Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÍRASKA framkvæmdaráðið í Bagd-
ad er fjölskrúðugur hópur – klerkar
með svarta túrbana, konur í hefð-
bundnum íslömskum klæðnaði og
karlar í jakkafötum – og stjórnmála-
skoðanir þeirra eru jafn fjölbreyttar
og fatnaðurinn. Frá því að ráðið var
skipað í júlí í fyrra hafa meðlimir
þess átt í basli með að vinna íraskan
almenning á sitt band – og halda lífi.
Morðið á Abdel-Zahraa Othman,
forseta framkvæmdaráðsins, varpar
ljósi á vandræði ráðsins, sem er
skipað 25 mönnum og átti að end-
urspegla trúar- og þjóðernis-
fjölbreytnina í Írak. Othman, sjíti
frá borginni Basra í sunnanverðu
landinu, beið bana í sprengjuárás í
Bagdad á mánudag og er annar fé-
laginn í framkvæmdaráðinu sem
hefur verið myrtur.
Frá því að Bandaríkjamenn og
bandamenn þeirra skipuðu fram-
kvæmdaráðið fyrir tíu mánuðum
hefur það reynt að ávinna sér traust
Íraka sem hafa alltaf verið mjög tor-
tryggnir í garð þess. Margir Írakar
líta á framkvæmdaráðsmennina sem
aðkomumenn þar sem tæpur helm-
ingur þeirra sneri aftur úr útlegð
eftir að stjórn Saddams Husseins
var steypt fyrir 13 mánuðum – eða
tækifærissinna sem hugsi aðeins um
eigin hag.
„Aldrei látið sig áhyggjur
fólksins varða“
„Framkvæmdaráðið hefur aldrei
látið sig áhyggjur fólksins varða,“
sagði Ahmed Jassim, 52 ára bíla-
partasali í Bagdad. „Núna hefur for-
seti framkvæmdaráðsins verið
myrtur. Einhver annar sem reynir
að notfæra sér vanda Íraks deyr á
morgun.“
Framkvæmdaráðinu hefur gengið
illa að bæta opinberu þjónustuna og
tryggja öryggi borgaranna. Ekkert
lát hefur verið á hryðjuverkum og
árásum uppreisnarmanna sem bein-
ast oft að fólki sem vinnur fyrir her-
námsliðið.
„Frá því að við samþykktum að
taka sæti í ráðinu gerðum við okkur
grein fyrir því að líf okkar væri í
hættu vegna allra hryðjuverkanna,“
sagði Salama al-Khufaji, sem var
skipuð í framkvæmdaráðið í stað
Aquila al-Hashami, kúrdískrar konu
sem var myrt nálægt heimili sínu í
Bagdad 20. september. „Ég veit að
ég er líka skotmark.“
Hættan á árásum á meðlimi ráðs-
ins hefur verið tekin alvarlega.
Nokkrir af þekktustu ráðsmönn-
unum, svo sem kúrdíski leiðtoginn
Jalal Talabani og sjítaleiðtoginn Ab-
del-Aziz al-Hakim, búa í húsum sem
líkjast virkjum, með vopnaða verði,
málmleitartæki og steinsteypta
múra til að verjast hugsanlegri
sprengjuárás. Nokkrir þeirra dvelja
á hótelum þar sem öryggisgæslan er
mikil, en þar eru einnig embætt-
ismenn hernámsstjórnarinnar og
starfsmenn erlendra verktaka.
Fjölskyldur margra þeirra dvelja
erlendis þar sem talið er of hættu-
legt fyrir þær að búa í Írak. Nokkrir
meðlima ráðsins mæta sjaldan á
fundi þess og senda í staðinn full-
trúa sína. Framkvæmdaráðið er
með aðsetur á Græna svæðinu svo-
kallaða, þar sem öryggisgæslan er
mjög mikil. Þar eru einnig höfuð-
stöðvar hernámsstjórnarinnar.
Álitnir réttdræpir svikarar
Óvinsældir nokkurra af með-
limum ráðsins hafa stuðlað að hætt-
unni. Ekki er óalgengt að sjá
veggjakrot þar sem ráðsmönnunum
er lýst sem „svikurum“ og „banda-
rískum útsendurum“ sem Írakar
ættu að drepa. Róttækir klerkar
fordæma þá í moskunum og kveða
svo fast að orði að öfgamenn geta
túlkað ummælin sem leyfi til að ráða
„svikurunum“ bana.
Fyrr í mánuðinum dreifðu upp-
reisnarmenn flugritum skammt frá
Bagdad þar sem þeir lofuðu Írökum
andvirði tæprar hálfrar milljónar
króna fyrir að myrða Mouwafak al-
Rubaie, sem átti sæti í fram-
kvæmdaráðinu en var skipaður
þjóðaröryggisráðgjafi í síðasta mán-
uði.
Margir í borginni Fallujah, þar
sem andstaðan við hernámið er mik-
il, hafa hótað að myrða sjítann Ahm-
ad Chalabi, sem á sæti í fram-
kvæmdaráðinu, fari hann til
borgarinnar. Þeir skírskotuðu til
ummæla hans um að Fallujah væri
aðsetur hryðjuverkamanna og hann
endurtók þau eftir morðið á mánu-
dag.
