mark- að, þróast í að vera sjálfvirk upp- lýsingamiðstöð milli sjós og lands. Auk hefðbundinna tölvupóstsend- inga sér INmobil um samskipti fyrir Þjónustubanka Radiomiðun- ar, sem er sértæk upplýsingaveita, og Veiðigrunn, sem er rafræn afla- dagbók. Að auki getur kerfið safn- að gögnum frá ólíkum búnaði um borð og séð um að koma þeim sjálf- virkt í land. Einfalt dæmi um slíka notkun er sending á GPS-staðsetningum, ,,fleet tracking“ eða flotavakt. Aðr- ar markverðar nýjungar í INnmo- bil eru endurbætt þjöppun tölvu- pósts og viðhengja um allt að 90%. Innhringingar geta nú verið á fyr- irfram tilgreindum tíma, og hægt er að fá kvittun fyrir móttöku skeyta. Einnig er hægt að tengja fleira en eitt fjarskiptatæki í senn við INmobil t.d. GSM, NMT og Iridium. Að auki hefur nýr sam- skiptastaðall stytt tengitíma um u.þ.b. 20 sekúndur í hverju upp- kalli og nýtt útlit er á notenda- viðmóti. INmobil-tölvupóstkerfið er sér- tæk lausn fyrir sjófarendur sem m.a. getur nýtt lág- og háhraða fjarskiptakerfi til tölvupóstsend- inga á afar hagkvæman hátt. Kerf- ið er þróað af Radiomiðun ehf og Snerpu ehf. INmobil er nú komið í flest stærstu skip landsins og einn- ig í nokkur erlend skip. Virkir notendur eru nú um 1.300 talsins og fara nú um 25 þúsund skeyti um kerfið í mánuði hverjum. Ný útgáfa af INmo- bil-tölvupóstkerfinu Um 25 þúsund skeyti fara um kerfið í mánuði hverjum NORÐMENN hafa enn styrkt stöðu sína á saltfiskmörkuðum í Brasilíu. Þar var rífandi sala á þurrkuðum saltfiski fyrir páskana og ráða Norðmenn um 95% mark- aðarins, ef marka má frétt fréttavefjarins IntraFish. Útflutningsráð sjávarafurða í Noregi hratt af stað söluherferð á saltfiski í Brasilíu fyrir páskana en páskasalan er mikilvæg fyrir salt- fiskútflutning Norðmanna, ásamt jólasölunni. Náðu Norðmennirnir athygli brasilískra fjölmiðla fyrir páskana, mikið var fjallað um hefð- bundna saltfiskrétti en einnig um hollustu og heilnæmi fisks al- mennt. Þá bentu sumir fjölmiðlar á að þurrkaður saltfiskur úr ufsa væri um 60% ódýrari en sá sem framleiddur er úr þorski og þannig gætu venjuleg heimili hæglega haft á borðum góða, holla og ódýra fiskrétti um páskana. Rífandi sala á saltfiski

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.