Eiga í basli með að ávinna
sér traust og halda lífi
Mikil andstaða meðal almennings við ráðið sem er sakað um svik við þjóðina
Bagdad. AP.
AP
Abdel-Zahraa Othman, forseti íraska framkvæmdaráðsins, sem var myrtur
á mánudag, var borinn til grafar í gær. Eftirmaður hans, Ghazi Mashal Ajil
al-Yawer, gengur hér framhjá mynd af Othman við útförina. Al-Yawer er
súnníti og verkfræðingur frá Mosul í norðanverðu Írak.
Forseti ráðsins borinn til grafar
’Einhver annar semreynir að notfæra sér
vanda Íraks deyr á
morgun.‘
Fjölskrúðugur hópur karla og kvenna í framkvæmdaráðinu í Írak
MEIRIHLUTI Norðmanna
vill ganga í Evrópusambandið,
ESB. Kemur þetta fram í
könnun skoðanakannanafyrir-
tækisins Opinion en alls var
leitað álits 1.000 manna frá 10.
til 12. maí. Kvaðst 51% vilja að-
ild en 36% voru henni andsnú-
in. 13% höfðu enga skoðun.
Kjell Magne Bondevik, for-
sætisráðherra Noregs, sagði á
mánudag, að þjóðaratkvæða-
greiðsla um aðild yrði hugsan-
lega haldin á árunum 2005 til
2010.
Forseti í
annað sinn
LEONEL Fernandez, fram-
bjóðandi frjálslyndra, var í
fyrrakvöld lýstur sigurvegari
forsetakosninganna í Dómíník-
anska lýðveldinu en þær fóru
fram á sunnudag. Áður hafði
fráfarandi forseti, Hipolito
Mejia, frambjóðandi jafnaðar-
manna, lýst sig sigraðan. Strax
við fyrstu tölur var ljóst, að
Fernandez myndi sigra örugg-
lega en hann gegndi forseta-
embættinu frá 1996 til 2000.
Fangar
brunnu inni
AÐ minnsta kosti 100 fangar
létu lífið og á þriðja tug slas-
aðist í eldsvoða í fangelsi í
norðurhluta Hondúras
snemma á mánudagsmorgni.
„Allt brann,“ sagði Jose Maur-
icio Lopez, einn fanganna sem
slösuðust, í útvarpsviðtali, sem
tekið var við hann á sjúkrahúsi.
„Þetta gerðist allt svo hratt á
meðan við sváfum. Það kvikn-
aði í og þegar við vöknuðum
stóðu rúmin okkar og fötin í
ljósum logum.“ Um 1.600 fang-
ar voru í fangelsinu sem var
ætlað að vista 800 manns.
Undir fölsku
flaggi
ÖRYGGISMÁL bresku kon-
ungsfjölskyldunnar hafa verið
tekin til endurskoðunar enn
einu sinni eftir að maður, sem
þóttist vera lögreglumaður,
komst í fyrradag óhindraður
inn í Windsor-kastala ásamt
vinkonu sinni og næstum alla
leið að svefnherbergi Elísabet-
ar drottningar. Var hún að vísu
ekki heima, var bara nýfarin,
en þetta gerist á sama tíma og
hvatt er til í skýrslu að örygg-
isgæslan verði stórhert.
Óttast Bush
MEIRA en þriðjungur ungs
fólks í Hollandi telur utanríkis-
stefnu George W. Bush Banda-
ríkjaforseta vera mestu ógn-
unina við heimsfriðinn en í öðru
sæti er íslömsk öfgastefna.
Kemur það fram í könnun, sem
dagblaðið De Volkskrant
greindi frá í gær. Var hún gerð
meðal 4.500 manns, fólks á
aldrinum 12 til 30 ára, og
nefndu 38%, einkanlega kven-
fólkið, Bush sem mestu ógn-
unina. 30% nefndu íslamska
öfgastefnu og þar voru karl-
menn í góðum meirihluta.
Könnunin var gerð áður en
myndir voru birtar af mis-
þyrmingum bandarískra her-
manna á íröskum föngum.
STUTT
Vilja
ganga í
ESB
SJÖ manns fórust þegar flutningaflugvél hrap-
aði til jarðar í Xinjiang-héraði í Kína í gær. Um
var að ræða fjögurra hreyfla vél af gerðinni Il-76
en hún hrapaði aðeins tveimur mínútum eftir að
hafa tekið á loft. Virtist sem flugstjórinn væri að
reyna nauðlendingu en vélin kom niður á baðm-
ullarakri og rann eftir honum þar til hún tættist
að hluta í sundur í miklum sprengingum. Hafði
hún áður runnið yfir fjós en sjálft bændabýlið
slapp. Kínverskir fjölmiðlar segja, að flugvélin
hafi verið í eigu flugfélagsins Azerbaijan Air en
talsmaður þess segir aftur, að hún hafi verið á
vegum úkraínska flugfélagsins Skywin. Kín-
verskir slökkviliðsmenn vinna hér að því að
slökkva elda í flugvélarbrakinu.
AP
Sjö fórust í flugslysi í Xinjiang-héraði